Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 8033 svör fundust
Úr hvaða afbrigði varð ómíkron til?
Spurningin öll hljóðaði svona: Úr hvaða afbrigði varð ómíkron til og hvað getur það sagt okkur um þróun faraldursins? Veiran sem veldur COVID-19 þróaðist í nokkur ólík afbrigði og framan af voru alfa, beta og delta þeirra þekktust. Nýtt veiruafbrigði fannst síðla árs 2021 og var það nefnt ómíkron. Samanbur...
Úr hverju eru bjöllurnar í Hallgrímskirkju?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Mig langar að vita úr hverju bjöllurnar í Hallgrímskirkju er búnar til. Eru þær úr járni eða kopar? Kirkjuklukkurnar í Hallgrímskirkju eru samtals 32. Þar af eru 3 stórar bjöllur og 29 minni í klukknaspili (e. carillon). Klukkurnar voru framleiddar hjá fyrirtækinu Royal Eijsbo...
Hvers vegna myndast kísilhrúður og af hverju er svona erfitt að ná því af?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvað er það við kísilinn í íslensku vatni sem veldur því að það er svona erfitt að ná honum af? Erlendis er kalksteinn og annað kalkríkt berg algengt, sem aftur veldur því að vatnið er „hart“, það er í því er uppleyst kalk (CaCO3). Kalk er þeirrar náttúru að leysni þess ey...
Skemmir sódavatn tennur?
Í stuttu mál er sódavatn ekki glerungseyðandi nema sýru, eins og til dæmis sítrónusýru, sé bætt út í það. Íslenskt vatn er frekar basískt og hefur pH-gildi talsvert yfir 7,0 (sem er hlutlaust). Þegar vatni er breytt í gosvatn með því að setja í það kolsýru lækkar pH-gildi þess og það verður súrara en venjulegt ...
Úr hverju er matarlím og hvernig er það búið til?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Nákvæmlega hvað er þetta fyrirbæri sem í daglegu tali er kallað matarlím? Matarlím er prótín sem unnið er úr afgöngum sláturdýra og fiska. Það er aðallega notað til að þykkja ýmiss konar rétti, búðinga, fisk- og kjöthlaup, soð og annað. Það gengur einnig undir heitinu ...
Hvaðan er kanill upprunalega og hvar finnst hann í náttúrunni?
Kanill er krydd sem unnið er úr berki margra tegunda sígrænna trjáa. Trén eru af ættkvíslinni Cinnamomum í Lauraceae-ættinni. Kanill er bæði notaður í formi kanilstanga og dufts. Sumir telja að Cinnamomum verum (studum kallaður C. zeylanicium) sé hinn eini sanni kanill (e. true cinnamon). Um 80-90% af heimsframlei...
Hvernig fara menn að því að rumpa einhverju af? Er líka sagt að rimpa?
Sögnin að rumpa er ekki gömul í málinu og er notuð um að staga í eitthvað, til dæmis flík eða sokka og þá fremur í flýti og ekki vandvirknislega. Sambandið að rumpa einhverju af er þá haft um verk sem unnið er í flýti og ef til vill ekki lögð alúð við. Engin dæmi fundust um að rimpa einhverju af þótt sögnin að...
Er eitthvað nýtt að frétta af hlýnun jarðar?
Í heild var spurningin á þessa leið: Hvað er hlýnun jarðar? Getið þið sagt eitthvað nýtt um það? Af hverju er þetta að gerast? Og hverjar eru afleiðingarnar? Hlýnun jarðar er óumdeilanleg og mælingar benda til þess að síðustu áratugi hafi hlýnun numið um 0,17-0,19°C á áratug. Í svari við spurningunni Hvers veg...
Hvað er líftækni?
Líftækni (e. biotechnology) er mjög víðtækt hugtak og ekki létt að skilgreina það í stuttu máli. En skilgreining gæti til dæmis verið þessi: Líftækni er sérhver tækni þar sem líffræðilegum kerfum, lífverum eða hlutum þeirra, er beitt til að framleiða vörur eða breyta vörum eða vinnuferlum til ákveðinna nota. Lí...
Af hverju er hætta á að þeir sem eru of feitir fái sykursýki?
Sykursýki (e. diabetes) er ástand sem getur varað alla ævi og hefur áhrif á getu líkamans til að nýta orkuefni í fæðu sem eldsneyti. Til eru þrjár megingerðir af sykursýki, sykursýki af gerð 1, sykursýki af gerð 2 og meðgöngusykursýki. Nánar er fjallað um þessar tegundir í öðrum svörum á Vísindavefnum. Einsykr...
Hvaða klabb er þetta þegar talað er um 'allt heila klabbið'?
Í nútímamáli virðist klabb fyrst og fremst notað í sambandinu (allt) heila klabbið 'allt saman’ og er notkunin óvirðuleg og niðrandi. Upphaflega merkingu orðsins klabb má ráða af orðum í nágrannamálum. Í nýnorsku er klabb notað um viðloðandi köggul, til dæmis snjóköggul undir skíðum. Í dönsku virðist orðið einkum ...
Ef vísindamenn mundu finna upp nýtt efni í staðinn fyrir bensín, hvernig efni mundi það vera?
Bensín er unnið úr hráolíu sem einnig er nefnd jarðolía. Í svari Leifs A. Símonarsonar við spurningunni Hversu margir lítrar af olíu eru til í heiminum? segir meðal annars þetta um tilurð jarðolíunnar:Flestir jarðfræðingar eru sammála um að jarðolía hafi myndast úr plöntu- og dýraleifum sem einkum hafa safnast sam...
Hver er uppruni orðsins klám?
Upprunaleg merking þeirrar orðsifjar sem klám tengist er líklegast 'eitthvað sem klemmist eða loðir við, klístur eða slímkennd óhreinindi.' Orðið klám er talið tengt norska orðinu klåmen 'rakur, límkenndur, sem loðir við', í grísku eru til orðin gláme 'augnslím', glámon, glamyrós 'voteygur' og í litháísku orðið g...
Af hverju varð Reykjavík höfuðstaður Íslands?
Sjá má merki þess strax á miðöldum að svæðið við Faxaflóa sunnanverðan þótti vel til þess fallið að vera aðsetur umboðsstjórnar konungs á Íslandi. Líklega hefur það einkum stafað af því að þar voru góð fiskimið nærri landi og góðir lendingarstaðir skipa, í Hafnarfirði og víðar. Útlendir kaupmenn hafa því verið fús...
Er hægt að nota vetnisperoxíð til tannhvíttunar?
Vetnisperoxíð (e. hydrogen peroxide) er vökvi með efnaformúluna H2O2. Efnið er aðeins þykkara en vatn og örlítið bláleitt á hreinu formi en litlaust þegar það er blandað vatni. Vetnisperoxíð er til ýmissa hluta nytsamlegt, það er meðal annars notað sem sótthreinsir, til að hreinsa drykkjarvatn, aflita hár og efni ...