Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 57 svör fundust
Hvaða fisktegundir eru á íslensku myntinni og hvert er latneskt heiti þeirra?
Á heimasíðu Seðlabanka Íslands má finna ýmsan fróðleik um íslensku peningana, bæði myntirnar og seðla. Á framhlið allra myntanna, nema einnar krónu myntarinnar, er stílfærð mynd af landvættum Íslands. Hér má sjá lista yfir hvaða sjávardýr er að finna á bakhlið myntanna fimm: 100 kr.: Mynd af hrognkelsi (Cyc...
Hvar eru íslensku peningarnir prentaðir, eða má enginn vita það?
Það er ekkert leyndarmál að íslensku peningaseðlarnir eru prentaðir hjá fyrirtæki í Englandi sem nefnist De La Rue. De La Rue er afar umsvifamikið fyrirtæki í peningaprentun og kemur að prentun peningaseðla í um 150 ríkjum. Fyrirtækið er nær tveggja alda gamalt og nefnt eftir stofnandanum, Thomas de la Rue. Íslens...
Má bræða íslenska mynt til þess að nota málminn úr henni?
Svarið við þessari spurningu er einfalt: Í lögum nr. 36/2001 um Seðlabanka Íslands og lögum nr. 22/1968 um gjaldmiðil Íslands er ekkert ákvæði að finna þar sem lagt er bann við því að eigendur íslenskrar myntar bræði hana og noti málminn í öðrum tilgangi. Því getur hver sem er brætt þá íslensku mynt sem hann á. ...
Hvað getið þið sagt mér um hvalháfa?
Hvalháfur (Rhincodon typus) er ein tegund hákarla og stærstur núlifandi fiska. Algengt er að hvalháfar séu um 15 metra langir, en til eru dýr sem mælst hafa allt að 18 metrar og vegið hátt í 20 tonn. Hvalháfar hafa flatan og breiðan haus, kviðurinn er fölgrár eða kremlitaður en bakið silfur- eða grængrát...
Hvað eru margar tegundir af húsum í heiminum?
Eins og við mátti búast treysta byggingaverkfræðingar okkar sér ekki til að svara þessari spurningu beint. Ýmsum spurningum af þessu tagi er ekki hægt að "svara" í venjulegum skilningi, til dæmis með því að nefna tiltekna tölu í þessu tilviki. Hins vegar er hægt að ræða spurninguna og varpa ljósi á það, af hverj...
Eru hornsíli æt og þekkið þið eldunaraðferðir og uppskriftir?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Eru hornsíli æt? Ef svo, eru einhverjar þekktar eldunaraðferðir eða uppskriftir? Sent inn fyrir eina 8 ára. Hornsíli (Gasterosteus aculeatus) eru sjálfsagt vel æt en eru þó fullsmá til þess að við getum flakað þau og nýtt vöðva þeirra líkt og gert er með ýsu, þorsk eða aðra stæ...
Hvað borðaði Jesús?
Jesús var veislumaður, en hvers konar mat borðaði hann? Hvernig voru veislur Ísaks eða kónganna Davíðs, Salómons og Heródesar? Vitum við eitthvað um mat Biblíunnar? Já, í öllum ritum hennar er eitthvað vikið að borðhaldi eða fæðutengdum efnum. Rannsóknir á Biblíunni, fornleifum og heimildum þessa tíma hefur fært o...
Getið þið sagt mér eitthvað um síli?
Sumarið 2005 bar nokkuð á fréttum um að óvenju lítið væri af sílum í sjónum umhverfis landið, en síli eru afar mikilvæg fæða fyrir fjölmargar fugla- og fisktegundir. Þær sílategundir sem um ræðir eru aðallega sandsíli (Ammodytes tobianus) og marsíli (Ammodytes marinus) auk trönusíla (Hyperoplus lanceolatus). Sands...
Rannsóknasetur HÍ á Suðurnesjum
Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Suðurnesjum var stofnað árið 2004 og er það staðsett að Garðvegi 1 í Sandgerði. Þar eru einnig til húsa Náttúrustofa Reykjaness, Botndýrarannsóknastöðin (BIOICE) og Fræðasetrið í Sandgerði en frá upphafi hefur Sandgerðisbær staðið myndarlega að uppbyggingu og rekstri þessara stofna...
Af hverju er Rauðisandur rauður?
Rauðasandur, sem einnig er nefndur Rauðisandur í nefnifalli, er sunnarlega á Vestfjarðarkjálka, fyrir austan Látrabjarg. Það er einföld skýring á litnum á Rauðasandi. Sandurinn fær lit sinn af skeljum hörpudisks (Chlamys islandica). Liturinn á Rauðasandi sést vel á þessari mynd. © Mats Wibe Lund. Hörpudiskur...
Hvað er mikið til af íslenskum seðlum og myntum?
Í ársskýrslu Seðlabanka Íslands fyrir árið 1999 kemur fram að í árslok 1999 voru seðlar og mynt í umferð 8,7 milljarðar króna. Þar af voru seðlar 7,5 milljarðar króna en mynt tæpir 1,2 milljarðar króna. Hæst varð upphæðin um verslunarmannahelgina en þá voru seðlar í umferð 7,6 milljarðar króna. Í árslok voru 5,8 m...
Hvað duga peningaseðlar og mynt lengi?
Seðlabanki Íslands hefur einkarétt á því að gefa út gjaldmiðil Íslands. Í lok nóvembermánaðar 2003 var samanlagt verðgildi peninga í umferð tæplega 10 milljarðar króna. Þar af var um 8½ milljarður í seðlum og 1½ milljarður í mynt. Fjöldi seðla í umferð var um 6,9 milljónir, þar af voru 2,3 milljónir af 10, 50 og ...
Hvaða tilgangi þjónar skjaldarmerkið og fyrir hvað stendur hvert fyrirbæri á því?
Margar spurningar hafa borist Vísindavefnum um uppruna og merkingu skjaldarmerkisins og þá sérstaklega um landvættirnar fjórar. Tilgangur skjaldarmerkja er eins og nafnið gefur til kynna, að vera merki fyrir ákveðinn hóp, ætt, samfélag eða ríki. Á riddaratímanum urðu þau til að mynda vinsæl sem merking á her...
Hver er munurinn á skreið og harðfiski?
Bæði harðfiskur og skreið er fiskur sem búið er að þurrka. Á árum áður voru hugtökin harðfiskur eða hertur fiskur notuð um allan þurrkaðan fisk, þar meðtalda skreið. Nú er hins vegar merkingarmunur á þessu tvennu. Þegar rætt er um skreið nú á tímum er átt við hausaðan, slægðan og þurrkaðan bolfisk. Algengast er...
Hver var Bjarni Sæmundsson og hvert var hans framlag til náttúrufræða á Íslandi?
Bjarni Sæmundsson (1867 - 1940) var brautryðjandi í rannsóknum á lífríki Íslands. Hann fæddist á Járngerðarstöðum í Grindavík þann 15. apríl 1867 og voru foreldrar hans Sæmundur Jónsson útvegsbóndi og Sigríður Bjarnadóttir. Snemma kom í ljós að Bjarni var gæddur miklum gáfum og var hann einnig mjög hagur. Það lá ...