Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 58 svör fundust

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hver eru elstu handrit á Íslandi?

Elsta skjal sem til er á íslensku mun vera máldagi kirkjunnar í Reykholti í Borgarfirði sem að hluta er skrifaður árið 1185 og er í Þjóðskjalasafni. Elstu íslensku handritin í Stofnun Árna Magnússonar eru tvö blöð úr safni predikana frá miðri 12. öld (AM 237 a fol.) og handritadeild Landsbókasafns-Háskólabókasafns...

category-iconFélagsvísindi

Hvernig er einfaldasta skýringin á verðbólgu og hvað er „mínus“-verðbólga?

Eitt af hlutverkum peninga er að vera mælieining á verðmæti. Þessi mælieining hefur þó þann galla, ólíkt til dæmis mælieiningum metrakerfisins, að vera síbreytileg. Stundum er hægt að kaupa minna fyrir ákveðinn fjölda króna nú en áður. Þetta þýðir að mælieiningin hefur breyst og það er almennt kallað verðbólga. Ei...

category-iconLæknisfræði

Hvaða ár var byrjað að bólusetja börn gegn mislingum, það er mikið verið að spá í það á mínum vinnustað?

Spurning Fjólu hljóðaði svona: Góðan dag! Börnin mín eru fædd á árunum 1963 - 1970. Man ekki hvort þau fengu mislingasprautur en fór með þau í allar sprautur sem þá voru tiltækar. Var sprautað gegn mislingum á þessum árum? Hjá Embætti landlæknis kemur þetta fram um almennar bólusetningar gegn mislingum á Ís...

category-iconMálvísindi: íslensk

Gæti grávaran askraki í Egils sögu verið það sama og astrakan?

Öll spurningin hljómaði svona:Hefur verið skoðað nánar, hvort grávaran sem nefnd er í Egils sögu og kölluð “askraki” (-ar) og Sigurður Nordal segir í formála sögunnar vera torskilið orð, (án þess að skýra það frekar), - sé etv. það sama og “astrakan” skinn (astrakan pels)? Miðaldra konur og eldri sem ég hef hitt, ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig verkar hátalari?

Hátalarar eru órjúfanlegur þáttur í okkar daglega lífi og er hlutverk þeirra að taka við upplýsingum á formi rafbylgna eða -sveiflna og skila þeim sem hljóðbylgjum. Hljóðnemar breyta hljóðbylgjum í rafbylgjur sem hægt er að geyma eða senda langar vegalengdir. Hátalarar nema rafbylgjurnar og túlka þær til baka í h...

category-iconLögfræði

Getur lögregla gert upptækar einkaeignir starfsmanna þegar hún gerir húsleit í fyrirtækjum?

Lögregla og önnur stjórnvöld, til dæmis samkeppnis- og skattayfirvöld, geta gert húsleitir hjá fyrirtækjum sem liggja undir grun um lögbrot. Við slíkar leitir er oftast lagt hald á mikið magn af gögnum sem eru notuð til að sannreyna hvort þau brot sem fyrirtækið er grunað um hafi átt sér stað. Til slíkrar leitar þ...

category-iconBókmenntir og listir

Var líkið af Walt Disney virkilega fryst og geymt í kæli?

Þann 15. desember árið 1966 lést Walt Disney af völdum krabbameins í lungum. Skömmu síðar komust á kreik sögusagnir um að hann hefði séð til þess að lík hans yrði fryst í þeirri von að hægt væri að endurlífga hann þegar læknavísindum hefði fleygt nógu mikið fram. Raunin er hins vegar allt önnur því lík Walts Disne...

category-iconTölvunarfræði

Hvað er fjórða iðnbyltingin?

Fjórða iðnbyltingin er hugtak sem vísar til tækniframfara undanfarinn ára og þeirra sem eru í vændum. Þar er aðallega átt við gervigreind, róbótatækni, sjálfkeyrandi bíla, Internet hlutanna (Internet of Things, IoT), sjálfvirknivæðingu og fleira sem mun líklega valda víðtækum samfélagsbreytingum á næstu árum og ár...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvenær komu vegabréf fyrst fram og í hvaða tilgangi?

Spurnining í fullri lengd hljóðaði svona: Hver er hugmyndin á bak við vegabréf? Hvenær komu þau fyrst fram og í hvaða tilgangi? Vegabréf er ferðaskilríki gefið út af yfirvöldum. Vegabréfið staðfestir þjóðerni eigandans og veitir heimild til þess að snúa aftur til heimalandsins. Vegabréf getur líka verið tæk...

category-iconHugvísindi

Getur það staðist að Gamli sáttmáli sé bara seinni tíma tilbúningur?

Oft er talað um Gamla sáttmála frá 1262 sem sérlega mikilvægt skjal í sögu Íslands, jafnvel eins konar stofnskrá þeirra hnignunar sem á að hafa byrjað þegar íslenskir höfðingjar gengust undir vald Noregskonungs árin 1262-64. Þeim atburðum er lýst í Sturlunga sögu, Hákonar sögu Hákonarsonar og annálum. Annað mál er...

category-iconUmhverfismál

Hvað getið þið sagt mér um Staðardagskrá 21?

Staðardagskrá 21 (e. Local Agenda 21) er áætlun sem öllum sveitarstjórnum heimsins er ætlað að gera í samræmi við ályktun Heimsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um umhverfi og þróun, í Rio de Janeiro 1992. Sem alþjóðleg ályktun er hún ekki þjóðréttarlega bindandi, eins og ef um staðfestan alþjóðlegan sáttmála væri að r...

category-iconLögfræði

Hvaða viðurlög eru við kosningasvindli og hversu vel er því fylgt eftir að slíkt eigi sér ekki stað?

Eitt af því sem einkennir nútímalýðræðisríki er að menn geti nýtt kosningarétt sinn, eins og þeir sjálfir kjósa, án þess að vera beittir þvingunum af hálfu annarra eða eiga á hættu að vera beittir einhvers konar viðurlögum, ef þeir greiða atkvæði á tiltekinn hátt. Af þeim sökum er svo fyrir mælt í 31. gr. stjórna...

category-iconFélagsvísindi

Hvers konar lýðræði er í Evrópusambandinu?

Flestir Vesturlandabúar líta líklega á lýðræði sem rótgróið, sjálfsagt fyrirbæri en því fer fjarri að svo sé ef grannt er skoðað. Með góðum rökum má halda því fram að einu Evrópuríkin sem búið hafa við stöðugt og ótruflað lýðræði síðustu 50 árin séu Bretland, Benelux-löndin og Norðurlönd, að Finnlandi undanskildu....

category-iconBókmenntir og listir

Hver var Lorenzo Valla og hvert var hans framlag til fræðilegrar textarýni?

Lorenzo Valla fæddist árið 1407 í Róm á Ítalíu og voru foreldrar hans af virtum borgaraættum. Hann nam guðfræði og sóttist eftir því að komast í þjónustu páfa. Það gekk ekki og í nokkur ár gegndi hann stöðu prófessors í mælskufræði (retórík) við háskólann í Pavía. Hann varð snemma deilugjarn og átti í útistöðum vi...

category-iconLögfræði

Gæti einstaklingur sem vanvirðir sóttkví verið sakfelldur fyrir manndráp?

Upprunalega spurningin var: COVID-19. Ef manneskja A fer ekki að tilmælum landlæknis um sóttkví, eða kemur sér undan því, og smitar aðra manneskju (B) sem leiðir til dauða hennar, er þá hægt að sakfella manneskju A fyrir manndráp? Beiting sóttkvíar sem varnarúrræði gegn dreifingu smitsjúkdóma er ekki ný af n...

Fleiri niðurstöður