Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Falla ritreglur undir málfræði?

Jóhannes B. Sigtryggsson

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Hugtakið ritreglur er tengt stafsetningu og greinarmerkjasetningu og merkir reglur um þær. Í mörgum samfélögum er stafsetning stöðluð eða jafnvel opinber. Það á til mynda við um íslensku. Núverandi reglur um ritun hennar eru ritreglur Íslenskrar málnefndar.

Samkvæmt nútímaskilgreiningu á hugtakinu málfræði sem fræðilegu viðfangsefni falla ritreglur, stafsetning og greinarmerkjasetning ekki undir það. Höskuldur Þráinsson (2021:92) er með eftirfarandi skilgreiningu á þessu hugtaki: „MÁLFRÆÐI er samheiti yfir allar þær fræðigreinar sem lýsa eðli mannlegs máls og skýra það, svo sem hljóðfræði, beygingafræði, orðmyndunarfræði, setningafræði, merkingarfræði.“ Nýlegra orð náskylt er málvísindi (e. linguistics).

Samkvæmt nútímaskilgreiningu á hugtakinu málfræði sem fræðilegu viðfangsefni falla ritreglur, stafsetning og greinarmerkjasetning ekki undir það.

Það sem fellur undir framsetningu tungumála í rituðu máli, það er stafsetningu, fellur því ekki undir þessa skilgreiningu. Stafsetning, réttritun, greinarmerkjasetning og ritreglur eru leiðir til að tákna tungumál í rituðu máli. Þetta eru því reglur (misopinberar eða samræmdar) sem menn hafa komið sér saman um hvernig á að tákna og setja fram málhljóð í riti. Þær gegna því vísandi hlutverki og eru nokkurs konar ytri byrði málsins og mannanna verk.

Þó er rík hefð fyrir að telja stafsetningu og þar með ritreglur hluta af málfræði sem fagi. Stafsetning og ritreglur eru til að mynda órjúfanlegur hluti íslenskukennslu og ekki hægt að hugsa sér hana án hennar. Stafsetning fléttast einnig saman við viðfangsefni málfræði á ýmsum sviðum. Það á til að mynda við um ofvöndun (stafsetningarframburð) þar sem framburður orða og hljóða verður fyrir áhrifum frá stafsetningu. Tilbrigði í stafsetningu, söguleg eða samtímaleg, veggjakrot og svo framvegis geta einnig verið hluti af félagsmálfræði (sjá til dæmis Mark Sebba 2007). Upprunastafsetning gefur vísbendingar um orðsifjar og uppruna orða og rannsóknir á stafsetningu fyrr á öldum geta meðal annars veitt upplýsingar um hljóðsögu og svo framvegis.

Heimildir:

  • Höskuldur Þráinsson. 2021. Handbók um málfræði. 3. útg. Reykjavík: Mál og menning.
  • Íðorðabankinn. https://idord.arnastofnun.is. (Sótt 21.2.2024).
  • Jóhannes B. Sigtryggsson. 2019. Hvað eru ritreglur Íslenskrar málnefndar?
  • Ritreglur. Auglýsingar mennta- og menningarmálaráðuneytis nr. 695/2016 og 800/2018 með leiðréttingum. Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. (Sótt 21.2.2024).
  • Sebba, Mark. 2007. Spelling and Society. The culture and politics of orthography around the world. Cambridge University Press, Cambridge.

Mynd:

Höfundur

Jóhannes B. Sigtryggsson

rannsóknarlektor á málræktarsviði Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

Útgáfudagur

7.3.2024

Spyrjandi

Toussiant

Tilvísun

Jóhannes B. Sigtryggsson. „Falla ritreglur undir málfræði?“ Vísindavefurinn, 7. mars 2024, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=85955.

Jóhannes B. Sigtryggsson. (2024, 7. mars). Falla ritreglur undir málfræði? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=85955

Jóhannes B. Sigtryggsson. „Falla ritreglur undir málfræði?“ Vísindavefurinn. 7. mar. 2024. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=85955>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Falla ritreglur undir málfræði?
Hugtakið ritreglur er tengt stafsetningu og greinarmerkjasetningu og merkir reglur um þær. Í mörgum samfélögum er stafsetning stöðluð eða jafnvel opinber. Það á til mynda við um íslensku. Núverandi reglur um ritun hennar eru ritreglur Íslenskrar málnefndar.

Samkvæmt nútímaskilgreiningu á hugtakinu málfræði sem fræðilegu viðfangsefni falla ritreglur, stafsetning og greinarmerkjasetning ekki undir það. Höskuldur Þráinsson (2021:92) er með eftirfarandi skilgreiningu á þessu hugtaki: „MÁLFRÆÐI er samheiti yfir allar þær fræðigreinar sem lýsa eðli mannlegs máls og skýra það, svo sem hljóðfræði, beygingafræði, orðmyndunarfræði, setningafræði, merkingarfræði.“ Nýlegra orð náskylt er málvísindi (e. linguistics).

Samkvæmt nútímaskilgreiningu á hugtakinu málfræði sem fræðilegu viðfangsefni falla ritreglur, stafsetning og greinarmerkjasetning ekki undir það.

Það sem fellur undir framsetningu tungumála í rituðu máli, það er stafsetningu, fellur því ekki undir þessa skilgreiningu. Stafsetning, réttritun, greinarmerkjasetning og ritreglur eru leiðir til að tákna tungumál í rituðu máli. Þetta eru því reglur (misopinberar eða samræmdar) sem menn hafa komið sér saman um hvernig á að tákna og setja fram málhljóð í riti. Þær gegna því vísandi hlutverki og eru nokkurs konar ytri byrði málsins og mannanna verk.

Þó er rík hefð fyrir að telja stafsetningu og þar með ritreglur hluta af málfræði sem fagi. Stafsetning og ritreglur eru til að mynda órjúfanlegur hluti íslenskukennslu og ekki hægt að hugsa sér hana án hennar. Stafsetning fléttast einnig saman við viðfangsefni málfræði á ýmsum sviðum. Það á til að mynda við um ofvöndun (stafsetningarframburð) þar sem framburður orða og hljóða verður fyrir áhrifum frá stafsetningu. Tilbrigði í stafsetningu, söguleg eða samtímaleg, veggjakrot og svo framvegis geta einnig verið hluti af félagsmálfræði (sjá til dæmis Mark Sebba 2007). Upprunastafsetning gefur vísbendingar um orðsifjar og uppruna orða og rannsóknir á stafsetningu fyrr á öldum geta meðal annars veitt upplýsingar um hljóðsögu og svo framvegis.

Heimildir:

  • Höskuldur Þráinsson. 2021. Handbók um málfræði. 3. útg. Reykjavík: Mál og menning.
  • Íðorðabankinn. https://idord.arnastofnun.is. (Sótt 21.2.2024).
  • Jóhannes B. Sigtryggsson. 2019. Hvað eru ritreglur Íslenskrar málnefndar?
  • Ritreglur. Auglýsingar mennta- og menningarmálaráðuneytis nr. 695/2016 og 800/2018 með leiðréttingum. Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. (Sótt 21.2.2024).
  • Sebba, Mark. 2007. Spelling and Society. The culture and politics of orthography around the world. Cambridge University Press, Cambridge.

Mynd:...