Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 51 svör fundust
Rannsóknasetur HÍ á Suðurnesjum
Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Suðurnesjum var stofnað árið 2004 og er það staðsett að Garðvegi 1 í Sandgerði. Þar eru einnig til húsa Náttúrustofa Reykjaness, Botndýrarannsóknastöðin (BIOICE) og Fræðasetrið í Sandgerði en frá upphafi hefur Sandgerðisbær staðið myndarlega að uppbyggingu og rekstri þessara stofna...
Hvað hefur vísindamaðurinn Vilmundur Guðnason rannsakað?
Vilmundur Guðnason er prófessor í erfðafræði hjarta- og æðasjúkdóma við Læknadeild Háskóla Íslands og forstöðulæknir Hjartaverndar. Rannsóknir Vilmundar hafa aðallega verið á sviði faraldsfræði og erfðafaraldsfræði. Vilmundur hefur stýrt Öldrunarrannsókn Hjartaverndar (AGES Reykjavik study) sem er ein af ítarlegus...
Hvað eru öldrunarsjúkdómar?
Með hugtakinu öldrunarsjúkdómar er átt við sjúkdóma sem fyrst og fremst gera vart við sig á efstu árum og leiða til andlegrar eða líkamlegrar hrörnunar. Annað hugtak sem vert er að gefa gaum í þessu sambandi er aldurstengdar breytingar. Þá er átt við að allir vefir líkamans sýna einhvers konar breytingar sem te...
Hvað eru HeLa-frumur?
Árið 1951 innritaðist rúmlega þrítug kona, Henrietta Lacks (1920–1951), á John Hopkins-spítalann í Baltimore sem á þessum tíma var einn fárra spítala sem meðhöndluðu blökkufólk. Ástæða spítalavistarinnar var hnútur í kviðarholi sem læknar greindu síðan sem krabbamein á leginu. Því miður dugði meðferð ekki til að b...
Er tími í raun og veru til?
Til að sjá hvort tími er til verðum við fyrst að athuga hvað tími er. Tíma má sjá sem margt í senn. Hægt er að sjá hann sem tæki til að mæla breytingar og einnig sem framfarandi runu augnablika í þræði. Hægt er að sjá tíma sem sandkorn í stundaglasi þar sem framtíðin fellur í augu okkar en fortíðina má sjá sem hrú...
Hvað er líffærakerfi?
Allar lífverur eru gerðar úr frumum. Í fjölfrumungum eru frumurnar sjaldnast stakar heldur raðast þær saman og mynda vefi. Í flestum dýrum, þar á meðal manninum, raðast ólíkir vefir saman og mynda líffæri. Mismunandi líffæri vinna svo saman sem ein heild og mynda líffærakerfi. Sum líffæri tilheyra fleiri en einu ...
Hvað hefur vísindamaðurinn Lotta María Ellingsen rannsakað?
Lotta María Ellingsen er dósent í rafmagns- og tölvuverkfræði við Háskóla Íslands og rannsóknarlektor við Johns Hopkins-háskólann í Baltimore. Rannsóknir Lottu eru á sviði læknisfræðilegrar myndgreiningar og hefur hún meðal annars þróað sjálfvirkar myndgreiningaraðferðir fyrir segulómmyndir af heila og tölvusneiðm...
Hver er ég?
Við þessari spurningu er til einfalt svar: Þú ert þú. En þó svo að svarið sé vissulega rétt og enginn geti með góðu móti efast um sannleiksgildi þess, þá er ekki þar með sagt að það sé fullnægjandi. Við erum nefnilega litlu nær. Svipuðu máli gegnir um spurninguna: Hvað er til? Henni má svara: Allt er til. Þett...
Er hægt að hafa áhrif á sjúkdóminn sóra (psoriasis) með breyttu mataræði?
Sóri (e. psoriasis) er krónískur bólgusjúkdómur og tilheyrir flokki gigtarsjúkdóma. Sjúkdómurinn leggst aðallega á húð einstaklinga en getur þó haft áhrif á hvaða hluta líkamans sem er, en algengast er að hann leggist á höfuðleður, olnboga eða hné. Einkennin lýsa sér sem dökkrauðir eða fjólubláir upphleyptir þurrk...
Hvernig verka brúnkukrem?
Vísindavefnum hafa borist nokkrar spurningar um brúnkukrem enda hefur notkun slíkra krema aukist verulega síðustu misserin. Hér er einnig að finna svar við spurningunum:Eru brúnkukrem (sólbrúnka án sólar) á einhvern hátt skaðleg húðinni?Hvernig verkar brúnkukrem? Er það bara litarefni sem klessist á húðina eða örv...
Hvaða áhrif hefur of mikið estrógen á karlmenn?
Það er eðlilegt að karlar framleiði estrógen í einhverju mæli, bæði örlítið í nýrnahettum en einnig í eistum. Talið er að estrógen sé nauðsynlegt fyrir frjósemi karla og rannsóknir sýna að það hefur áhrif á vatns- og jónajafnvægi í þekjuvef innri æxlunarfæra og þroskun sáðfrumna. Það er aftur á móti ekki eðlilegt...
Hvað hefur vísindamaðurinn Snorri Þór Sigurðsson rannsakað?
Snorri Þór Sigurðsson er prófessor í efnafræði við Raunvísindadeild Háskóla Íslands. Hann starfar við lífræna efnafræði, en sérsvið hans eru kjarnsýruefnafræði og efnafræði stöðugra stakeinda. Rannsóknir Snorra eru í eðli sínu þverfaglegar og byggja að miklu leyti á samvinnu við bæði íslenska og erlenda rannsóknah...
Hvað eru æðahnútar?
Hér er einnig svarað spurningunum:Eru til einhver ráð við æðahnútum?Er hægt að fá blóðtappa vegna æðahnúta? Æðahnútar eru hnýttar, útþandar bláæðar. Hvaða bláæð sem er getur orðið að æðahnúti en þær sem oftast koma við sögu eru æðarnar í fótum okkar og fótleggjum. Ástæðan er sú að upprétt staða, það er þegar við ...
Hvert er hlutverk skjaldkirtilsins?
Hér er einnig svarað spurningunum: Hvers konar veikindum getur skjaldkirtill valdið? Hvað getið þið sagt mér um skjaldkirtilshormón og áhrif röskunar á þeim? Skjaldkirtillinn er innkirtill og myndar tvö hormón í tveimur megin frumugerðum sínum. Önnur frumugerðin myndar skjaldkirtilshormón en það er til í tvei...
Geta áunnir eiginleikar erfst milli kynslóða?
Í stuttu máli er svarið nei. Áunnir eiginleikar vísa til eiginleika sem mótast við þjálfun og þroskun einstaklingsins, líkt og hreysti og vaxtarlag vegna líkamsræktar og mataræðis eða vegna menntunar og reynslu. Til dæmis erfist tungumálakunnátta ekki frá foreldrum til barna. Þótt umhverfisáhrif geti mótað samspil...