Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 132 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju er skarðið sem sumir hafa framan á hökunni kallað „pétursspor“?

Flestir kannast við að sumir hafa eins og skarð eða spor í höku. Þetta skarð er ýmis nefnt hökuskarð, pétursskarð eða pétursspor. Þrátt fyrir talsverða leit hefur ekki fundist sögn sem skýrir hvers vegna orðið pétursspor er kennt við Pétur, hugsanlega Pétur postula. Þó er rétt að nefna þá trú að sankti Pétur hafi ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um dýralífið í Namibíu?

Namibía er eitt þurrasta land í Afríku sunnan Sahara. Engu að síður er þar fjölbreytt vistkerfi, allt frá eyðimörkum til gresjusvæða og votlendis. Dýralíf í landinu ber að mörgu leyti svipmót dæmigerðrar fánu suðurhluta Afríku en þar finnast óvenju margar einlendar tegundir (e. endemic), það er tegundir sem finnas...

category-iconHagfræði

Hvað verður um afgang fjárlaga?

Þegar fjárlög eru afgreidd með afgangi, það er meiri tekjum ríkisins en útgjöldum, þá þýðir það einfaldlega að stefnt er að því að fjárhagsleg staða ríkisins batni á fjárlagaárinu. Það getur skilað sér í annaðhvort lægri skuldum eða að ríkið eignast meiri peningalegar eignir eða hvoru tveggja. Allur gangur er svo ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Geta ljón verið svört?

Svört afbrigði af stórköttum eru þekkt og er orsökin þá yfirleitt víkjandi gen. Svartir hlébarðar (Panthera pardus) eru best þekktu dæmin um svarta stórketti en einnig eru þekkt dökk afbrigði af tígrisdýrum (Panthera tigris). Ekki er vitað um mörg svört ljón (Panthera leo) en þó eru einhver tilfelli þekkt. Ti...

category-iconFélagsvísindi

Er til þjóðsaga um fiskinn ýsu?

Já, það eru til þjóðsögur um ýsuna. Í þjóðsagnasafni Jóns Árnasonar er til dæmis að finna sögu um samskipti fjandans og ýsunnar og ber ýsan enn merki þeirra: Einu sinni ætlaði fjandinn að veiða fisk úr sjó. Þreifaði hann þá fyrir sér og varð fyrir honum ýsa. Hann tók undir eyruggana og sér þar enn svarta bletti ...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvað er mafía og er hún til á Íslandi?

Mafía er orð yfir leynileg glæpasamtök sem eiga rætur að rekja til Sikileyjar á miðöldum. Hugsanlegt er talið að mafían hafi í fyrstu verið stofnuð til að vinna gegn erlendum yfirráðum á eyjunni. Um aldamótin 1900 barst mafían til Bandaríkjanna með ítölskum innflytjendum sem voru tengdir glæpasamtökunum. Ýmsar...

category-iconMálvísindi: almennt

Hvernig þýðir maður post-colonialism á íslensku?

Orðið colony þýðir á íslensku nýlenda og hugtakið colonialism kallast nýlendustefna. Það er notað um ásókn ríkja í nýlendur og aðferðir þeirra til að viðhalda völdum sínum þar. Í sögulegu samhengi á nýlendustefnan rætur að rekja til utanríkistefnu evrópskra ríkja í nýlendum í Asíu, Afríku og Suður-Ameríku frá og m...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju eru sumir svanir hvítir en aðrir svartir?

Svartur litur á svönum, sem og öðrum fuglum og spendýrum, stafar af litarefninu melanín í fjöðrunum. Alhvítir svanir eru án þessa litarefnis í fiðrinu. Svanir teljast til andaættarinnar, en til andfugla teljast kringum 150 tegundir sem eru flestar dökkar yfirlitum. Alls eru þekktar 6 tegundir núlifandi sva...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er hægt að búa til geislasverð?

Það eru að minnsta kosti tveir alvarlegir gallar á hugmyndinni um „geislasverð“ eins og hún birtist okkur í vísindaskáldskap og kvikmyndum, sem lýsandi massalaust skurðarblað með takmarkaðri lengd. Í fyrsta lagi þarf óhreinindi í loftinu til að gera ljósgeisla sýnilegan. Við skynjum geislann vegna ljóseinda sem dr...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur orðið hottintotti og hvað merkti það upprunalega?

Upprunalega spurningin var: Svo virðist sem (töku)orðið hottintotti sé þýskt að uppruna en hvernig er það komið til og hvað nákvæmlega þýðir það upprunalega? Orðið hottintotti er sennilega fengið að láni í íslensku úr dönsku hottentot sem aftur fékk það úr hollensku hotentot (sjá Ordbog over det danske spro...

category-iconHeimspeki

Eru hvítt og svart litir?

Segja má að svarið við þessu ráðist meðal annars af því hvort átt er við liti sem ljós úr ljósgjafa eða liti sem endurvarp ljóss, auk þess hvað átt er við með hugtakinu litur. Í svari Hauks Más Helgasonar og Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Hvers vegna eru grunnlitir listmálara gulur, rauður og blár en gr...

category-iconFélagsvísindi

Fyrir hverja og hvaða fjármagn gildir sú ákvörðun, þegar Seðlabanki Íslands tekur ákvörðun um vexti?

Seðlabanki Íslands framfylgir stefnu sinni í peningamálum einkum með því að hafa áhrif á vexti á því sem kallað er peningamarkaður. Nú skiptir mestu máli hvaða ávöxtunarkröfu bankinn gerir í svokölluðum endurhverfum viðskiptum við lánastofnanir, það er banka og sparisjóði. Með endurhverfum viðskiptum er átt við að...

category-iconFélagsvísindi

Hverjar eru heildartekjur allra Íslendinga á hverjum degi?

Á vef Hagstofu Íslands má nálgast öll þau gögn sem þarf til að reikna út svar við þessari spurningu og reyndar fjölmörgum öðrum. Nýjustu tölur um tekjur og atvinnuþátttöku Íslendinga eru frá árinu 2008. Þar kemur meðal annars fram að fjöldi starfandi einstaklinga var 178.600, þar af voru 140.600 í fullu starfi ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað ræður því hvernig ljós er á litinn? Hvers vegna sjáum við til dæmis ljós í sama lit hvort sem við erum í vatni eða í lofti?

Almennt er litur ljóss tengdur við öldulengd ljóssins. Þetta er ekki skýrasti kostur í stöðunni, eins og spurningin ber með sér, því öldulengd ljóssins breytist með hraða ljóssins, þegar það fer úr einu efni í annað. Öldulengdarbreytingin stjórnast af stærð \(n\) sem kallast brotstuðull efnis og er hlutfall hraða...

category-iconHugvísindi

Hver er saga krossgátunnar?

Fyrsta krossgátan var búin til af Arthur Wynne og birtist í bandaríska blaðinu New York World þann 21. desember 1913. Krossgáta Wynne var ólík því sem nú tíðkast, hún var tígullaga og hafði enga svarta reiti. Wynne var innflytjandi frá Bretlandi og hafði sem barn kynnst leik er nefnist orðaferningur (e. word squar...

Fleiri niðurstöður