- Alderaan - Heimareikistjarna Leiu prinsessu. Reikistjörnunni var eytt af Helstirninu í þætti IV.
- Bespin - Gasrisi sem inniheldur verðmæta gasið Tibanna, sem er numið í gasnámum utan við reikistjörnuna. Gasnámuborgin Cloud City flýtur í skýjum Bespin en þangað fóru söguhetjurnar í þætti V.
- Coruscant -
Gríðarleg stórborg þekur gjörvalla reikistjörnuna Coruscant og var hún eins konar höfuðborg vetrarbrautarlýðveldisins (e. Galactic Republic) og síðar keisaradæmisins (e. Galactic Empire). Hún kemur mikið fyrir í þáttum I-III. Á Coruscant fundar vetrarbrautarþingið (e. Galactic Senate) og þar er aðalhof Jedi-riddaranna, en eftir að keisaradæmið tekur við af lýðveldinu byggir keisarinn sér höll úr Jedi-hofinu.
- Dagobah - Dagobah er að mestu þakin mýrlendi og skógum. Þangað fór Yoda í sjálfskipaða útlegð eftir atburði þáttar III og Luke Skywalker ferðaðist þangað til að hljóta þjálfun frá Yoda í þætti V og átti svo endurkvæmt í þætti VI.
- Endor - Tunglið Endor, á sporbraut um reikistjörnu með sama nafni, var staðsetning mikils bardaga þar sem uppreisnarbandalagið (e. Rebel Alliance) náði að sigrast á keisaradæminu í þætti VI. Á Endor er mikið skóglendi og þar búa hinir litlu og loðnu Ewokar.
- Hoth - Í þætti V hafði uppreisnarbandalagið byggt sér höfuðstöðvar á hinni ísköldu og snæviþöktu reikistjörnu Hoth, sem uppgötvuðust svo og voru eyðilagðar af útsendurum keisarans.
- Jakku - Eyðimerkurreikistjarnan Jakku er eitt aðalsögusvið þáttar VII, en þar eru söguhetjurnar Rey, Finn, Poe Dameron og BB-8 kynntar til sögunnar, auk skúrksins Kylo Ren og fleiri persóna. Þar finnast leifar eftir mikinn bardaga, svo sem flök fallinna geimskipa, sem ruslasafnarar eins og Rey leita í að verðmætum.
- Kamino - Vindasöm reikistjarna þakin hafi. Þangað ferðast Obi-Wan Kenobi í þætti II og uppgötvar að verið er að byggja upp klónaher.
- Mustafar - Eldfjallareikistjarnan Mustafar er þakin heitu hrauni, en þar fór fram mikill bardagi milli Obi-Wan Kenobi og Darth Vader í þætti III þar sem Vader hlaut alvarlega brunaáverka af hrauninu.
- Naboo - Gróðursæla reikistjarnan Naboo er heimareikistjarna nokkurra mikilvægra persóna og er í lykilhlutverki í þætti I, þar sem hún varð fyrir innrás sem sigrast var á í miklum bardaga. Þaðan komu Padmé Amidala, drottning og síðar þingmaður, og þingmaðurinn Palpatine sem síðar var krýndur keisari. Naboo er líka heimkynni Gungan-veranna, sem búa gjarnan undir vatni, þeirra á meðal þingmaðurinn Jar Jar Binks.
- Starkiller base - Í þætti VII höfðu meðlimir Nýju reglunnar (e. New Order) umbreytt heilli reikistjörnu í vopn og kallaðist hún Starkiller Base. Hún hafði verið gerð færanleg og dró til sín orku úr stjörnum sem hún notaði svo til að gjöreyða reikistjörnum.
- Tatooine - Strjálbýl eyðimerkurreikistjarna sem tilheyrir tvístirniskerfi, svo á himni hennar má sjá tvær sólir. Hún var heimareikistjarna Anakin Skywalker og stór hluti atburðarásar þáttar I átti sér stað á henni en Anakin ferðaðist þangað svo aftur í þætti II. Luke Skywalker ólst einnig upp á Tatooine og bjó þar í upphafi þáttar IV en þar kynntist hann C-3PO, R2-D2, Obi-Wan Kenobi, Han Solo og Chewbacca. Í þætti VI ferðast söguhetjurnar aftur til Tatooine til að frelsa Han Solo frá Jabba the Hutt.
- Wookieepedia - The Star Wars Wiki. (Skoðað 11. 7. 2016).
- Star Wars - Wikipedia, the free encyclopedia. (Skoðað 11. 7. 2016).
- Meanwhile, in a galaxy not so far, far away... - Jet Propulsion Laboratory. (Skoðað 11. 7. 2016).
- Millennium Falcon in LEGO - Wikimedia Commons. Höfundur: Robert Brink. Birt undir Creative Commons Attribution-ShareAlike 3.0 Unported leyfi. (Sótt 11. 7. 2016).
- Trantor-Coruscant - Wikimedia Commons. Höfundur: Dark Attsios. Birt undir Creative Commons Attribution 3.0 Unported leyfi. (Sótt 11. 7. 2016).
- CoRoT-7b - JPL. (Sótt 11. 7. 2016).
- Star Wars Episode One Village - Wikipedia, the free encyclopedia. (Sótt 11. 7. 2016).
Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2016.