Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Skýin sem við sjáum á himninum eru einfaldlega safn örsmárra vatnsdropa. Þau myndast þegar vatnsgufa í andrúmsloftinu kólnar. Við það þéttist hún og skýin verða til.
Þegar loft streymir upp á við lækkar bæði þrýstingur og hiti þess. Uppstreymi verður til dæmis þegar vindur lendir á fjöllum en þá þvingast loftið upp á við. Þegar það gerist kólnar loftið, vatnsgufan þéttist og ský myndast.
En skýin eru ekki bara á himninum. Stundum eru þau alveg við jörðina og þá köllum við þau þoku. Þokan tengist auðvitað ekki uppstreymi heldur oftast kólnun vegna snertingar loftsins við kalt yfirborð jarðarinnar, til dæmis á fjöllum.
Tilviljanakenndar hreyfingar skýjadropanna leiða stundum til þess að þeir rekast hver á annan. Við það fækkar dropunum og þeir stækka. Þegar þeir eru orðnir nógu stórir falla þeir loks til jarðar, annað hvort sem rigning eða snjókoma.
Frekara lesefni:
Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.