Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 177 svör fundust

category-iconLæknisfræði

Hvers vegna myndast magasár?

Hér er einnig svar við spurningunni: Hvaðan kemur bakterían sem veldur magasári, er hún í matinum okkar eða fæðumst við með hana? Magasár er oft notað sem samheiti yfir svonefnd ætisár í maga og skeifugörn. Ætisár eru býsna algeng, en áætlað er að einn af hverjum 100 einstaklingum fái ætisár á lífsleiðinni. ...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað er nóróveira?

Hugtakið nóróveirur er notað sem samheiti yfir nokkrar gerðir af skyldum veirum sem valda iðrasýkingum í mönnum. Þessar veirur hafa einnig verið kallaðar Norwalk-veirur. Nóróveira greindist fyrst eftir að hafa valdið faraldri iðrasýkinga í skóla í Norwalk í Ohio í Bandaríkjunum árið 1968. Í kjölfar þessa greindust...

category-iconLæknisfræði

Hvað er lekandi og hvernig er hægt að lækna hann?

Lekandi er kynsjúkdómur sem orsakast af bakteríunni Neisseria gonorroheae. Bakterían getur sest að í kynfærum, þvagrás, endaþarmi eða hálsi. Hægt er að smitast af lekanda við samfarir, endaþarmsmök og munnmök. Þeir sem smitast af lekanda verða yfirleitt varir við breytingu á lit og lykt á útferð úr leggöngum eð...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvers vegna eru leðurblökur svona miklir smitberar?

Nýjir smitsjúkdómar sem reglulega koma fram í mönnum orsakast flestir af veirum sem berast úr dýrum í menn. Slíkar veirur hafa sérstakt fræðiheiti og kallast súnuveirur (e. zoonotic viruses). Mesta hættan á súnuveirusmiti er talin vera frá leðurblökum, þar á eftir koma prímatar, hófdýr og síðan nagdýr.[1] Nokkr...

category-iconLæknisfræði

Er alveg öruggt að vöðvar af skepnu með riðu séu ekki sýktir? Geta menn borið sjúkdóminn sín á milli?

Hér er einnig að finna svar við spurningunni Er mögulegt að Creutzfeldt-Jakob sjúkdómurinn gæti leynst í nautgripasæðinu sem flytja á inn frá Noregi? frá sama spyrjanda.Þótt margt sé á huldu um smitandi riðusjúkdóma er nokkuð vitað um smitleiðir þeirra. Hefur sú vitneskja dugað til þess að hægt sé að hefta útbreið...

category-iconLæknisfræði

Hvað eru frauðvörtur?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:Hvað eru frauðvörtur, hvers vegna koma þær og hvernig er hægt að losna við þær? Frauðvörtur (molluscum contagiosum) eru litlar bólur eða vörtur. Þær eru oft glansandi og inni í þeim er hvítur massi. Frauðvörtur orsakast af veirunni Molluscum contagiosum virus (MCV) sem smitas...

category-iconLæknisfræði

Hvernig getur klamydía smitast?

Klamydíusýking orsakast af bakteríunni Chlamydia trachomatis. Þessi baktería getur sýkt bæði kynfæri og augu. Á tímabili jókst tíðni sjúkdómsins töluvert og vitað er að þúsundir einstaklinga hafa smitast hérlendis á undanförnum árum. Hins vegar virðist sem dregið hafi úr fjölda nýrra tilfella á allra síðustu árum....

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað er svínainflúensa?

Svínainflúensa er bráð sýking í öndunarvegum svína af völdum inflúensu A-veiru. Dánartíðnin er lág í svínum og þau ná sér venjulega á 7–10 dögum frá upphafi veikinda. Þessar veirur er einnig að finna í villtum fuglum, fiðurfé, hestum og mönnum. Svínainflúensa berst afar sjaldan milli dýrategunda. Fram til þessa ha...

category-iconLæknisfræði

Af hverju stafar gin- og klaufaveiki og hvað gerir hún dýrunum?

Hér er einnig svarað skyldum spurningum frá ýmsum spyrjendum. Gin- og klaufaveiki hefur valdið gífurlegu tjóni víða um heim öldum saman og nú geisar hún um Bretlandseyjar og víðar. Í sumum löndum er veikin staðbundin. Þaðan getur hún borist öðru hverju og hleypt af stað nýjum faraldri en takist að he...

category-iconLæknisfræði

Hvað er malaría og hvernig smitast hún?

Hér er einnig svarað spurningunum:Hvernig smitast malaría og hvaða afleiðingar hefur hún?Er búið að finna bóluefni eða lækningu við malaríu? Er hægt að lækna malaríu? Í hverju felst meðferðin? Malaría er algengur sjúkdómur í heittempruðum löndum og hitabeltislöndum. Samkvæmt upplýsingum frá Alþjóðaheilbrigði...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Eru veirur algengari í leðurblökum en öðrum dýrum?

Leðurblökur (Chiroptera) er annar tegundaauðugasti ættbálkur spendýra. Rúmlega 1.200 leðurblökutegundir eru þekktar og er það um 20% af öllum spendýrategundum. Aðeins ættbálkur nagdýra (Rodentia) er fjölmennari. Þar finnast um 2.300 tegundir sem eru um 40% þekktra spendýrategunda. Flest bendir til þess að veirur s...

category-iconLæknisfræði

Af hverju koma flensufaraldrar alltaf upp á svipuðum tíma árlega?

Á hverjum vetri gengur inflúensan yfir norðurhvel jarðar á tímabilinu október til mars og hún stendur yfirleitt yfir í 2–3 mánuði. Sambærilegur faraldur gengur síðan yfir suðurhvel jarðar á tímabilinu júní til október. Þetta tengist í báðum tilvikum kólnandi veðurfari og öðru sem því fylgir. Í þungum faraldri eyks...

category-iconLæknisfræði

Getur geislavirkni „smitast“ á milli manna?

Hugtakið smit er meðal annars notað um það þegar sýklar berast frá einum einstaklingi til annars. Smitið getur borist með beinni snertingu, andrúmslofti eða hlutum. Þessa orðanotkun er vel hægt að heimfæra upp á geislavirkni sem getur hæglega borist manna á milli. Orðið geislavirkni vísar annars vegar til geisl...

category-iconLæknisfræði

Hvað er taugaveiki?

Hér er einnig svarað spurningunum: Hvernig lýsir taugaveiki sér og hvert er enska og latneska heitið yfir sjúkdóminn? Ég er eð leita að upplýsingum um taugaveiki. Hvaðan hún kemur og hvernig hún hefur áhrif á líkamann? Taugaveiki eða typhoid fever eins og hún kallast á ensku, smitast með bakteríu sem heiti...

category-iconLæknisfræði

Hvað er hermannaveiki?

Hermannaveiki orsakast af bakteríu sem kallast Legionella pneumophila. Sýking af völdum þessarar bakteríu greindist fyrst eftir ráðstefnu gamalla bandarískra hermanna sem haldin var á hóteli í Fíladelfíu árið 1976. Hátt í 200 manns veiktust og margir dóu. Við krufningu fannst bakterían í sýni frá lungum. Nú eru þe...

Fleiri niðurstöður