COVID-19. Ef manneskja A fer ekki að tilmælum landlæknis um sóttkví, eða kemur sér undan því, og smitar aðra manneskju (B) sem leiðir til dauða hennar, er þá hægt að sakfella manneskju A fyrir manndráp?Beiting sóttkvíar sem varnarúrræði gegn dreifingu smitsjúkdóma er ekki ný af nálinni á Íslandi en algengara er að henni sé beitt vegna sjúkdóma hjá dýrum en mönnum.[1] Til þess að sóttkví þjóni sínum tilgangi þarf sá sem sætir henni að fylgja nokkuð íþyngjandi tilmælum. Þau kveða meðal annars á um að sofa einn, halda sig heima og að vera sem minnst í kringum annað fólk. Þótt fæstir kjósi væntanlega að vera í sóttkví er hún ekki sambærileg við annars konar þvingunarúrræði eins og fangelsisvist. Þeir sem eru settir í sóttkví eru alla jafna samvinnufúsir og skilja forsendur úrræðisins vel. Í 66. gr. stjórnarskrárinnar er kveðið á um ferðafrelsi einstaklinga en gerður fyrirvari um að hefta megi það með lögum. Í mannréttindasáttmála Evrópu er sérstaklega tekið fram í e-lið 1. mgr. 5. gr. að eitt þeirra tilvika sem réttlætir takmörkun á ferðafrelsi sé:
lögleg gæsla manns til að koma í veg fyrir að smitandi sjúkdómur breiðist út eða manns sem er andlega vanheill, áfengissjúklingur, eiturlyfjasjúklingur eða umrenningur;Af þessu er ljóst að mannréttindaákvæði stjórnarskrárinnar og mannréttindasáttmáli Evrópu veita löggjafanum skýra heimild til að takmarka ferðfrelsi til þess að hefta útbreiðslu sjúkdóma.
- ^ Sjá m.a. 54/1990: Lög um innflutning dýra. (Sótt 10.03.2020). Þar er hugtakið einangrunarstöð notað um sóttvarnaraðstöðu fyrir ýmsar dýrategundir.
- Alþingi. Sóttvarnarlög nr. 19/1997 ásamt greinargerð. (Sótt 09.03.20).
- Alþingi. Lög um mannréttindasáttmála Evrópu nr. 62/1994. (Sótt 09.03.20).
- Alþingi. Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands nr. 33/1944. (Sótt 09.03.20).
- Embætti landlæknis. Leiðbeiningar til einstaklinga í sóttkví eða einangrun í heimahúsi. (Sótt 09.03.20).
- Hæstiréttur. Dómur í máli nr. 588/2013. (Sótt 09.03.20).
- Novel Coronavirus SARS-CoV-2 | This scanning electron micros… | Flickr. (Sótt 10.03.2020). Myndin er birt undir leyfinu Creative Commons — Attribution 2.0 Generic — CC BY 2.0.