Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Flestir kannast við að sumir hafa eins og skarð eða spor í höku. Þetta skarð er ýmis nefnt hökuskarð, pétursskarð eða pétursspor. Þrátt fyrir talsverða leit hefur ekki fundist sögn sem skýrir hvers vegna orðið pétursspor er kennt við Pétur, hugsanlega Pétur postula. Þó er rétt að nefna þá trú að sankti Pétur hafi stigið á höku þess er hefur hökuskarð og skilið eftir sig spor.
Mörg orð eru kennd við Pétur, einkum orð tengd veiðum og lífríki sjávar, líklega vegna þess að Pétur var fiskimaður (Matt. 4:18). Sem dæmi má nefna að skeggþráður á höku þorsks heitir pétursangi eða pétursbeita, annað nafn á ýsunni er pétursfiskur, en það nafn er einnig notað á erlenda fisktegund, péturskóngur er kuðungstegund, pétursfæri er sérstök þangtegund og pétursskip eða pétursbudda er tómt egghylki skötutegundar (sjá grein um pétursskip). Þetta eru aðeins fá orð af mörgum.
Pétursspor hefur fleiri merkingar en þá sem þegar er nefnd. Það er notað um holu utanvert á hestsfæti ofan við hnéð, öðru nafni reiðspor eða smalaspor, og það er einnig notað um svarta blettinn aftan við eyrugga ýsunnar.
Við bendum einnig á svar við spurningunni Af hverju heita egg skötunnar Pétursskip? Mynd: MaryMaryQuiteContrary
Guðrún Kvaran. „Af hverju er skarðið sem sumir hafa framan á hökunni kallað „pétursspor“?“ Vísindavefurinn, 6. mars 2006, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5686.
Guðrún Kvaran. (2006, 6. mars). Af hverju er skarðið sem sumir hafa framan á hökunni kallað „pétursspor“? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5686
Guðrún Kvaran. „Af hverju er skarðið sem sumir hafa framan á hökunni kallað „pétursspor“?“ Vísindavefurinn. 6. mar. 2006. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5686>.