Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 71 svör fundust
Hver er ástæðan fyrir því að þvottabretti myndast á malarvegum?
Þvottabretti er það kallað, þegar litlar öldur myndast þvert á akstursstefnu á yfirborði malarslitlaga. Þrenns konar ástæður eru nefndar fyrir myndun þvottabretta. Í fyrsta lagi aðskilnaður og tilfærsla korna í vegyfirborðinu, sem er líklegasta skýringin þegar yfirborðið er þurrt. Í öðru lagi geta þvottabretti ...
Af hverju takast kappakstursbílar ekki á loft þegar þeir eru komnir á fulla ferð?
Það er auðvitað rétt að kappakstursbílar takast ekki á loft á sléttri braut eins og venjulegar flugvélar. Þetta er aðallega vegna þess að kappakstursbílar eru ekki flugvélar og ekki hannaðir til þess að fljúga! Flugvélar takast á loft þegar þær hafa náð ákveðnum hraða miðað við loftið í kring. Þá hefur myndast ...
Hver er skilgreiningin á eignaspjöllum? Telst veggjakrot, álímingar og plaköt til eignaspjalla?
Ein af grundvallarhugmyndum lýðræðis á Vesturlöndum er að eignarrétturinn sé friðhelgur. Í stjórnarskrá Íslands segir svo í 72. gr. með breytingum frá 1995:Eignarrétturinn er friðhelgur. Engan má skylda til að láta af hendi eign sína nema almenningsþörf krefji. Þarf til þess lagafyrirmæli og komi fullt verð fyrir...
Af hverju er stærðfræði til?
Stærðfræðin og önnur vísindi eru til einkum af tveimur ástæðum. Í fyrsta lagi er gagnlegt að ráða yfir þekkingunni og skilningnum sem í þeim felst og í öðru lagi svala vísindi og þekking forvitni okkar. Seinni ástæðan gæti þó verið tengd þeirri fyrri, það er að segja að við erum kannski forvitin af því að við finn...
Hvernig get ég minnkað bensíneyðslu bílsins míns?
Það er hægt að gera ýmislegt til þess að draga úr eldsneytisnotkun bifreiða. Á vef Orkuseturs er til dæmis að finna ágætar ábendingar þess efnis og eru þær birtar hér með góðfúslegu leyfi. Forðist öfgar í aksturlagi Ef aksturslagið miðast við að taka hratt af stað og snögghemla þá getur eyðslan aukist um all...
Ég er að taka ökupróf og skil ekki hvað það þýðir að ferma og afferma bifreið?
Spurningin hljóðaði svona í fullri lengd: Er að taka ökupróf og er alltaf að fá eitthvað um að ferma og afferma ökutæki í æfingarprófunum og ég hef ekki hugmynd hvað það er. Þannig hvað þýðir að ferma og afferma bifreið? Sögnin að ferma merkir að hlaða bifreið, skip eða flugvél vörum sem heita þá einu nafni fa...
Er hægt að nota metan og vetni á sömu bílvélar? Hvort er hagkvæmara?
Tilraunir með að nýta annað en bensín og dísilolíu til að knýja farartæki eru gerðar með það að markmiði að draga úr útblæstri koltvíildis eða koltvísýrings frá umferð. Ekkert koltvíildi fylgir vetnisnotkun ef það er gert með rafgreiningu úr vatni eins og hér var gert. Notkun metans dregur verulega úr útblæstri. ...
Af hverju ganga bílar ekki fyrir vatni?
Spurningin er væntanlega sú, hvort vatn gæti komið í stað bensíns eða dísilolíu sem orkugjafi fyrir bíla? Svarið við því er einfaldlega nei. Eldsneyti sem notað er á bíla eru aðallega kolvetni (e. hydrocarbons). Þegar slíku eldsneyti er brennt, en bruni er hvarf við súrefni, endar allt kolefnið sem var í eldsn...
Hver er spurningin sem tilvist okkar er svar við?
Nauðsynlegt er að byrja umræðu um þetta með því að gera sér ljóst að spurning er texti og svar við spurningu er líka texti. Eins og fram kemur í svari Erlendar Jónssonar við spurningunni Er þetta spurning? þá er spurning í rauninni beiðni um upplýsingar og svarið felst í að veita umbeðnar upplýsingar. Spurning er ...
Getið þið sagt mér sögu BMW og hversu margar BMW-tegundir eru til?
Samkvæmt opinberum fyrirtækjaskrám í Þýskalandi er miðað við að fyrirtækið Bayerische Motoren Werke (BMW) hafi verið stofnað þann 7. mars árið 1916. Það hét þó ekki BMW í fyrstu heldur BFW sem stóð fyrir Bayernische Flugzeugwerke (Flugvélaverksmiðja Bæjaralands). Árið 1922 keypti fjárfestirinn Camillo Castiglioni ...
Hver er mesti hraði sem mannvera getur náð án þess að deyja?
Svarið er í stuttu máli það að hraði drepur engan; það er svokölluð hröðun eða hraðabreyting sem getur hins vegar vissulega verið lífshættuleg. Þegar við sitjum í flugvél sem hefur náð fullum hraða og er komin í lárétt flug, þá finnum við yfirleitt ekkert fyrir hraða flugvélarinnar. Engu að síður er hann mö...
Af hverju gátu Bakkabræður ekki borið birtuna inn í húsið í húfunum sínum?
Bakkabræður virðast hafa lesið sér til í eðlisfræði og komist að því að ljósið hegði sér oft einsog agnir sem nefnast ljóseindir. Þeir hafa þess vegna ályktað að hægt væri að bera agnirnar inn í kolniðamyrkur og hleypa þeim þar út til að bregða birtu á bæinn. Ályktunarhæfni bræðranna hefur þó aðeins brugðist þ...
Ef við skjótum úr byssu úti í geimnum, heldur kúlan þá áfram að eilífu?
Þeir sem kannast við fyrsta lögmál Sir Isaacs Newtons (1642-1727) geta svarað þessari spurningu snarlega. Í Stærðfræðilögmálum náttúruspekinnar eftir Newton er fyrsta lögmálið sett fram á þennan hátt: Sérhver hlutur heldur áfram að vera í kyrrstöðu, eða á jafnri hreyfingu eftir beinni línu, nema kraftar sem á han...
Geta kolefnisjafnaðir bílar verið grænir og hvað er eiginlega Kolviður?
Kolviður er sjóður sem Skógræktarfélag Íslands og Landvernd stofnuðu. Hægt er að borga í sjóðinn og greiðslan er notuð til að gróðursetja tré. Þannig er kolefni bundið úr koltvíildi (CO2) andrúmsloftsins og með skógræktinni verður til súrefni. Á heimasíðu sjóðsins er reiknivél sem reiknar út hversu mörg tré þa...
Hvað gerist ef bíll er á sama hraða og byssukúla ferðast, og maður skýtur úr byssu afturábak? Stoppar kúlan eða heldur hún áfram?
Svarið er í stuttu máli hvorki já eða nei heldur "bæði -- og" því að það fer eftir því hvaðan við horfum á það sem gerist. Hraði kúlunnar miðað við byssuna og þar með bílinn ákvarðast eingöngu af gerð og eðli skots og púðurs. Við reiknum með að byssunni sé haldið fastri miðað við bílinn og skotið sé nákvæmlega ...