Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Á hvaða plánetu gerist Star Wars?

Brynhildur Eva Thorsteinson, Lív Höskuldsdóttir og Sólrún Halla Einarsdóttir

Eins og kemur fram í upphafi hverrar kvikmyndar í Stjörnustríðsflokknum (e. Star Wars) segja þær sögu sem gerðist fyrir löngu síðan, í órafjarlægri vetrarbraut („A long time ago in a galaxy far, far away“). Þessi vetrarbraut, sólkerfi hennar og reikistjörnur eru þó ekki byggð á raunverulegum fyrirbærum sem stjörnufræðingar hafa fundið í rannsóknum sínum á geimnum, heldur varð hún til í hugarheimi höfundarins George Lucas.

Innan þessarar vetrarbrautar ferðast söguhetjurnar vítt og breitt og koma við á ýmsum reikistjörnum, tunglum, smástirnum og geimskipum. Þar sem íbúar Stjörnustríðsheimsins búa yfir tækni til að ferðast hraðar en ljósið og stytta sér leið í gegnum falda vídd (e. hyperspace) geta söguhetjur myndanna ferðast margra ljósára fjarlægðir milli sólkerfa á skömmum tíma.

Söguhetjurnar í Stjörnustríðsmyndunum búa yfir tækni til að ferðast margra ljósára fjarlægðir milli mismunandi sólkerfa á skömmum tíma, í geimskipum eins og Þúsaldarfálkanum (e. Millennium Falcon). Hér sést eftirmynd af Þúsaldarfálkanum gerð úr Lego-kubbum.

Í þessu svari skoðum við nokkrar af helstu reikistjörnum sem koma fyrir í Stjörnustríðskvikmyndunum, það er upprunalega þríleiknum, þáttum IV-VI, (e. original trilogy, Episodes IV-VI) sem kom út á árunum 1977-1983, forsöguþríleiknum, þáttum I-III, (e. prequel trilogy, Episodes I-III) sem kom út á árunum 1999-2005 og nýjustu kvikmyndinni, þætti VII (e. Episode VII), sem kom út árið 2015 og verður fyrsta myndin í framhaldsþríleiknum (e. sequel trilogy).

Til hægðarauka vísum við í kvikmyndirnar með viðeigandi rómverskum tölum. Einnig hafa verið gefnar út fjölmargar bækur sem bæta við Stjörnustríðssöguna og kynna til sögunnar fleiri staðsetningar, auk teiknimyndarinnar Star Wars: The Clone Wars. Nú eru fimm kvikmyndir í viðbót í bígerð sem eiga að koma út á næstu árum.

Nokkrar af helstu reikistjörnum og tunglum sem koma fyrir í Stjörnustríðsmyndunum eru:

  • Alderaan - Heimareikistjarna Leiu prinsessu. Reikistjörnunni var eytt af Helstirninu í þætti IV.
  • Bespin - Gasrisi sem inniheldur verðmæta gasið Tibanna, sem er numið í gasnámum utan við reikistjörnuna. Gasnámuborgin Cloud City flýtur í skýjum Bespin en þangað fóru söguhetjurnar í þætti V.
  • Coruscant - Gríðarleg stórborg þekur gjörvalla reikistjörnuna Coruscant og var hún eins konar höfuðborg vetrarbrautarlýðveldisins (e. Galactic Republic) og síðar keisaradæmisins (e. Galactic Empire). Hún kemur mikið fyrir í þáttum I-III. Á Coruscant fundar vetrarbrautarþingið (e. Galactic Senate) og þar er aðalhof Jedi-riddaranna, en eftir að keisaradæmið tekur við af lýðveldinu byggir keisarinn sér höll úr Jedi-hofinu.

    Risastór borg þekur gjörvalla reikistjörnuna Coruscant.

  • Dagobah - Dagobah er að mestu þakin mýrlendi og skógum. Þangað fór Yoda í sjálfskipaða útlegð eftir atburði þáttar III og Luke Skywalker ferðaðist þangað til að hljóta þjálfun frá Yoda í þætti V og átti svo endurkvæmt í þætti VI.
  • Endor - Tunglið Endor, á sporbraut um reikistjörnu með sama nafni, var staðsetning mikils bardaga þar sem uppreisnarbandalagið (e. Rebel Alliance) náði að sigrast á keisaradæminu í þætti VI. Á Endor er mikið skóglendi og þar búa hinir litlu og loðnu Ewokar.
  • Hoth - Í þætti V hafði uppreisnarbandalagið byggt sér höfuðstöðvar á hinni ísköldu og snæviþöktu reikistjörnu Hoth, sem uppgötvuðust svo og voru eyðilagðar af útsendurum keisarans.
  • Jakku - Eyðimerkurreikistjarnan Jakku er eitt aðalsögusvið þáttar VII, en þar eru söguhetjurnar Rey, Finn, Poe Dameron og BB-8 kynntar til sögunnar, auk skúrksins Kylo Ren og fleiri persóna. Þar finnast leifar eftir mikinn bardaga, svo sem flök fallinna geimskipa, sem ruslasafnarar eins og Rey leita í að verðmætum.
  • Kamino - Vindasöm reikistjarna þakin hafi. Þangað ferðast Obi-Wan Kenobi í þætti II og uppgötvar að verið er að byggja upp klónaher.
  • Mustafar - Eldfjallareikistjarnan Mustafar er þakin heitu hrauni, en þar fór fram mikill bardagi milli Obi-Wan Kenobi og Darth Vader í þætti III þar sem Vader hlaut alvarlega brunaáverka af hrauninu.

    Reikistjarnan Mustafar er þakin brennandi heitu fljótandi hrauni, ekki ósvipað reikistjörnunni CoRoT-7b sem uppgötvaðist af franska gervihnattasjónaukanum CoRoT árið 2010.

  • Naboo - Gróðursæla reikistjarnan Naboo er heimareikistjarna nokkurra mikilvægra persóna og er í lykilhlutverki í þætti I, þar sem hún varð fyrir innrás sem sigrast var á í miklum bardaga. Þaðan komu Padmé Amidala, drottning og síðar þingmaður, og þingmaðurinn Palpatine sem síðar var krýndur keisari. Naboo er líka heimkynni Gungan-veranna, sem búa gjarnan undir vatni, þeirra á meðal þingmaðurinn Jar Jar Binks.
  • Starkiller base - Í þætti VII höfðu meðlimir Nýju reglunnar (e. New Order) umbreytt heilli reikistjörnu í vopn og kallaðist hún Starkiller Base. Hún hafði verið gerð færanleg og dró til sín orku úr stjörnum sem hún notaði svo til að gjöreyða reikistjörnum.
  • Tatooine - Strjálbýl eyðimerkurreikistjarna sem tilheyrir tvístirniskerfi, svo á himni hennar má sjá tvær sólir. Hún var heimareikistjarna Anakin Skywalker og stór hluti atburðarásar þáttar I átti sér stað á henni en Anakin ferðaðist þangað svo aftur í þætti II. Luke Skywalker ólst einnig upp á Tatooine og bjó þar í upphafi þáttar IV en þar kynntist hann C-3PO, R2-D2, Obi-Wan Kenobi, Han Solo og Chewbacca. Í þætti VI ferðast söguhetjurnar aftur til Tatooine til að frelsa Han Solo frá Jabba the Hutt.

Atriði sem gerðust á eyðimerkurreikistjörnunni Tatooine voru tekin upp í eyðimörkinni í Túnis. Hér sjást leifar af leikmynd úr þætti I.

Mikið er um ferðalög milli reikistjarna í kvikmyndunum og stór hluti atburðarásarinnar á sér stað um borð í geimskipum af ýmsum stærðum og gerðum. Flutningaskipið Þúsaldarfálkinn (e. Millennium Falcon) kemur til dæmis mikið við sögu í þáttum IV-VII. Þar sem kvikmyndirnar snúast að miklu leyti um stríð og hernað er líka nokkuð um stór og vel útbúin hergeimskip. Þau eru oft bækistöðvar hermanna og innihalda einnig mörg smærri skip sem notuð eru í bardögum, svo sem færanlega hernaðargeimstöðin Helstirnið (e. Death Star).

Heimildir og frekari fróðleikur:

Myndir:


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2016.

Höfundar

nemandi í Háskóla unga fólksins

nemandi í Háskóla unga fólksins

Sólrún Halla Einarsdóttir

háskólanemi og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

2.8.2016

Spyrjandi

Ingveldur Hera Magnúsdóttir

Tilvísun

Brynhildur Eva Thorsteinson, Lív Höskuldsdóttir og Sólrún Halla Einarsdóttir. „Á hvaða plánetu gerist Star Wars?“ Vísindavefurinn, 2. ágúst 2016, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=51429.

Brynhildur Eva Thorsteinson, Lív Höskuldsdóttir og Sólrún Halla Einarsdóttir. (2016, 2. ágúst). Á hvaða plánetu gerist Star Wars? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=51429

Brynhildur Eva Thorsteinson, Lív Höskuldsdóttir og Sólrún Halla Einarsdóttir. „Á hvaða plánetu gerist Star Wars?“ Vísindavefurinn. 2. ágú. 2016. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=51429>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Á hvaða plánetu gerist Star Wars?
Eins og kemur fram í upphafi hverrar kvikmyndar í Stjörnustríðsflokknum (e. Star Wars) segja þær sögu sem gerðist fyrir löngu síðan, í órafjarlægri vetrarbraut („A long time ago in a galaxy far, far away“). Þessi vetrarbraut, sólkerfi hennar og reikistjörnur eru þó ekki byggð á raunverulegum fyrirbærum sem stjörnufræðingar hafa fundið í rannsóknum sínum á geimnum, heldur varð hún til í hugarheimi höfundarins George Lucas.

Innan þessarar vetrarbrautar ferðast söguhetjurnar vítt og breitt og koma við á ýmsum reikistjörnum, tunglum, smástirnum og geimskipum. Þar sem íbúar Stjörnustríðsheimsins búa yfir tækni til að ferðast hraðar en ljósið og stytta sér leið í gegnum falda vídd (e. hyperspace) geta söguhetjur myndanna ferðast margra ljósára fjarlægðir milli sólkerfa á skömmum tíma.

Söguhetjurnar í Stjörnustríðsmyndunum búa yfir tækni til að ferðast margra ljósára fjarlægðir milli mismunandi sólkerfa á skömmum tíma, í geimskipum eins og Þúsaldarfálkanum (e. Millennium Falcon). Hér sést eftirmynd af Þúsaldarfálkanum gerð úr Lego-kubbum.

Í þessu svari skoðum við nokkrar af helstu reikistjörnum sem koma fyrir í Stjörnustríðskvikmyndunum, það er upprunalega þríleiknum, þáttum IV-VI, (e. original trilogy, Episodes IV-VI) sem kom út á árunum 1977-1983, forsöguþríleiknum, þáttum I-III, (e. prequel trilogy, Episodes I-III) sem kom út á árunum 1999-2005 og nýjustu kvikmyndinni, þætti VII (e. Episode VII), sem kom út árið 2015 og verður fyrsta myndin í framhaldsþríleiknum (e. sequel trilogy).

Til hægðarauka vísum við í kvikmyndirnar með viðeigandi rómverskum tölum. Einnig hafa verið gefnar út fjölmargar bækur sem bæta við Stjörnustríðssöguna og kynna til sögunnar fleiri staðsetningar, auk teiknimyndarinnar Star Wars: The Clone Wars. Nú eru fimm kvikmyndir í viðbót í bígerð sem eiga að koma út á næstu árum.

Nokkrar af helstu reikistjörnum og tunglum sem koma fyrir í Stjörnustríðsmyndunum eru:

  • Alderaan - Heimareikistjarna Leiu prinsessu. Reikistjörnunni var eytt af Helstirninu í þætti IV.
  • Bespin - Gasrisi sem inniheldur verðmæta gasið Tibanna, sem er numið í gasnámum utan við reikistjörnuna. Gasnámuborgin Cloud City flýtur í skýjum Bespin en þangað fóru söguhetjurnar í þætti V.
  • Coruscant - Gríðarleg stórborg þekur gjörvalla reikistjörnuna Coruscant og var hún eins konar höfuðborg vetrarbrautarlýðveldisins (e. Galactic Republic) og síðar keisaradæmisins (e. Galactic Empire). Hún kemur mikið fyrir í þáttum I-III. Á Coruscant fundar vetrarbrautarþingið (e. Galactic Senate) og þar er aðalhof Jedi-riddaranna, en eftir að keisaradæmið tekur við af lýðveldinu byggir keisarinn sér höll úr Jedi-hofinu.

    Risastór borg þekur gjörvalla reikistjörnuna Coruscant.

  • Dagobah - Dagobah er að mestu þakin mýrlendi og skógum. Þangað fór Yoda í sjálfskipaða útlegð eftir atburði þáttar III og Luke Skywalker ferðaðist þangað til að hljóta þjálfun frá Yoda í þætti V og átti svo endurkvæmt í þætti VI.
  • Endor - Tunglið Endor, á sporbraut um reikistjörnu með sama nafni, var staðsetning mikils bardaga þar sem uppreisnarbandalagið (e. Rebel Alliance) náði að sigrast á keisaradæminu í þætti VI. Á Endor er mikið skóglendi og þar búa hinir litlu og loðnu Ewokar.
  • Hoth - Í þætti V hafði uppreisnarbandalagið byggt sér höfuðstöðvar á hinni ísköldu og snæviþöktu reikistjörnu Hoth, sem uppgötvuðust svo og voru eyðilagðar af útsendurum keisarans.
  • Jakku - Eyðimerkurreikistjarnan Jakku er eitt aðalsögusvið þáttar VII, en þar eru söguhetjurnar Rey, Finn, Poe Dameron og BB-8 kynntar til sögunnar, auk skúrksins Kylo Ren og fleiri persóna. Þar finnast leifar eftir mikinn bardaga, svo sem flök fallinna geimskipa, sem ruslasafnarar eins og Rey leita í að verðmætum.
  • Kamino - Vindasöm reikistjarna þakin hafi. Þangað ferðast Obi-Wan Kenobi í þætti II og uppgötvar að verið er að byggja upp klónaher.
  • Mustafar - Eldfjallareikistjarnan Mustafar er þakin heitu hrauni, en þar fór fram mikill bardagi milli Obi-Wan Kenobi og Darth Vader í þætti III þar sem Vader hlaut alvarlega brunaáverka af hrauninu.

    Reikistjarnan Mustafar er þakin brennandi heitu fljótandi hrauni, ekki ósvipað reikistjörnunni CoRoT-7b sem uppgötvaðist af franska gervihnattasjónaukanum CoRoT árið 2010.

  • Naboo - Gróðursæla reikistjarnan Naboo er heimareikistjarna nokkurra mikilvægra persóna og er í lykilhlutverki í þætti I, þar sem hún varð fyrir innrás sem sigrast var á í miklum bardaga. Þaðan komu Padmé Amidala, drottning og síðar þingmaður, og þingmaðurinn Palpatine sem síðar var krýndur keisari. Naboo er líka heimkynni Gungan-veranna, sem búa gjarnan undir vatni, þeirra á meðal þingmaðurinn Jar Jar Binks.
  • Starkiller base - Í þætti VII höfðu meðlimir Nýju reglunnar (e. New Order) umbreytt heilli reikistjörnu í vopn og kallaðist hún Starkiller Base. Hún hafði verið gerð færanleg og dró til sín orku úr stjörnum sem hún notaði svo til að gjöreyða reikistjörnum.
  • Tatooine - Strjálbýl eyðimerkurreikistjarna sem tilheyrir tvístirniskerfi, svo á himni hennar má sjá tvær sólir. Hún var heimareikistjarna Anakin Skywalker og stór hluti atburðarásar þáttar I átti sér stað á henni en Anakin ferðaðist þangað svo aftur í þætti II. Luke Skywalker ólst einnig upp á Tatooine og bjó þar í upphafi þáttar IV en þar kynntist hann C-3PO, R2-D2, Obi-Wan Kenobi, Han Solo og Chewbacca. Í þætti VI ferðast söguhetjurnar aftur til Tatooine til að frelsa Han Solo frá Jabba the Hutt.

Atriði sem gerðust á eyðimerkurreikistjörnunni Tatooine voru tekin upp í eyðimörkinni í Túnis. Hér sjást leifar af leikmynd úr þætti I.

Mikið er um ferðalög milli reikistjarna í kvikmyndunum og stór hluti atburðarásarinnar á sér stað um borð í geimskipum af ýmsum stærðum og gerðum. Flutningaskipið Þúsaldarfálkinn (e. Millennium Falcon) kemur til dæmis mikið við sögu í þáttum IV-VII. Þar sem kvikmyndirnar snúast að miklu leyti um stríð og hernað er líka nokkuð um stór og vel útbúin hergeimskip. Þau eru oft bækistöðvar hermanna og innihalda einnig mörg smærri skip sem notuð eru í bardögum, svo sem færanlega hernaðargeimstöðin Helstirnið (e. Death Star).

Heimildir og frekari fróðleikur:

Myndir:


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2016....