Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Geta ljón verið svört?

Jón Már Halldórsson

Svört afbrigði af stórköttum eru þekkt og er orsökin þá yfirleitt víkjandi gen. Svartir hlébarðar (Panthera pardus) eru best þekktu dæmin um svarta stórketti en einnig eru þekkt dökk afbrigði af tígrisdýrum (Panthera tigris). Ekki er vitað um mörg svört ljón (Panthera leo) en þó eru einhver tilfelli þekkt.

Til dæmis er talið að svart ljón hafi sést í Persíu (nú Íran) og var það skráð af breska fornleifafræðinginum Sir Henry Layard (1817-1894). Hann sagði frá því í dagbókum sínum að ljónið hafi verið dökkbrúnt að lit með stórum svörtum skellum víða á skrokknum. Ljón eru nú útdauð í Íran og því er ekki hægt að sannreyna með erfðafræðilegum hætti hvort þarna var um víkjandi gen að ræða.



Ljón eru venjulega brún að lit, engar myndir fundust af svörtu ljóni.

Annað dæmi er ljón sem fæddist í dýragarði í Skotlandi árið 1975, en það var að hluta til svart. Dýrafræðingar telja að í því tilviki hafi dýrið verið með einhvern sjúkdóm frekar en það hafi verið melanískt, það er raunverulega svart afbrigði. Dýrið var þar að auki ófrjótt og eignaðist því ekki afkvæmi.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

26.10.2011

Spyrjandi

Jórunn Narcisa Gutierrez, f. 2001

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Geta ljón verið svört?“ Vísindavefurinn, 26. október 2011, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=60802.

Jón Már Halldórsson. (2011, 26. október). Geta ljón verið svört? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=60802

Jón Már Halldórsson. „Geta ljón verið svört?“ Vísindavefurinn. 26. okt. 2011. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=60802>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Geta ljón verið svört?
Svört afbrigði af stórköttum eru þekkt og er orsökin þá yfirleitt víkjandi gen. Svartir hlébarðar (Panthera pardus) eru best þekktu dæmin um svarta stórketti en einnig eru þekkt dökk afbrigði af tígrisdýrum (Panthera tigris). Ekki er vitað um mörg svört ljón (Panthera leo) en þó eru einhver tilfelli þekkt.

Til dæmis er talið að svart ljón hafi sést í Persíu (nú Íran) og var það skráð af breska fornleifafræðinginum Sir Henry Layard (1817-1894). Hann sagði frá því í dagbókum sínum að ljónið hafi verið dökkbrúnt að lit með stórum svörtum skellum víða á skrokknum. Ljón eru nú útdauð í Íran og því er ekki hægt að sannreyna með erfðafræðilegum hætti hvort þarna var um víkjandi gen að ræða.



Ljón eru venjulega brún að lit, engar myndir fundust af svörtu ljóni.

Annað dæmi er ljón sem fæddist í dýragarði í Skotlandi árið 1975, en það var að hluta til svart. Dýrafræðingar telja að í því tilviki hafi dýrið verið með einhvern sjúkdóm frekar en það hafi verið melanískt, það er raunverulega svart afbrigði. Dýrið var þar að auki ófrjótt og eignaðist því ekki afkvæmi.

Heimildir og mynd:

...