Sólin Sólin Rís 09:02 • sest 18:22 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:03 • Síðdegis: 24:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:58 • Síðdegis: 18:08 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:02 • sest 18:22 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:03 • Síðdegis: 24:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:58 • Síðdegis: 18:08 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hafði kalda stríðið einhver áhrif á útfærslu landhelgi á Íslandi?

Sverrir Steinsson

Stutta svarið við spurningunni er einfaldlega já.

Útfærsla landhelginnar átti sér aðallega stað í þremur þorskastríðum um og eftir miðja 20. öld, þar sem Bretar voru aðalandstæðingar Íslendinga.[1] Sigur smáríkis í deilu þar sem valdbeiting á sér stað er yfirleitt ólíkleg niðurstaða. Það sem gerði Íslandi kleift að sigra má að mörgu leyti rekja til kalda stríðsins. Í stuttu máli þá styrkti kalda stríðið stöðu Íslendinga á alþjóðavettvangi og það notfærðu þeir sér í deilu sinni við Breta. Til þess að ná sínu fram í þorskastríðunum hótuðu Íslendingar aðallega tvennu: að slíta varnarsamningi við Bandaríkin eða yfirgefa Atlantshafsbandalagið. Þetta vildu Atlantshafsbandalagsríkin, sér í lagi Bandaríkin, forðast eins og heitan eldinn. Vegna staðsetningar sinnar í Norður-Atlantshafinu, á svokölluðu GIUK-hliði (e. Greenland-Iceland-United Kingdom gap), var Ísland nefnilega afar mikilvægur bandamaður Bandaríkjanna.

Deila Íslendinga við Breta um útfærslu landhelginnar er dæmi um samninga undir svonefndum þvinguðum aðstæðum (e. coercive bargaining[2]), en þar beita ríki valdi gegn hvort öðru til að ná sínu fram í milliríkjadeilu. Íslendingar vildu stækka eigin landhelgi með samkomulagi við önnur ríki. Slíkir samningar náðust hins vegar ekki því viðsemjendur neituðu að gefa eftir. Íslensk stjórnvöld ákváðu þess vegna ítrekað að stækka landhelgina án samkomulags við önnur ríki og meina erlendum fiskiskipum með valdi að veiða á ágreiningssvæðinu. Ríki sem áttu hagsmuna að gæta á aflamiðum við Ísland, svöruðu með því að virða að vettugi útfærslu landhelginnar. Bretar beittu einnig valdi, fyrst löndunarbanni á íslenskan fisk og síðan sendu þeir herskip inn á ágreiningssvæðið til að vernda breska veiðiflotann. Bæði Ísland og Bretland beittu þess vegna valdi til þess að fá hinn aðilann til að gefa eftir.

Íslensk stjórnvöld ákváðu ítrekað að stækka landhelgina án samkomulags við önnur ríki og meina erlendum fiskiskipum með valdi að veiða á ágreiningssvæðinu. Bretar beittu einnig valdi, sendu m.a. herskip inn á ágreiningssvæðið til að vernda breska veiðiflotann. Myndin sýnir árekstur varðskipsins Óðins og breska herskipsins HMS Scylla.

Þegar fræðimenn í öryggisfræðum reyna að útskýra niðurstöður í milliríkjadeilu þar sem valdbeitingu er hótað, leggja þeir oft áherslu á tvö atriði: (1) trúverðugleika hótana[3] og (2) þann kostnað[4] sem annar aðilinn[5] hótar að leggja á hinn aðilann.[6] Þessi tvö atriði útskýra hvernig kalda stríðið stuðlaði að sigri Íslands í þorskastríðinu. Ísland vann deiluna vegna (1) trúverðugleika íslenskra hótana og (2) þess háa kostnaðar sem Ísland hefði getað lagt á önnur aðildarríki Atlantshafsbandalagsins ef Ísland hefði framfylgt hótunum sínum. Ef hótanir íslenskra stjórnmálamanna um að ganga úr NATO og slíta varnarsamningi Íslands við Bandaríkin hefðu talist ótrúverðugar hefði árangur Íslands í deilunum verið ólíklegri. Með sama hætti má ætla að ef Íslandi hefði ekki hótað að valda skaða á einhverju sem skipti Bandaríkin og Atlantshafsbandalagið miklu máli, hefði árangurinn verið lítill.

Það sem gaf íslensku hótununum trúðverðugleika, þrátt fyrir að flestir íslenskir ráðamenn vildu ekki framfylgja þeim, er að í átökunum við Breta efldist þjóðernishyggja á Íslandi og andúð á Bretum, Bandaríkjunum og Atlantshafsbandalagi óx. Það gerði íslenskum ráðamönnum erfitt að gefa eftir. Bandaríkin og Atlantshafsbandalagsríki þrýstu að lokum á Breta að láta undan kröfum Íslands, vegna þess að þau töldu að Íslendingum væri alvara og óttuðust að þeir myndu raunverulega segja sig úr NATO eða rifta varnarsamningnum.

Vegna kalda stríðsins gátu Íslendingar sýnt fram á mikinn skaða Bandaríkjanna, Atlantshafsbandalagsins og Bretlands, ef ríkin hunsuðu kröfur Íslendinga. Það er ólíklegt að Ísland hefði náð sínu fram ef kalda stríðið hefði ekki átt sér stað. Það mætti til dæmis setja upp hliðstæðu: Ef þorskastríðin hefðu átt sér stað eftir að kalda stríðinu lauk, er ólíklegt að Ísland hefði getað beitt sama valdi og það gat þegar kalda stríðið stóð yfir. Ísland var hernaðarlega mikilvægt á þessum tíma en mun síður eftir lok stríðsins. Ef Ísland hefði hótað að yfirgefa NATO og reka bandarískt herlið úr landi upp úr 1990 er ólíklegt að Bandaríkin og önnur bandalagsríki NATO myndu telja það mjög kostnaðarsamt.

Tilvísanir:
  1. ^ Þorskastríðin eru yfirleitt talin vera þrjú og fóru fram árin 1958-1961, 1972-1973 og 1975-1976. Á árunum 1952-1956 fór einnig fram mikilvæg deila sem leiddi til útfærslu landhelginnar úr þremur mílum í fjórar. Valdi var einnig beitt í þeirri deilu og því mætti telja hana fyrsta þorskastríðið og stríðin öll þá fjögur talsins.
  2. ^ Arms and Influence on JSTOR. (Sótt 12.02.2025).
  3. ^ Redefining the Debate Over Reputation and Credibility in International Security - World Politics - Cambridge Core. (Sótt 12.02.2025).
  4. ^ What Makes Deterrence Work? Cases from 1900 to 1980 on JSTOR. (Sótt 12.02.2025).
  5. ^ Coercion: The Power to Hurt in International Politics - Google Bókaleit. (Sótt 12.02.2025).
  6. ^ Bombing to Win: Air Power and Coercion in War on JSTOR. (Sótt 12.02.2025).

Ítarefni:
  • Steinsson, Sverrir (2016). “The Cod Wars: a re-analysis.” European Security 25(2):256–275.
  • Sverrir Steinsson (2017). “Neoclassical Realism in the North Atlantic: Explaining Behaviors and Outcomes in the Cod Wars.” Foreign Policy Analysis 13(3): 599–617.
  • Sverrir Steinsson (2017). “Do liberal ties pacify? A study of the Cod Wars.” Cooperation and Conflict 53(3): 339–355.
  • Guðni Th. Jóhannesson (2006). Þorskastríðin þrjú saga landhelgismálsins 1948-1976. Hafréttarstofnun Íslands.
  • Guðni Th. Jóhannesson (2007). Troubled Waters: Cod War, Fishing Disputes, and Britain's Fight for the Freedom of the High Seas, 1948-1964. North Atlantic Fisheries History Association.
  • Guðmundur J. Guðmundsson (2006). “The Cod and the Cold War.” Scandinavian Journal of History 31(2): 97–118.
  • Valur Ingimundarson (1996). Í eldlínu kalda stríðsins. Vaka Helgafell.
  • Valur Ingimundarson (2002). Uppgjör við umheiminn. Vaka Helgafell.

Myndir:

Öll spurningin hljóðaði svona:

Geturðu sagt mér hvort og þá hvernig kalda stríðið spilaði inn í baráttu Íslendinga um útfærslu landhelginnar við Breta?

Höfundur

Sverrir Steinsson

lektor við Háskólann í Toronto

Útgáfudagur

19.2.2025

Spyrjandi

Haukur Jóhannsson

Tilvísun

Sverrir Steinsson. „Hafði kalda stríðið einhver áhrif á útfærslu landhelgi á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 19. febrúar 2025, sótt 21. febrúar 2025, https://visindavefur.is/svar.php?id=17514.

Sverrir Steinsson. (2025, 19. febrúar). Hafði kalda stríðið einhver áhrif á útfærslu landhelgi á Íslandi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=17514

Sverrir Steinsson. „Hafði kalda stríðið einhver áhrif á útfærslu landhelgi á Íslandi?“ Vísindavefurinn. 19. feb. 2025. Vefsíða. 21. feb. 2025. <https://visindavefur.is/svar.php?id=17514>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hafði kalda stríðið einhver áhrif á útfærslu landhelgi á Íslandi?
Stutta svarið við spurningunni er einfaldlega já.

Útfærsla landhelginnar átti sér aðallega stað í þremur þorskastríðum um og eftir miðja 20. öld, þar sem Bretar voru aðalandstæðingar Íslendinga.[1] Sigur smáríkis í deilu þar sem valdbeiting á sér stað er yfirleitt ólíkleg niðurstaða. Það sem gerði Íslandi kleift að sigra má að mörgu leyti rekja til kalda stríðsins. Í stuttu máli þá styrkti kalda stríðið stöðu Íslendinga á alþjóðavettvangi og það notfærðu þeir sér í deilu sinni við Breta. Til þess að ná sínu fram í þorskastríðunum hótuðu Íslendingar aðallega tvennu: að slíta varnarsamningi við Bandaríkin eða yfirgefa Atlantshafsbandalagið. Þetta vildu Atlantshafsbandalagsríkin, sér í lagi Bandaríkin, forðast eins og heitan eldinn. Vegna staðsetningar sinnar í Norður-Atlantshafinu, á svokölluðu GIUK-hliði (e. Greenland-Iceland-United Kingdom gap), var Ísland nefnilega afar mikilvægur bandamaður Bandaríkjanna.

Deila Íslendinga við Breta um útfærslu landhelginnar er dæmi um samninga undir svonefndum þvinguðum aðstæðum (e. coercive bargaining[2]), en þar beita ríki valdi gegn hvort öðru til að ná sínu fram í milliríkjadeilu. Íslendingar vildu stækka eigin landhelgi með samkomulagi við önnur ríki. Slíkir samningar náðust hins vegar ekki því viðsemjendur neituðu að gefa eftir. Íslensk stjórnvöld ákváðu þess vegna ítrekað að stækka landhelgina án samkomulags við önnur ríki og meina erlendum fiskiskipum með valdi að veiða á ágreiningssvæðinu. Ríki sem áttu hagsmuna að gæta á aflamiðum við Ísland, svöruðu með því að virða að vettugi útfærslu landhelginnar. Bretar beittu einnig valdi, fyrst löndunarbanni á íslenskan fisk og síðan sendu þeir herskip inn á ágreiningssvæðið til að vernda breska veiðiflotann. Bæði Ísland og Bretland beittu þess vegna valdi til þess að fá hinn aðilann til að gefa eftir.

Íslensk stjórnvöld ákváðu ítrekað að stækka landhelgina án samkomulags við önnur ríki og meina erlendum fiskiskipum með valdi að veiða á ágreiningssvæðinu. Bretar beittu einnig valdi, sendu m.a. herskip inn á ágreiningssvæðið til að vernda breska veiðiflotann. Myndin sýnir árekstur varðskipsins Óðins og breska herskipsins HMS Scylla.

Þegar fræðimenn í öryggisfræðum reyna að útskýra niðurstöður í milliríkjadeilu þar sem valdbeitingu er hótað, leggja þeir oft áherslu á tvö atriði: (1) trúverðugleika hótana[3] og (2) þann kostnað[4] sem annar aðilinn[5] hótar að leggja á hinn aðilann.[6] Þessi tvö atriði útskýra hvernig kalda stríðið stuðlaði að sigri Íslands í þorskastríðinu. Ísland vann deiluna vegna (1) trúverðugleika íslenskra hótana og (2) þess háa kostnaðar sem Ísland hefði getað lagt á önnur aðildarríki Atlantshafsbandalagsins ef Ísland hefði framfylgt hótunum sínum. Ef hótanir íslenskra stjórnmálamanna um að ganga úr NATO og slíta varnarsamningi Íslands við Bandaríkin hefðu talist ótrúverðugar hefði árangur Íslands í deilunum verið ólíklegri. Með sama hætti má ætla að ef Íslandi hefði ekki hótað að valda skaða á einhverju sem skipti Bandaríkin og Atlantshafsbandalagið miklu máli, hefði árangurinn verið lítill.

Það sem gaf íslensku hótununum trúðverðugleika, þrátt fyrir að flestir íslenskir ráðamenn vildu ekki framfylgja þeim, er að í átökunum við Breta efldist þjóðernishyggja á Íslandi og andúð á Bretum, Bandaríkjunum og Atlantshafsbandalagi óx. Það gerði íslenskum ráðamönnum erfitt að gefa eftir. Bandaríkin og Atlantshafsbandalagsríki þrýstu að lokum á Breta að láta undan kröfum Íslands, vegna þess að þau töldu að Íslendingum væri alvara og óttuðust að þeir myndu raunverulega segja sig úr NATO eða rifta varnarsamningnum.

Vegna kalda stríðsins gátu Íslendingar sýnt fram á mikinn skaða Bandaríkjanna, Atlantshafsbandalagsins og Bretlands, ef ríkin hunsuðu kröfur Íslendinga. Það er ólíklegt að Ísland hefði náð sínu fram ef kalda stríðið hefði ekki átt sér stað. Það mætti til dæmis setja upp hliðstæðu: Ef þorskastríðin hefðu átt sér stað eftir að kalda stríðinu lauk, er ólíklegt að Ísland hefði getað beitt sama valdi og það gat þegar kalda stríðið stóð yfir. Ísland var hernaðarlega mikilvægt á þessum tíma en mun síður eftir lok stríðsins. Ef Ísland hefði hótað að yfirgefa NATO og reka bandarískt herlið úr landi upp úr 1990 er ólíklegt að Bandaríkin og önnur bandalagsríki NATO myndu telja það mjög kostnaðarsamt.

Tilvísanir:
  1. ^ Þorskastríðin eru yfirleitt talin vera þrjú og fóru fram árin 1958-1961, 1972-1973 og 1975-1976. Á árunum 1952-1956 fór einnig fram mikilvæg deila sem leiddi til útfærslu landhelginnar úr þremur mílum í fjórar. Valdi var einnig beitt í þeirri deilu og því mætti telja hana fyrsta þorskastríðið og stríðin öll þá fjögur talsins.
  2. ^ Arms and Influence on JSTOR. (Sótt 12.02.2025).
  3. ^ Redefining the Debate Over Reputation and Credibility in International Security - World Politics - Cambridge Core. (Sótt 12.02.2025).
  4. ^ What Makes Deterrence Work? Cases from 1900 to 1980 on JSTOR. (Sótt 12.02.2025).
  5. ^ Coercion: The Power to Hurt in International Politics - Google Bókaleit. (Sótt 12.02.2025).
  6. ^ Bombing to Win: Air Power and Coercion in War on JSTOR. (Sótt 12.02.2025).

Ítarefni:
  • Steinsson, Sverrir (2016). “The Cod Wars: a re-analysis.” European Security 25(2):256–275.
  • Sverrir Steinsson (2017). “Neoclassical Realism in the North Atlantic: Explaining Behaviors and Outcomes in the Cod Wars.” Foreign Policy Analysis 13(3): 599–617.
  • Sverrir Steinsson (2017). “Do liberal ties pacify? A study of the Cod Wars.” Cooperation and Conflict 53(3): 339–355.
  • Guðni Th. Jóhannesson (2006). Þorskastríðin þrjú saga landhelgismálsins 1948-1976. Hafréttarstofnun Íslands.
  • Guðni Th. Jóhannesson (2007). Troubled Waters: Cod War, Fishing Disputes, and Britain's Fight for the Freedom of the High Seas, 1948-1964. North Atlantic Fisheries History Association.
  • Guðmundur J. Guðmundsson (2006). “The Cod and the Cold War.” Scandinavian Journal of History 31(2): 97–118.
  • Valur Ingimundarson (1996). Í eldlínu kalda stríðsins. Vaka Helgafell.
  • Valur Ingimundarson (2002). Uppgjör við umheiminn. Vaka Helgafell.

Myndir:

Öll spurningin hljóðaði svona:

Geturðu sagt mér hvort og þá hvernig kalda stríðið spilaði inn í baráttu Íslendinga um útfærslu landhelginnar við Breta?
...