Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju heita egg skötunnar pétursskip?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Tindabikkjan sem er skötutegund gerir hylki utan um egg sín og ganga þau undir ýmsum nöfnum. Algengust eru pétursbudda og pétursskip en einnig eru þau nefnd pétursbörur, péturspungur og skötuskip. Orðabók Háskólans á dæmi um pétursskip og pétursbuddu frá síðari hluta 18. aldar en hin virðast öll yngri.

Nafnið er án efa sótt til Péturs postula eins og mörg önnur orð tengd veiðum og lífríki sjávar. Sem dæmi má nefna að skeggþráður á höku þorsks heitir pétursangi eða pétursbeita, annað nafn á ýsunni er pétursfiskur, péturskóngur er kuðungategund og pétursfæri er sérstök þangtegund. Þegar þýskir sjómenn halda til veiða eru þeir kvaddir með orðunum ,,heill Pétri" (,,Petri heil") en ekki ,,gangi þér vel" sem þykir ólánsmerki.

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

9.3.2000

Spyrjandi

Karl Sigurðsson

Efnisorð

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Af hverju heita egg skötunnar pétursskip?“ Vísindavefurinn, 9. mars 2000, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=211.

Guðrún Kvaran. (2000, 9. mars). Af hverju heita egg skötunnar pétursskip? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=211

Guðrún Kvaran. „Af hverju heita egg skötunnar pétursskip?“ Vísindavefurinn. 9. mar. 2000. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=211>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju heita egg skötunnar pétursskip?
Tindabikkjan sem er skötutegund gerir hylki utan um egg sín og ganga þau undir ýmsum nöfnum. Algengust eru pétursbudda og pétursskip en einnig eru þau nefnd pétursbörur, péturspungur og skötuskip. Orðabók Háskólans á dæmi um pétursskip og pétursbuddu frá síðari hluta 18. aldar en hin virðast öll yngri.

Nafnið er án efa sótt til Péturs postula eins og mörg önnur orð tengd veiðum og lífríki sjávar. Sem dæmi má nefna að skeggþráður á höku þorsks heitir pétursangi eða pétursbeita, annað nafn á ýsunni er pétursfiskur, péturskóngur er kuðungategund og pétursfæri er sérstök þangtegund. Þegar þýskir sjómenn halda til veiða eru þeir kvaddir með orðunum ,,heill Pétri" (,,Petri heil") en ekki ,,gangi þér vel" sem þykir ólánsmerki.

...