- Megintilgangur staðlaðra stafsetningarreglna er að auðvelda miðlun ritaðs máls á milli fólks. Meiri líkur eru á því að það takist ef fólk kemur sér saman um þær. Staðlaðar stafsetningarreglur eru sameiginlegar reglur, svipað og umferðarreglur þótt þær séu ekki eins strangar.
- Það auðveldar samræmingu og stöðlun texta að hafa eitthvað að miða við og frelsar þann sem skrifar frá því að eyða of miklum tíma í frágang og vangaveltur um stafsetningu.
- Stöðluð stafsetning er á vissan hátt einnig hlutlaus samnefnari í samfélaginu. Þótt íslenska sé að mörgu leyti einsleit og samstæð þá þjónar samræmd stafsetning einnig þar þessu sameiningarhlutverki (sjá Ara Pál Kristinsson 2017:64).
- Stöðluð stafsetning styður einnig við íslenskan ritmálsstaðal sem hún er hluti af. Upprunasjónarmiðið í íslenskri stafsetningu dregur úr mun á fornu ritmáli og nýju og styður við samhengi í sögu íslenskrar tungu (sjá Ara Pál Kristinsson 2017:65–68). Ef stafsetning fjarlægist of mikið framburð er þó hætta á að það myndist rof á milli ritaðs máls og talaðs.
- Stöðluð eða samræmd stafsetning auðveldar einnig máltækni og rafræna leit og eykur líkur á að það finnist sem leitað er að.
- Með því að fylgja staðlaðri eða opinberri stafsetningu eru minni líkur á að ásýnd texta trufli aðra og merking komist ekki til skila. Hætta er á að sá sem notar stafsetningu sem er mjög frábrugðin hefðbundinni stafsetningu dragi athygli lesenda meir að útliti en efni.
- Af hverju þarf stafsetningarreglur, af hverju má ekki bara skrifa eftir framburði? eftir Guðrúnu Kvaran. (Sótt 17.12.2021).
- Ari Páll Kristinsson. 2017. Málheimar. Sitthvað um málstefnu og málnotkun. Reykjavík: Háskólaútgáfan.
- Auglýsing um setningu íslenskra ritreglna nr. 655/2016. 10. ágúst 2016. Stjórnartíðindi. B-deild. www.stjornartidindi.is. (Sótt 17.12.2021).
- Auglýsing um setningu íslenskra ritreglna nr. 800/2018. 31. ágúst 2018. Stjórnartíðindi. B-deild. www.stjornartidindi.is. (Sótt 17.12.2021).
- Gunnlaugur Ingólfsson. 2017. Fjölnisstafsetningin – hliðarspor í sögu íslenskrar stafsetningar. Háskólaútgáfan: Reykjavík.
- Hver var Rasmus Christian Rask? eftir Magnús Snædal. (Sótt 17.12.2021).
- Hvernig var fyrsta málfræðiritgerðin? eftir Guðrúnu Kvaran. (Sótt 17.12.2021).
- Jóhannes B. Sigtryggsson. 2019. Hvað eru ritreglur Íslenskrar málnefndar? Málræktarpistill 20.9.2019. (Sótt 17.12.2021).
- Jóhannes B. Sigtryggsson. 2021. Íslensk réttritun. Reykjavík. (Sótt 17.12.2021).
- Jón Aðalsteinn Jónsson. 1959. Ágrip af sögu íslenzkrar stafsetningar. Íslenzk tunga 1:71–119.
- Lög um stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls nr. 61/2011. (Sótt 17.12.2021).
- Ritreglur. Auglýsingar mennta- og menningarmálaráðuneytis nr. 695/2016 og 800/2018 með leiðréttingum. Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. (Sótt 17.12.2021).
- Stefán Karlsson. 1989. Tungan. Íslensk þjóðmenning 6, bls. 1–54. Reykjavík: Þjóðsaga.
- © Kristinn Ingvarsson.