Var í kransæðavíkkun og var þá sagt að ég væri með fjórar kransæðar ásamt 20% landsmanna. Er þetta rétt og ef svo er af hverju. Eru flestir með þrjár?Fjallað er um kransæðar í svari við spurningunni Hvernig er uppbygging kransæða í mannslíkamanum? og er textinn sem hér kemur á eftir að miklu leyti byggður á því svari. Kransæðar eru slagæðar sem liggja á yfirborði hjartans og miðla súrefnisríku blóði til hjartavöðvans. Í grunninn eru kransæðarnar tvær, vinstri og hægri, en greinast svo í smærri kransæðagreinar sem liggja inn í hjartavöðvann. Síðan taka við slagæðlingar (e. arterioles), hárslagæðlingar og háræðar. Hægri kransæð (e. right coronary artery -RCA) nærir hægri slegil. Hún gengur út frá hægra kransæðaropi rétt ofan við hægri ósæðarlokublöðkuna og kallast þá hægri meginstofn. Vinstri kransæð (e. left coronary artery - LCA) nærir vinstri slegil og er stærri en sú hægri. Fyrsti hluti vinstri kransæðar er meginstofn (e. left main stem) og liggur aftan við lungnaslagæðina. Hann greinist skömmu eftir upptök frá ósæðarrót í tvær greinar: umfeðmingskvísl (e. circumflex artery - CFX) og fremri millisleglakvísl (e. left anterior descending artery - LAD).
- Ramus intermedius - Clinical Anatomy Associates. (Sótt 27.6.2024).
- Ramus intermedius artery - Radiopeadia.com. (Sótt 27.6.2024).
- Dr. S. Venkatesan MD. (Sótt 27.6.2024).
- Coronary vessels, with annotated arteries.svg - Wikimedia.org. Höfundur myndar: Mikael Häggström. Íslenskur texti settur inn af ritstjórn Vísindavefsins. Birt undir Creative Commons Attribution 3.0 Unported leyfi. (Sótt 27.6.2024).