Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 70 svör fundust
Hvað hefur vísindamaðurinn Sigrún Gunnarsdóttir rannsakað?
Rannsóknarsvið Sigrúnar Gunnarsdóttur snýr að velferð starfsfólks með áherslu á starfsumhverfi, samskipti, stjórnun og forystu. Sigrún er hjúkrunarfræðingur og starfaði fyrst í heilsugæslu og síðar hjá heilbrigðisráðuneyti og landlæknisembætti sem verkefnisstjóri heilsueflingar. Í framhaldi af starfi á vettvangi h...
Hvaða rannsóknir hefur Kristján Jóhann Jónsson stundað?
Rannsóknir Kristjáns Jóhanns eru fyrst og fremst á sviði íslenskra bókmennta og bókmenntakennslu. Doktorsritgerð Kristjáns fjallaði um rómantíska tímabilið og Grím Thomsen. Fræðistörf Kristjáns eru aðallega á sviði bókmennta fyrri alda, það er 1350-1900, og íslenskukennslu. Kristján skrifaði bækurnar Lykilinn að N...
Hvaða rannsóknir hefur Hanna Óladóttir stundað?
Hanna Óladóttir er aðjúnkt í íslensku við Menntavísindasvið Háskóla Íslands og lauk doktorsprófi í málfræði frá Hugvísindasviði Háskóla Íslands 2017. Rannsóknir hennar eru á sviði félagsmálfræði og hafa snúist um viðhorf fólks til íslensku. Í upphafi beindi hún sjónum að viðhorfi Íslendinga til enskra áhrifa á mál...
Hvað er málþroskaröskun?
Einstaklingar greinast með málþroskaröskun (e. developmental language disorder, DLD) ef þeir eiga í erfiðleikum með að tileinka sér eigið tungumál án þekktra orsaka. Röskunin nær bæði til málskilnings og máltjáningar. Ef frávik í máli koma fram vegna þekktra orsaka eins og einhverfu eða greindarskerðingar er talað...
Hver er uppruni þess að skrifa —''— til að tákna það sama og ofar er ritað?
Í skrift er algengt að tákna endurtekningu með því að skrifa eitthvað sem líkist tveimur kommum, gæsalöppum eða jafnvel lágum l-um í röð í línu undir því sem er endurtekið. Þetta er meðal annars gert til að flýta fyrir ritun, forðast stagl og tvítekningu en einnig sést með slíkri táknun í sviphendingu að eitthvað ...
Falla ritreglur undir málfræði?
Hugtakið ritreglur er tengt stafsetningu og greinarmerkjasetningu og merkir reglur um þær. Í mörgum samfélögum er stafsetning stöðluð eða jafnvel opinber. Það á til mynda við um íslensku. Núverandi reglur um ritun hennar eru ritreglur Íslenskrar málnefndar. Samkvæmt nútímaskilgreiningu á hugtakinu málfræði sem...
Hver var Émile Zola og hvert var framlag hans til bókmenntanna?
Franski rithöfundurinn Émile Zola fæddist í París árið 1840. Móðir hans var frönsk og faðir hans var byggingarverkfræðingur af ítölskum ættum. Zola eyddi bernskuárunum í borginni Aix–en–Provence í suðurhluta Frakklands. Þar vann faðir hans að vatnsveitumálum og við stífluhönnun en vatn var af skorn...
Báru lögsögumenn á Alþingi til forna einhvern hlut sem merki um stöðu sína? Líkt og biskupar báru bagal?
Ekki er til þess vitað að lögsögumenn hafi borið einhver tákn um stöðu sína. Ekkert kemur fram um það í fornum heimildum og enginn slíkur hlutur hefur fundist, hvorki í fornleifauppgreftri né á annan máta. Bagall Páls Jónssonar biskups. Smellið til að sjá stærri mynd. Hér á landi hafa hins vegar fundist mjög ga...
Hvað getið þið sagt mér um rithöfundinn Jules Verne?
Jules Verne var franskur rithöfundur sem fæddist þann 8.mars árið 1828. Hann er þekktastur fyrir vísindaskáldsögur og á meðal helstu verka hans eru Ferðin að miðju jarðar (Voyage au centre de la Terre, 1864), Sæfarinn (Vingt mille lieues sous les mers, 1870) og Umhverfis jörðina á áttatíu dögum (Le tour du monde ...
Hver var Kató gamli?
Marcus Porcius Cato, sem kallaður er Kató gamli, var rómverskur stjórnmálamaður og ræðumaður, uppi milli 234 og 149 fyrir Krist. Sem ungur maður barðist hann í öðru af þremur svokölluðum púnverskum stríðum sem Rómverjar háðu við Púnverja, íbúa borgarinnar Karþagó sem stóð í Norður-Afríku, ekki langt frá þeim s...
Hvenær var upphaflega farið að nota punkta, kommur og greinaskil?
Erfitt er að segja til um hvenær fyrst var farið að nota punkta og kommur í rituðu máli og upplýsingar um það efni virðast ekki liggja á lausu. Í ýmsum fornum textum, til dæmis hettitískum áletrunum og textum skrifuðum á sanskrít, eru oftast engin sýnileg merki. Í öðrum textum má sjá strik, oftast lóðrétt eða á sk...
Hvað er fleygletur?
Fleygletur eða fleygrúnir er stafagerð sem notuð var í Mið-Austurlöndum frá því í lok fjórða árþúsunds f.Kr. og fram undir Krists burð. Elstu heimildir um ritaða texta með fleygletri, sem mönnum hefur tekist að lesa, eru frá Súmerum sem bjuggu í Kaldeu og suðurhluta Mesópótamíu. Letrið var í formi mynda sem no...
Hvers vegna eru tíðir eins og skildagatíð, atburðaþátíð og lýsingaþátíð ekki kenndar í íslenskri málfræði, myndi það ekki gagnast okkur við annað tungumálanám?
Það er rétt að traust og góð kunnátta í móðurmáli getur gagnast fólki við að læra önnur tungumál. Í framhaldsskólum er reynt að treysta þekkingu nemenda í íslensku. Markmið móðurmálsnáms eru margþætt. Móðurmálsnám stuðlar að því að nemendur verði öruggari og betri málnotendur, geti betur komið skoðunum sínum á fra...
Hvað gera íslenskufræðingar þegar þeir mæla með rithætti sem enginn í landinu notar, en allir skrifa á annan hátt?
Spyrjandi lét einnig fylgja með spurningunni: Það sem ég geri þegar ég er óviss um stafsetningu, er að slá því inn í Google. Fyrirfram er með 1,4 milljónir dæmi, fyrir fram með miklu færri. Hér verður gerð tilraun til að gefa þrjú möguleg svör við spurningunni en leggja verður áherslu á orðin „tilraun“ og „...
Hvenær byrjaði fólk að skrifa á skinn og hvað notaði það áður?
Upphaflega spurningin hljóðaði svona: Hvenær byrjaði fólk að skrifa á skinn og á hvað skrifaði það þegar það var ekki búið að finna upp að skrifa á skinn? Talið er að Súmerar, sem bjuggu í Mesópótamíu (núverandi Írak), hafi fundið upp ritlistina fyrir um 5500–6000 árum. Þeir skrifuðu í mjúkan leir sem þeir her...