Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju fá strákar ekki eins brjóst og stelpur?

JGÞ

Fram að kynþroskaskeiðinu eru brjóst stelpna og stráka eins. Fyrir áhrif kvenkynhormóna í upphafi kynþroskaskeiðsins stækka brjóst stelpna en ekki stráka. Það er sem sagt skortur á kvenkynhormónum hjá drengjum sem kemur í veg fyrir að brjóst þeirra stækki.

Brjóst karla hafa mjólkurkirtla eins og brjóst kvenna. Mjólkurkirtlar karlmanna þroskast hins vegar ekki undir eðlilegum kringumstæðun, en það gerist hjá konum á meðgöngu. Þó eru til dæmi um það að brjóst hjá karlmönnum þroskist og einnig geta karlmenn myndað mjólk, til dæmis vegna aukaverkana ákveðinna lyfja, vegna mikillar streitu eða vegna kvilla í innkirtlum.

Fyrsti vísirinn að geirvörtum myndast áður en fóstur í móðurkviði ber þess merki hvort það er karl- eða kvenkyns. Vegna hormónaáhrifa frá móður getur stundum komið mjólk úr geirvörtum nýbura og skiptir þá engu máli hvort um stúlku eða dreng er að ræða.

Heimildir, mynd og frekara lesefni á Vísindavefnum:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Útgáfudagur

1.4.2011

Spyrjandi

Kristín, Þórdís og Ragnheiður, f. 1997

Tilvísun

JGÞ. „Af hverju fá strákar ekki eins brjóst og stelpur?“ Vísindavefurinn, 1. apríl 2011, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=59171.

JGÞ. (2011, 1. apríl). Af hverju fá strákar ekki eins brjóst og stelpur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=59171

JGÞ. „Af hverju fá strákar ekki eins brjóst og stelpur?“ Vísindavefurinn. 1. apr. 2011. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=59171>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju fá strákar ekki eins brjóst og stelpur?
Fram að kynþroskaskeiðinu eru brjóst stelpna og stráka eins. Fyrir áhrif kvenkynhormóna í upphafi kynþroskaskeiðsins stækka brjóst stelpna en ekki stráka. Það er sem sagt skortur á kvenkynhormónum hjá drengjum sem kemur í veg fyrir að brjóst þeirra stækki.

Brjóst karla hafa mjólkurkirtla eins og brjóst kvenna. Mjólkurkirtlar karlmanna þroskast hins vegar ekki undir eðlilegum kringumstæðun, en það gerist hjá konum á meðgöngu. Þó eru til dæmi um það að brjóst hjá karlmönnum þroskist og einnig geta karlmenn myndað mjólk, til dæmis vegna aukaverkana ákveðinna lyfja, vegna mikillar streitu eða vegna kvilla í innkirtlum.

Fyrsti vísirinn að geirvörtum myndast áður en fóstur í móðurkviði ber þess merki hvort það er karl- eða kvenkyns. Vegna hormónaáhrifa frá móður getur stundum komið mjólk úr geirvörtum nýbura og skiptir þá engu máli hvort um stúlku eða dreng er að ræða.

Heimildir, mynd og frekara lesefni á Vísindavefnum:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur. ...