Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 171 svör fundust

category-iconLæknisfræði

Af hverju fær maður krabbamein og hver eru einkennin?

Krabbamein eru illkynja æxli sem myndast þegar stökkbreytingar verða í erfðaefni frumna og þær fara að skipta sér á óeðlilegan hátt. Í svari Helgu Ögmundsdóttur við spurningunni Koma fram æxli í öllum tegundum krabbameins? segir:Öll krabbamein einkennast af afbrigðilegri frumufjölgun og því að frumurnar hegða sér ...

category-iconVeðurfræði

Úr hvaða efni eru ský?

Skýin sem við sjáum á himninum eru einfaldlega safn örsmárra vatnsdropa. Þau myndast þegar vatnsgufa í andrúmsloftinu kólnar. Við það þéttist hún og skýin verða til. Þegar loft streymir upp á við lækkar bæði þrýstingur og hiti þess. Uppstreymi verður til dæmis þegar vindur lendir á fjöllum en þá þvingast loftið...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Af hverju fá strákar ekki eins brjóst og stelpur?

Fram að kynþroskaskeiðinu eru brjóst stelpna og stráka eins. Fyrir áhrif kvenkynhormóna í upphafi kynþroskaskeiðsins stækka brjóst stelpna en ekki stráka. Það er sem sagt skortur á kvenkynhormónum hjá drengjum sem kemur í veg fyrir að brjóst þeirra stækki. Brjóst karla hafa mjólkurkirtla eins og brjóst kvenna. ...

category-iconLæknisfræði

Hvernig fæðingarblettir valda krabbameini?

Sortuæxli eru illkynja æxli sem eiga uppruna sinn í litarfrumum húðarinnar. Þau geta myndast í fæðingarblettum sem fyrir eru eða komið í ljós sem nýir blettir. Flestir fæðingarblettir eru meinlausir en þó þróast þeir stundum í sortuæxli, einkum ef þeir eru mjög stórir og óreglulegir í lögun. Í svari Þurí...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Af hverju eru augun í fólki oft rauð á ljósmyndum?

Rauð augu á ljósmyndum stafa af því að leifturljós („flass“) myndavélarinnar endurspeglast frá augnbotninum. Við sjáum hluti þegar ljósið frá þeim berst augnbotnum okkar þar sem sérhæfðar frumur nema það og senda viðeigandi taugaboð upp í heila. Þessar frumur, sem nefnast keilur og stafir, eru viðkvæmar og þess...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvaða krabbar eru algengir í fjörum landsins?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Ég er að safna kröbbum og mig langar að vita á hverju þeir lifa. Ég fann þá undir steinum í fjörunni heima hjá mér.Af stórum tífættum kröbbum (decapoda) er algengast að rekast á bogkrabba (Carcinus menas) í fjörunni en einnig sjást þar trjónukrabbar (Hyas araneus) og kuðung...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Af hverju fær maður spik af nammi og óhollum mat?

Eins og lesa má um í svari Magnúsar Jóhannssonar við spurningunni Hvers vegna verða sumir feitir þótt þeir borði alveg eins mat og þeir grönnu? ákvarðast holdafar af jafnvæginu milli neyslu og bruna. Við innbyrðum daglega fæðu sem inniheldur ákveðinn fjölda hitaeininga og þessi orka er notuð til að reka áfram ýmis...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvenær verður vöðvi kjöt?

Samkvæmt Íslenskri orðabók (2002:1782) er orðið vöðvi notað um knippi af sérhæfðum vöðvafrumum sem geta dregist saman og slaknað til að hreyfa líkamann. Þetta á bæði við um menn og dýr. Kjöt er notað um hold, einkum vöðva. Ekki er mikill munur á notkun þessara tveggja orða. Við förum til dæmis út í búð til að ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvers vegna rignir þegar kaldir og heitir loftmassar mætast?

Það rignir ekki alltaf þegar kaldir og heitir loftmassar mætast. Aftur á móti gerist það mjög oft á Íslandi. Ástæðan er sú að hlýir loftmassar sem berast til Íslands koma að sjálfsögðu af hafi og draga til sín raka á leiðinni til landsins. Þegar hlýr og rakur loftmassinn mætir kaldari loftmassa er hann þvingaður t...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Á hvaða aldri má byrja að lyfta lóðum? Er hættulegt að byrja of snemma?

Lyftingar og áhrif þeirra á líkamsvöxt ungmenna vekja greinilega áhuga unglingsdrengja og hafa Vísindavefnum borist nokkrar spurningar um það efni. Þær eru eftirfarandi:Er hættulegt að byrja að lyfta áður en maður er búinn að ná fullum þroska? Ef svo er hversu hættulegt er það?Hvað þarf maður að vera orðinn gamall...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Hver er munurinn á risasvartholi og venjulegum svartholum?

Vangaveltur um tilvist svarthola ná aftur til 18. aldar en það var ekki fyrr en eftir miðja 20. öld að stjörnufræðingar byrjuðu að finna fyrstu vísbendingar um tilvist þeirra. Í dag eru ótal sönnunargögn fyrir tilvist svarthola sem hafa orðið eitt helsta viðfangsefni stjarnvísinda og kennilegrar eðlisfræði. En það...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er ekki hægt að tvöfalda lyftikraft flugvélavængs með því að tvöfalda flapa að framan?

Gert er ráð fyrir að spurt sé hvort tvöfalda megi lyftikraft flugvélarvængs með flöpum sem tvöfalda yfirborð vængjarins. Það ætti að vera mögulegt, en þó ekki hagkvæmasta leiðin. Búnaður til að auka lyftigetu vængja er gjarnan notaður þegar fljúga þarf flugvél á tiltölulega lágum hraða, einkum við flugtak eða l...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Af hverju er fólk loðið undir höndunum?

Á kynþroskaskeiði verða miklar breytingar á líkömum bæði pilta og stúlkna. Brjóst og mjaðmir stúlkna stækka og þær byrja á blæðingum, röddin dýpkar hjá báðum kynjum, þó meira hjá piltum en stúlkum, kynfæri þroskast og piltar fara að geta fengið sáðlát, og líkaminn stækkar hratt. Bæði kyn fá einnig hár á ýmsa s...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvernig er hægt að hlaupa hraðar?

Hlaupahraði er að miklu leyti meðfæddur og því mætti segja að auðveldasta leiðin til þess að verða fljótari sé að velja sér aðra foreldra! Í mannslíkamanum eru tvær aðaltegundir vöðvafruma, hraðar og hægar. Hraðar vöðvafrumur geta dregist hratt saman eins og nafnið bendir til og því eru einstaklingar sem fæðast...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju er oft lítið ljós á söfnum, þola fornleifar ekki mikið ljós?

Ljós og rakabreytingar eru meðal þeirra umhverfisþátta sem geta valdið skemmdum á safnkosti. Þar á meðal eru ýmsar litabreytingar af völdum ljóss: gripir geta upplitast, dökknað eða gulnað. Hiti frá ljósi getur einnig valdið ofþornun og stökknun ýmissa efna. Gripir sem eru sérstaklega viðkvæmir fyrir ljósskemmdum ...

Fleiri niðurstöður