Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 64 svör fundust
Hvernig er hægt að hlaupa hraðar?
Hlaupahraði er að miklu leyti meðfæddur og því mætti segja að auðveldasta leiðin til þess að verða fljótari sé að velja sér aðra foreldra! Í mannslíkamanum eru tvær aðaltegundir vöðvafruma, hraðar og hægar. Hraðar vöðvafrumur geta dregist hratt saman eins og nafnið bendir til og því eru einstaklingar sem fæðast...
Hvað er kitl og af hverju getum við ekki kitlað okkur sjálf?
Vísindamenn hafa lengi talið að þau viðbrögð sem margir sýna þegar þá kitlar tengist varnarviðbrögðum líkamans og séu ætluð til þess að forðast snertingu utanaðkomandi og mögulega hættulegs hlutar/fyrirbæris. Eins og allir sem upplifað hafa kitl vita felast þessi viðbrögð í því að reyna að forðast það sem kitlar o...
Hvað er vitlausa beinið?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:Hvað gerist þegar maður rekur sig í „vitlausa beinið“? Af hverju er það svona vont? „Vitlausa beinið“ er í rauninni ekki bein heldur afar viðkvæmt svæði aftan í olnboganum þar sem upphandleggsbeinið (e. humerus ---> humor ---> nafnið funny bone á ensku) mætir öln (e. ulna) se...
Af hverju fær maður fullnægingu?
Sóley Bender hefur fjallað nokkuð um kynlíf á Vísindavefnum, meðal annars svarað spurningunum Hvað er fullnæging? og Hver er líffræðilegur tilgangur þess að konur fái fullnægingu? Í fyrra svarinu segir hún meðal annars: Við kynferðislegt áreiti koma fram tvær meginbreytingar á líkamsstarfsemi. Annars vegar safna...
Hvaða tilgangi þjónar serótónín í heilanum? Hverjar eru afleiðingarnar ef starfsemi þess er raskað?
Serótónín (e. serotonin), einnig nefnt 5-HT, er eitt af mörgum taugaboðefnum sem heilinn notar til boðskipta. Það tilheyrir svokölluðum mónóamínum (e. monoamines) ásamt adrenalíni (e. epinephrine), noradrenalíni (e. norepinephrine) og dópamíni (e. dopamine). Mónóamínin hafa öll svipaða efnafræðilega uppbyggingu. ...
Hvers vegna hnerrar maður?
Af hverju hnerrar maður, þegar horft er í sólina, eða annað sterkt ljós? (Tryggvi Agnarsson, Brynja Guðmundsdóttir, Axel B. Andrésson, Hjalti Pálsson, Albert Teitsson, Ingi Eggert og Ragnar Jónasson)Hvers vegna er ekki hægt að halda augunum opnum þegar maður hnerrar? (Iðunn Garðarsdóttir og Snorri Þór)Hnerri e...
Hvað gerir hjartað og hvað veldur hjartaáfalli?
Hér er einnig svar við spurningunni Hvað er hjartakveisa? Hjartað er fjögurra hólfa dæla. Tvö efri hólfin, svokallaðar gáttir eða forhólf, taka við blóðinu úr líkamanum. Sú hægri tekur við súrefnissnauðu blóði frá öllum vefjum líkamans og sú vinstri tekur við súrefnisríku blóði frá lungunum. Blóðið rennu...
Hvers vegna skelfur maður af kulda?
Hér er einnig svar við spurningunni:Af hverju titrar kjálkinn og glamrar í tönnunum þegar manni verður kalt?Eins og önnur spendýr hefur maðurinn jafnheitt blóð. Það þýðir að líkamshita hans er haldið við 37°C eða því sem næst og þar gegnir undirstúka heilans lykilhlutverki. Þar er hitastillistöð og undirstúkan fær...
Hvað er vitað um hraða sjónskynjunar?
Sjónskynjun er flókið fyrirbrigði sem er erfitt að meta og mæla. Vísindamenn innan lífeðlisfræði og sálarfræði hafa unnið mikið starf á þessu sviði en ljóst er að enn er margt óljóst um hvernig mynd er unnin úr umhverfi okkar, það er að segja því sem við sjáum. Mynd af því sem við horfum á er varpað á sjónhimnu...
Hvað er Krabbe-sjúkdómur og hvernig tengist hann mýli og taugaboðum?
Krabbe-sjúkdómurinn er nefndur eftir hálfíslenska taugalækninum Knud Haraldsen Krabbe. Þetta er arfgengur taugasjúkdómur sem herjar á mið- og úttaugakerfi. Algengast er að sjúkdómurinn komi fram fyrir sex mánaða aldur en það getur þó einnig gerst síðar á ævinni. Sjúkdómurinn tilheyrir flokki sjúkdóma sem kallast ...
Hvernig gengur að þróa lyf við Alzheimers-sjúkdómnum?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Óeðlilegar útfellingar prótína í heilanum er talið orsök Alzheimers. Verið er að þróa nýtt lyf, Aducanumab. Spurning mín er; á hvaða stigi eru þróun lyfsins, og/eða væntingar til þess? Í Alzheimers-sjúkdómi falla út óeðlileg prótín á milli taugafrumna, svokallað amyloid, og eru...
Eru guarana og koffein holl eða óholl? Hver er virki þátturinn í þeim og hver er efnafræðileg verkun þeirra á líkamann?
Koffein, eða öðru nafni trímetýlxantín, er í ýmsum plöntum í náttúrunni, svo sem kaffiplöntunni og guarana. Það er því koffein sem er hinn eiginlegi virki þáttur í guarana, en styrkur koffeins í hinum rauðu guaranaberjum er 7 sinnum meiri en í kaffibauninni. Koffein hefur örvandi áhrif á líkamann, það örvar með...
Hvað eru kronotropismi, inotropismi og dromotropismi í starfsemi hjartans?
Hjartað í okkur hefur innbyggðan gangráð sem myndar rafboð um það bil 100 sinnum á mínútu. Það gerir hjartanu mögulegt að starfa án utanaðkomandi áhrifa frá taugum eða hormónum. Þetta sést best ef hjarta er flutt úr einum einstaklingi í annan en þá þarf það að starfa án tengsla við taugakerfið þar sem enn er ekki ...
Hvernig sjá kettir?
Sjón katta er ákaflega vel þróuð. Kettir sjá í þrívídd líkt og við mennirnir en slík sjón er algeng hjá rándýrum því þau þurfa að meta fjarlægðir og afstöðu hluta í rúmi til dæmis þegar þau eru á veiðum. Rannsóknir á sjón katta bendir til þess að þeir séu frekar nærsýnir þannig að veiðidýr eða hlutur sem er nálægt...
Hvaða efni eru notuð til svæfingar fyrir aðgerð og gera það að verkum að maður verður tilfinningalaus?
Í nútíma svæfingalæknisfræði er notast við nokkra mismunandi lyfjaflokka til að gera skurðlæknum kleift að framkvæma skurðaðgerðir án sársauka. Innöndun á rokgjörnum svæfingalyfjum hefur verið notuð til svæfinga síðan um miðja nítjándu öld. Eter var fyrst notaður árið 1846 og var það fyrsta lyfið í flokki lyfj...