Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 70 svör fundust

category-iconEfnafræði

Er til einhver formúla fyrir því hversu mikið má kæla bjór áður en hann frýs?

Upphaflega spurningin var: Hversu mikið má kæla bjór áður en hann byrjar að frjósa? Er einhver formúla fyrir því (sem tekur tillit til hitastigs og vínanda)? Einfalda svarið er að bjór er að miklu leyti vatn (um 90-93%) og því hegðar hann sér að mestu eins og það. Við venjulegar aðstæður frýs vatn við 0°C og bjó...

category-iconLandafræði

Hvað búa margir í Sahara, hvað eru mörg lönd þar og hversu mörg þjóðarbrot?

Sahara er stærsta eyðimörk heims, rúmlega níu milljónir ferkílómetrar að flatarmáli, eða um 87 sinnum stærri en Ísland. Eyðimörkin nær yfir mestalla Norður-Afríku. Í Sahara rignir afar sjaldan, oftast ekki nema um 130 mm á ári og sumstaðar aldrei. Eyðimörkin er þess vegna að mestu leyti ógróin sandauðn. Hitasve...

category-iconLífvísindi: almennt

Vaxa plöntur á suðurpólnum?

Eins og fram kemur í svari Emilíu Dagnýjar Sveinbjörnsdóttur við spurningunni Hvort er kaldara á suður- eða norðurpólnum? var meðalhitastigið á suðurpólnum árin 1957-2001 -45°C. Plöntur geta ekki ljóstillífað við svo lágt hitastig og því þrífast þær ekki á suðurpólnum sjálfum en öðru máli gegnir um Suðurskautsland...

category-iconVeðurfræði

Hvers vegna er kaldara á suðurpólnum en norðurpólnum?

Sé miðað við nákvæmlega þá staði á yfirborði jarðar þar sem skautin eru skiptir mestu að suðurskautið er inni á mikilli hásléttu meginlands í meir en 2800 metra hæð en norðurskautið er á hafísbreiðu við sjávarmál. Sé miðað við stærri svæði ræður landaskipan hitamuninum að meira leyti. Amundsen-Scott-rannsóknar...

category-iconEfnafræði

Hvort frýs heitt eða kalt vatn hraðar?

Spurningin hljóðaði upphaflega svona: Hvort frystist heitt eða kalt vatn betur? Gert er ráð fyrir að í upprunalegu spurningunni sé spurt um hvort heitt eða kalt vatn frjósi hraðar. Stutta svarið við þeirri spurningu (að mati höfundar) er nei, heitt vatn frýs ekki hraðar en kalt vatn. Málið er hins vegar f...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver er innri gerð snjókorna? Eru engin tvö snjókorn eins?

Andri Vigfússon, Karl Valur Guðmundsson og Þórdís Katla Bjartmarz, nemendur í FSu, spurðu: 'Hvernig er bygging snjókorna?' Eiríkur Rafn spurði: 'Hvers vegna eru öll snjókorn mismunandi og hvað gerir þau svona ólík hvert öðru og hvernig getur það verið svona nákvæmt?' Hugrún spurði: 'Er rétt að engin tvö snjókorn...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Ef 80°C heitt vatn sem nýtt er til hitunar kólnar um 25% eykst þá vatnsþörfin um þriðjung ef halda á sama hitastigi og áður?

Svarið er nei; þetta er engan veginn svona einfalt og til þess liggja nokkrar ástæður. Spyrjandi virðist hugsa sér að vatnið kólni um 25% af 80°C eða væntanlega um 20°C. Þess konar prósentureikningur er hins vegar í rauninni ónothæfur um hitabreytingu, eða hvernig ættum við þá til dæmis að lýsa breytingu úr 10 ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvers vegna héla ekki rúður í bílum á þeirri hlið sem snýr að húsi?

Hér er einnig svarað spurningu Ástu Hauksdóttur, "Af hverju er alltaf minna eða ekkert hrím á bílum gangstéttarmegin?" Snæbjörn gerir nánari grein fyrir spurningunni sem hér segir: Dæmi í morgun 11 stiga frost á Ak, bíllinn uþb. 2 m frá húsinu sem er einnar hæðar með þakskeggi. Rúður sem snúa að húshlið al...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvernig er gróður- og náttúrufar í Egyptalandi?

Egyptaland, „landið við fljótið“ eða „gjöf Nílar“ eins og þetta forna menningarsvæði hefur verið kallað, er að langmestu leyti eyðimörk og því er náttúra landsins á engan hátt eins fjölbreytt og þekkist sunnar í Afríku. Egyptaland er 995.450 km2 á stærð og þekja eyðimerkur stærstan hluta landsins. Vinjar finnast v...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig má flokka jökla?

Jöklar eru flokkaðir á ýmsa vegu. Þegar flokkað er eftir myndun jökulsins og stöðu hans í jökulkerfinu er oft talað um hájökla eða hjarnjökla annars vegar og hins vegar falljökla eða ísjökla en skriðjöklar eru einn undirflokkur þeirra. Hjarnjöklar myndast vegna kulda hátt í lofti þar sem ofankoma fellur sem snjór....

category-iconNæringarfræði

Hvað er lýsi? Hvernig er það nýtt og hver er aðal uppspretta orkunnar í því?

Lýsi er samheiti á fitu sem unnin er úr sjávardýrum. Til eru margar gerðir af lýsi og má til dæmis nefna þorskalýsi, loðnulýsi, síldarlýsi, túnfisklýsi, háfalýsi og sardínulýsi. Þessar tegundir eru allar unnar úr fiskum, ýmist heilum (t.d. loðnulýsi) eða úr einstökum líffærum (t.d. þorskalýsi úr þorskalifur). Meða...

category-iconJarðvísindi

Af hverju falla snjóflóð?

Aðrir spyrjendur eru: Pálmi Þorgeir Jóhannsson, Hjalti Snær, Hákon Gunnarsson, Ingibjörg Egilsdóttir, Eva Sandra og Unnur Rún Sveinsdóttir. Snjóflóðum er gjarnan skipt í tvo flokka: Lausasnjóflóð og flekaflóð. Bæði lausa- og flekaflóð orsakast af því að skerspenna (tog undan halla samsíða hlíðinni vegna þyngdaraf...

category-iconVeðurfræði

Af hverju dregur oft fyrir sólu síðdegis á sólríkum góðviðrisdögum í Reykjavík?

Í Reykjavík er að meðaltali mjög skýjað og dægursveifla skýjahulunnar er lítil. Skýjahula er metin í áttunduhlutum himinhvolfs, sé alskýjað er hulan 8, en í heiðskíru er hún 0. Meðalskýjahula í Reykjavík í júlímánuði er mest kl. 3 að nóttu, 6,4 áttunduhlutar, en minnst 5,9 áttunduhlutar síðdegis, kl. 15 og kl. ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju bráðna jöklarnir ekki hraðar?

Í örstuttu og einfölduðu máli þá bráðna jöklar ekki hraðar vegna þess að það er ekki hlýrra í veðri. Hins vegar finnst mörgum breytingarnar vera töluvert hraðar nú á tímum og spurning hversu eftirsóknarvert það væri að jöklar bráðnuðu enn hraðar. Þegar árferði er stöðugt, það er að segja svipað frá ári til árs...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvað yrði fyrst til að drepa óvarinn mann úti í geimnum?

Afdrif óvarins einstaklings í geimnum eru að nokkru leyti háð viðbrögðum hans. Bregðist hann rétt við má gera ráð fyrir að hann haldist með meðvitund í 5-10 sekúndur og líklega væri hægt að bjarga lífi hans ef hann kæmist í skjól innan um það bil hálfrar mínútu. Sennilega væru það áhrif hins lága þrýstings í geim...

Fleiri niðurstöður