Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 4371 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju getur maður séð sjálfan sig í spegli?

Sami spyrjandi lagði einnig fram spurninguna Af hverju er snjórinn hvítur? Þessar tvær spurningar eru skyldari en ætla mætti við fyrstu sýn, og mætti allt eins svara þeim saman í samfelldu máli. Við kjósum þó að svara þeim hvorri í sínu lagi. Endurkast ljóss frá fleti getur verið með tvennum hætti eftir eðli f...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað voru Tvíburaturnarnir stórir að flatarmáli hvor um sig?

Á vefsíðu Júlíusar Sólnes prófessors í byggingarverkfræði er að finna fróðlega röð af glærum um Tvíburaturnana í World Trade Center og afdrif þeirra. Júlíus tók þetta efni saman vegna fyrirlestrar sem hann flutti um þetta í októberbyrjun og varð svo fjölsóttur að margir urðu frá að hverfa og lesturinn var endurtek...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hversu langan tíma tekur það nögl að endurnýja sig?

Eins og fram kemur í svari Þuríðar Þorbjarnardóttur við spurningunni Hvað eru neglur? þá vaxa neglur mjög hægt, að meðaltali 0,1 mm á dag. Vaxtarhraðinn er þó breytilegur, til dæmis eftir því hvort um er að ræða neglur á tám eða fingrum, eftir árstíðum, aldri og kyni. Einnig geta sjúkdómar haft áhrif á hversu hra...

category-iconHeimspeki

Hvernig myndi nútíma einstaklingur finna sig í Fögruborg Platons?

Hér er spurningin skilin þeim skilningi að átt sé við líðan nútíma fólks í Fögruborg, hvernig því þætti að búa þar. Á hinn bóginn gæti orðasambandið „að finna sig“ í einhverju samhengi líka átt við það þroskaferli að átta sig á því hvaða mann maður hefur að geyma, hver gildi manns séu og þar fram eftir götunum. ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig er best að undirbúa sig undir nám í verkfræði?

Verkfræðideild Háskóla Íslands veitir inngöngu öllum þeim sem lokið hafa stúdentsprófi. Reynslan hefur þó sýnt að nemendur geti helst gert sér vonir um viðunandi námsárangur í verkfræðideild ef þeir hafa að minnsta kosti lært þá stærðfræði og eðlisfræði sem kennd er á náttúrufræðibrautum. Á undanförnum árum he...

category-iconBókmenntir og listir

Hvar eru Katlar sem Jóhannes úr Kötlum kenndi sig við?

Skáldið Jóhannes Jónasson, betur þekktur sem Jóhannes úr Kötlum (1899-1972), átti sín uppvaxtarár á bænum Miðseli, sem einnig var nefndur Ljárskógasel. Bærinn var á neðanverðri Gaflfellsheiði sem er forn leið á milli Hvammsfjarðar í Dölum og Bitrufjarðar á Ströndum. Skammt frá Ljárskógaseli rennur áin Fáskrúð....

category-iconLögfræði

Getur fyrrverandi glæpamaður boðið sig fram til Alþingis á Íslandi?

Til þess að geta boðið sig fram og setið á Alþingi þurfa einstaklingar að vera kjörgengir. Spurningin snýst því um það hvort þeir sem hafa einhvern tíma gerst sekir um glæp séu kjörgengir. Kjörgengisskilyrði eru talin upp með tæmandi hætti í 34. grein stjórnarskrárinnar. Sá sem ætlar að bjóða sig fram þarf að h...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig svitna kettir?

Kettir svitna mjög lítið þar sem þeir hafa einungis örfáa svitakirtla en kettir og hundar eiga það sameiginlegt að svitna aðeins neðan á loppunum. Kettir eru hins vegar þannig úr garði gerðir að þeir eiga alls ekki erfitt með að eyða heilum degi úti í sólinni þótt þeir séu einungis með örfáa svitakirtla. Kettir...

category-iconMálvísindi: íslensk

Orðabók HÍ segir 'skeina sig' en er rétt að segja 'skeina sér'?

Sögnin að skeina hefur fleiri en eina merkingu. Í fyrsta lagi merkir hún að 'særa lítillega, veita einhverjum skeinu' og í öðru lagi merkir hún að 'hreinsa e-ð', til dæmis skeina flórinn það er 'moka flórinn'. Undir síðari merkinguna heyrir einnig 'að þurrka af endaþarmsopinu'. Í báðum merkingunum er sögnin áhr...

category-iconHugvísindi

Er það siðlaust eða óheilbrigt að systkinabörn gifti sig og eignist börn?

Þessari spurningu er auðsvarað frá mínu sjónarmiði sem sagnfræðings: Nei, hvorugt. Einhverjum kann að finnast ósmekklegt að börn systkina gangi í hjónaband og líklega er það fátítt nú orðið, en ætti samt ekki að stangast á við siðferðiskennd nokkurs manns. Á miðöldum máttu ekki fjórmenningar giftast eða eignast...

category-iconLífvísindi: almennt

Er það siðlaust eða óheilbrigt að systkinabörn gifti sig og eignist börn?

Þessari spurningu er ekki auðsvarað - en jú, hugsanlega er það siðlaust vegna þess að það eykur líkur á erfðagöllum hjá börnunum. Eftir því sem skyldleiki milli foreldra eykst því líklegra er að börnin líði fyrir skyldleikann. Hins vegar er breytilegt hvernig þessi áhrif verða en þó ljóst að þau geta verið mjög...

category-iconHugvísindi

Hvernig fer jarðarför fram hjá þeim sem hefur sagt sig úr þjóðkirkjunni?

Samkvæmt 1. grein laga um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu númer 36 frá 1993 er skylt að greftra lík í lögmætum kirkjugarði eða brenna þau í viðurkenndri líkbrennslustofnun. Hins vegar er ekkert sem kveður á um að sérstök kirkjuleg eða önnur trúarleg athöfn fari fram á undan jarðsetningu. Það er ekkert eitt...

category-iconHugvísindi

Hvað merkir að munstra sig á skip og hver er uppruni orðatiltækisins?

Sögnin að munstra merkir ‛að skrá einhvern í skipsrúm’, það er að skrá einhvern sem áhafnarmeðlim á skipi. Hún þekkist í málinu að minnsta kosti frá miðri 17. öld samkvæmt Ritmálssafni Orðabókar Háskólans. Af henni eru leidd nafnorðið munstrun ‛skráning, það að skrá einhvern í skipsrúm’ og lýsingarorði...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er átt við þegar menn hátta sig eða fara í háttinn?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Ég og Nína barnabarnið mitt erum að velta fyrir okkur sõgninni að hátta. Hátta sig eða fara í háttinn. Hvaðan kemur þetta og hvernig verður orðið hátta til? Karlkynsnafnorðið háttur merkir ‘venja, útlit, aðferð ...’ og af því er leidd sögnin hátta ‘haga til’, til dæmis því er s...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Af hverju melta meltingarfærin ekki sjálf sig um leið og þau melta fæðu?

Þetta er mjög góð spurning, því að líkami okkar er einmitt gerður úr sams konar efnum og eru í fæðu. Bæði magasýra og meltingarensím gætu stuðlað að niðurbroti meltingarfæra, en gera það ekki. Magasýrufrumur í magaslímu, innsta lagi meltingarvegarins, seyta saltsýru (HCl) út í magaholið. Magavökvinn þar getur ...

Fleiri niðurstöður