Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=
Rauðasandur, sem einnig er nefndur Rauðisandur í nefnifalli, er sunnarlega á Vestfjarðarkjálka, fyrir austan Látrabjarg. Það er einföld skýring á litnum á Rauðasandi. Sandurinn fær lit sinn af skeljum hörpudisks (Chlamys islandica).

Liturinn á Rauðasandi sést vel á þessari mynd. © Mats Wibe Lund.

Hörpudiskur finnst í flestum landshlutum en hann er langalgengastur í Breiðafirði.

Mikið er af hörpudiski í Breiðafirði. Á þessari mynd sjást þau svæði við landið þar sem mest er veitt af hörpudiski. Dekkstu svæðin sýna mestan afla.

Hörpudiskur lifir fyrst og fremst í hörðum malarbotni eða grófum skeljasandsbotni þar sem hann grefur sig niður. Þar sem skilyrði eru hagstæð geta allt að 100 eintstaklingar lifað á einum fermetra en það eru um 5-6 kg.

Þegar dýrin deyja sér brimið um að brjóta skeljarnar niður og brotunum skolar upp á ströndina. Margar fisktegundir lifa á skelfiski og mikið af skeljasandi hefur farið í gegn um fiskmaga áður en hann kemur upp á ströndina.

Hörpudiskur er rauðleitur á lit og Rauðasandur fær lit sinn af skeljum hans.

Litur á skeljasandi er mismunandi eftur skeljategundum. Í Sauðlauksdal er sandurinn til að mynda bláhvítur af kræklingi.

Hægt er að lesa meira um lit á sandi í svari Sigurðar Steinþórssonar við spurningunni Hvers vegna er fjörusandurinn mismunandi eftir því hvar hann er?

Myndir:

Höfundur

Útgáfudagur

16.9.2014

Spyrjandi

Ágúst Dalkvist

Tilvísun

JGÞ. „Af hverju er Rauðisandur rauður?“ Vísindavefurinn, 16. september 2014, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=68034.

JGÞ. (2014, 16. september). Af hverju er Rauðisandur rauður? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=68034

JGÞ. „Af hverju er Rauðisandur rauður?“ Vísindavefurinn. 16. sep. 2014. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=68034>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju er Rauðisandur rauður?
Rauðasandur, sem einnig er nefndur Rauðisandur í nefnifalli, er sunnarlega á Vestfjarðarkjálka, fyrir austan Látrabjarg. Það er einföld skýring á litnum á Rauðasandi. Sandurinn fær lit sinn af skeljum hörpudisks (Chlamys islandica).

Liturinn á Rauðasandi sést vel á þessari mynd. © Mats Wibe Lund.

Hörpudiskur finnst í flestum landshlutum en hann er langalgengastur í Breiðafirði.

Mikið er af hörpudiski í Breiðafirði. Á þessari mynd sjást þau svæði við landið þar sem mest er veitt af hörpudiski. Dekkstu svæðin sýna mestan afla.

Hörpudiskur lifir fyrst og fremst í hörðum malarbotni eða grófum skeljasandsbotni þar sem hann grefur sig niður. Þar sem skilyrði eru hagstæð geta allt að 100 eintstaklingar lifað á einum fermetra en það eru um 5-6 kg.

Þegar dýrin deyja sér brimið um að brjóta skeljarnar niður og brotunum skolar upp á ströndina. Margar fisktegundir lifa á skelfiski og mikið af skeljasandi hefur farið í gegn um fiskmaga áður en hann kemur upp á ströndina.

Hörpudiskur er rauðleitur á lit og Rauðasandur fær lit sinn af skeljum hans.

Litur á skeljasandi er mismunandi eftur skeljategundum. Í Sauðlauksdal er sandurinn til að mynda bláhvítur af kræklingi.

Hægt er að lesa meira um lit á sandi í svari Sigurðar Steinþórssonar við spurningunni Hvers vegna er fjörusandurinn mismunandi eftir því hvar hann er?

Myndir:

...