Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 853 svör fundust
Hvað hefur vísindamaðurinn Eyja Margrét Brynjarsdóttir rannsakað?
Eyja Margrét Brynjarsdóttir er prófessor í heimspeki og hagnýtri siðfræði við Sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar á síðustu árum hafa verið innan félagslegrar heimspeki, einkum félagslegrar frumspeki og félagslegrar þekkingarfræði, auk femínískrar heimspeki. Meðal annars hefur hún fengi...
Hvort eru fleiri karlar eða konur í heiminum?
Karlar eru aðeins fleiri eða 102 á móti 100 konum samkvæmt tölum frá Sameinuðu þjóðunum fyrir árið 2000. Það þýðir að um 50,49% mannkyns eru karlar. Ekki er ljóst hvers vegna svo er en yfirleitt fæðast fleiri drengir en stúlkur í heiminum en það er samt svolítið misjafnt eftir árum. Kynjahlutfallið er einnig br...
Skipta kynjasjónarmið máli í umræðunni um COVID-19?
Eftir því sem best er vitað eru engir ónæmir fyrir veirunni sem veldur COVID-19, nema mögulega þeir sem hafa fengið hana. Félagslegar aðstæður gera það þó að verkum að áhrif hennar og afleiðingar snerta fólk með ólíkum hætti. Veiran sjálf gerir ekki upp á milli fólks eftir félagslegum breytum en margt bendir hins ...
Vísindamaður vikunnar - viðtöl við vísindamenn um rannsóknir og annað fróðlegt efni
Vísindavefur HÍ og RÚV eru í samstarfi um vísindamann vikunnar. Í þættinum Samfélagið á Rás 1 eru vikuleg viðtöl við einn íslenskan vísindamann, rannsóknir hans og annað fróðlegt efni. Vísindafólkið er valið úr dagatali íslenskra vísindamanna sem Vísindafélag Íslands og Vísindavefurinn settu á laggirnar árið 20...
Hvaða réttindi höfðu konur á Íslandi árið 1918?
Árið 1918 nutu konur ekki fulls jafnréttis á við karlmenn þótt mikilvægum áföngum væri náð. Af þeim málum sem kvennahreyfingin barðist hvað harðast fyrir um aldamótin 1900 var réttur til menntunar einu réttindin sem konur höfðu án takmarkana. Lög sem veittu konum sama aðgang að menntun, embættum og námsstyrkjum v...
Hver var Karl Popper og hvert var framlag hans til heimspekinnar?
Karl Raimund Popper (1902-1994) er einn af áhrifameiri heimspekingum 20. aldar, sérstaklega á sviði vísindaheimspeki. Hann setti fram hugmyndir um hvernig greina mætti vísindi frá svokölluðum gervivísindum á grundvelli vísindalegrar aðferðafræði sem byggðist á hrekjanleika. Hugmyndir hans í stjórnmálaheimspeki um ...
Eru karlar með meira adrenalín en konur?
Adrenalín, öðru nafni epínefrín, var fyrst einangrað af tveimur óháðum hópum vísindamanna 1900 og 1901. Efnafræðilega tilheyrir adrenalín svokölluðum katekólamínum. Adrenalín er hormón myndað í nýrnahettumerg og hefur áhrif á geymslu, flutning og efnaskipti fjölsykrunnar glýkógens og fitusýra. Því er seytt þe...
Hvenær máttu konur fyrst kjósa á Íslandi?
Þann 19. júní 2015 er haldið upp á það að 100 ár eru liðin frá því að íslenskar konur fengu rétt til að taka þátt í kosningum til Alþingis. Í nokkra áratugi þar á undan höfðu konur þó haft kosningarétt til sveitarstjórnarkosninga (í sýslunefnd, hreppsnefnd, bæjarstjórn og á safnaðarfundum) samkvæmt lögum sem Danak...
Hvenær gátu íslenskar konur stofnað til bankaviðskipta?
Kristján 9. konungur Íslands undirritaði lög um fjármál hjóna nr. 3/1900 þann 12. janúar árið 1900 sem tóku gildi 1. júlí sama ár. Í 10. grein þeirra laga er ákvæði um að sömu reglur gildi um fjárforræði giftrar konu og ógiftrar. Skipa má eiginmann sem fjárhaldsmann eiginkonu sinnar, en þó aðeins í málefnum sem sn...
Hvar hafa konur verið forsetar í heiminum?
Konur hafa gegnt embætti forseta í 48 löndum í öllum heimsálfum. Of langt mál er að telja þessi lönd öll upp en áhugasömum er bent á eftirfarandi heimild: List of elected and appointed female heads of state and government. Upplýsingar þar virðast vera mjög reglulega uppfærðar. Þegar Vigdís Finnbogadóttir var kj...
Í tímaritinu Lifandi vísindum er stundum talað um Neanderdalsmenn og stundum Neandertalsmenn, hvor rithátturinn er réttur?
Sú tegund manna sem yfirleitt er nefnd Homo neanderthalensis heitir fullu nafni á fræðimáli Homo sapiens neanderthalensis. Á íslensku er rétt að skrifa neanderdalsmenn. Hefð er fyrir því að rita dýra- og plöntunöfn sem mynduð eru með sérnafni með litlum upphafsstaf, samanber til dæmis grænlandshákarl og baldurs...
Hvað er ritstuldur?
Erlend heiti um það sem við nefnum ritstuld eru dregin af latneskum stofni sem kemur fram í sögninni plagiare sem merkir bókstaflega að stela annarra manna þræl eða hneppa frjálsan mann í þrældóm. Á ensku er talað um 'plagiarism' og á frönsku 'plagiat' en þessi orð eru ekki eingöngu höfð um "stuld" eða misnotkun á...
Getið þið bent mér á annað orð yfir konukvöld?
Fundir kvenfélaga voru og eru algengir um allt land og eru þeir annaðhvort kallaðir kvenfélagsfundur eða kvenfélagssamkoma. Þegar heldri konur voru nefndar dömur þekktist að tala um dömuboð, dömumót og dömusamkomu. Þegar orðið dama þótti ekki lengur viðeigandi um konur féllu hin orðin sjálfkrafa úr notkun. Þessi ...
Hvers vegna voru konur 20% fleiri en karlar í manntalinu 1703?
Þegar fyrst var tekið manntal á Íslandi, árið 1703, töldust karlar vera 22.867 en konur 27.491. Yfirfjöldi kvenna var þannig 4.624 eða rúmlega 20% af fjölda karla. Það merkti til dæmis að hefðu allir Íslendingar verið paraðir saman, karlar og konur, svo lengi sem karlarnir hrukku til, hefðu 4.624 konur orðið afgan...
Hvers vegna er hitastig stundum mælt í kelvínum?
Hitastig má mæla á ýmsum kvörðum. Sá sem algengastur er í daglegu tali er Selsíus-kvarðinn, en á honum sýður vatn við 100°C en frostmarkið er 0°C (við 1 atm þrýsting). Alkul (lægsta hitastig sem hægt er að ná, sjá nánar hér) á Selsíus-kvarða er hins vegar við -273°C. Kelvin-kvarðinn er algengasti hitakvarðinn ...