Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 3177 svör fundust

category-iconUnga fólkið svarar

Hvað getið þið sagt mér um Winston Churchill?

Sir Winston Leonard Spencer-Churchill fæddist 30. nóvember 1874. Hann var mikilsmetinn breskur stjórnmálamaður og hermaður í breska hernum. Hann var áberandi í breskum stjórnmálum í um 60 ár og í seinni heimsstyrjöldinni leiddi hann baráttu Breta sem forsætisráðherra landsins. Winston Churchill á góðri stundu ...

category-iconLæknisfræði

Hvað segja vísindin um svonefnt þyrnirósarheilkenni?

Kleine-Levin-heilkenni (e. Kleine-Levin syndrome), einnig þekkt sem þyrnirósarheilkenni, er ein tegund lotubundinnar svefnröskunar. Heilkennið er mjög sjaldgæft og hrjáir helst unglinga og þá fremur stráka en stelpur, en 70% þeirra sem hafa heilkennið eru karlkyns. Heilkennið einkennist af endurteknum en afturk...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er allt gert úr frumum?

Svarið við þessu fer svolítið eftir því hvað átt er við með orðinu „allt“, hvort þar sé verið að vísa til allra lífvera eða hvort átt sé við ALLT í stærra samhengi. Í niðurlagi svars Halldórs Þormars við spurningunni Hver uppgötvaði frumuna? er minnst á frumukenninguna en samkvæmt henni er fruman frumeining all...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Ef tíu frambjóðendur keppa um sex sæti í prófkjöri, á hve marga vegu geta sætin þá skipast?

Spyrjandi bætir svo við:Getur verið að það sé um 150 þúsund vegu?Það er rétt hjá spyrjanda að sætin geta skipast á rúmlega 150 þúsund vegu eða nákvæmlega 151.200 vegu. Hægt er að hugsa dæmið þannig að hver hinna tíu frambjóðenda gæti lent í fyrsta sæti. Þá gæti einhver hinna níu lent í öðru sæti; átta möguleika...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Er það rétt að 20% landsmanna séu með fjórar kransæðar?

Öll spurningin hljóðaði svona: Var í kransæðavíkkun og var þá sagt að ég væri með fjórar kransæðar ásamt 20% landsmanna. Er þetta rétt og ef svo er af hverju. Eru flestir með þrjár? Fjallað er um kransæðar í svari við spurningunni Hvernig er uppbygging kransæða í mannslíkamanum? og er textinn sem hér kemur ...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað verður um frumur sem deyja?

Upprunalega var spurningin svona:Ég er leikskólakennari og fékk þessa spurningu frá einum 5 ára "Hvað verður um frumur sem deyja?"Hér er einnig svarað spurningunni:Hvað er frumudauði? Stöðug endurnýjun á sér stað á frumum í mannslíkamanum; frumur skipta sér til þess að viðhalda starfsemi í vefjum á meðan aðrar ...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað er í brunablöðrum á húðinni?

Blaðra myndast þegar vökvi sem kallast blóðvatn eða sermi (e. serum) safnast fyrir undir húðinni. Vökvi þessi lekur úr nærliggjandi vefjum og er viðbragð við skaða sem húðin hefur orðið fyrir. Stundum fyllist blaðra blóði í stað blóðvatns og er þá talað um blóðblöðru. Blöðrur eru mjög misjafnar að stærð og get...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvað er rafmagn?

Margir spyrjendur hafa sent okkur þessa spurningu eða eitthvað henni líkt. Eðlilegt er að fólk velti þessu fyrir sér þar sem rafmagn (e. electricity) er annars vegar svo algengt og mikilvægt í lífi okkar en hins vegar hálfpartinn ósýnilegt og ekki algengt í náttúrunni. Þannig er það líklega torskildara fyrir flest...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hversu hátt upp frá jörðu nær lofthjúpurinn?

Lofthjúpur jarðar er þunnt gaslag sem umlykur reikistjörnuna okkar. Hann er að mestu leyti úr nitri og súrefni en inniheldur einnig aðrar gastegundir eins og argon, koltvíoxíð og vatnsgufu. Þessi gasblanda kallast í daglegu tali loft og myndaðist að líkindum fyrir tilstilli eldfjallagufa. Lofthjúpurinn er viðkvæma...

category-iconSálfræði

Er heili siðblindingja öðruvísi en í venjulegu fólki?

Spurning Eneku hljóðaði upphaflega svona:Er heilinn í siðblindingjum eitthvað öðruvísi en í venjulegum einstaklingi? Stutta svarið við þessari spurningu er að heili svonefndra siðblindingja er að ýmsu leyti öðru vísi en í þeim sem ekki teljast vera siðblindir. Þvert á það sem margir halda er siðblinda ekki p...

category-iconVerkfræði og tækni

Er hægt að setja sjálfstýringu í bíla?

Nú þegar er í bílum ýmiss konar sjálfvirkur búnaður sem kenna má við sjálfstýringu. Engu að síður væri tæknilega og fræðilega mögulegt að setja miklu meiri sjálfstýringar- og sjálfvirknibúnað í bíla en nú tíðkast. Jafnframt má greina skýra þróun bíla á markaði í þessa átt á undanförnum tveimur áratugum eða svo. ...

category-iconBókmenntir og listir

Á hvaða plánetu gerist Star Wars?

Eins og kemur fram í upphafi hverrar kvikmyndar í Stjörnustríðsflokknum (e. Star Wars) segja þær sögu sem gerðist fyrir löngu síðan, í órafjarlægri vetrarbraut („A long time ago in a galaxy far, far away“). Þessi vetrarbraut, sólkerfi hennar og reikistjörnur eru þó ekki byggð á raunverulegum fyrirbærum...

category-iconHugvísindi

Börðust indjánar í Þrælastríðinu?

Já, þótt merkilegt megi teljast þá gerðu þeir það. Margar orsakir lágu þar að baki. Sumir þjóðflokkar, svo sem frumbyggjar á indjánasvæðunum í Oklahoma (e. the Indian territories), lentu bókstaflega á milli tveggja elda þegar Norður- og Suðurríkin vígbjuggust í kringum þá. Margir töldu að „stríð hvítu mannanna”...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvort á maður að segja "þegar þér hentar" eða "þegar þig hentar"..?

Sögnin að henta í sambandinu e-m hentar e-ð er ópersónuleg og tekur með sér þágufall. Þannig er sagt mér hentar, þér hentar, honum/henni hentar, okkur hentar, ykkur hentar, þeim hentar. Þess vegna er rétt að segja ,,þegar þér hentar"....

category-iconHeimspeki

Hvað eru ógöngurök?

Upphafleg spurning var á þessa leið: Hvað eru ógöngurökin í heimspeki, sbr Menón?Íslenska orðið ógöngurök er notað sem þýðing á forn-gríska orðinu dilemma, sem merkir bókstaflega tví-setning, það er setning sett saman úr tveimur setningum, sem gefa tvo kosti til kynna. Stundum er tvíkostur notað um sama hugtak. Í ...

Fleiri niðurstöður