Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Vilmundur Guðnason rannsakað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Vísindafélag Íslendinga - 100 ára
Vilmundur Guðnason er prófessor í erfðafræði hjarta- og æðasjúkdóma við Læknadeild Háskóla Íslands og forstöðulæknir Hjartaverndar. Rannsóknir Vilmundar hafa aðallega verið á sviði faraldsfræði og erfðafaraldsfræði. Vilmundur hefur stýrt Öldrunarrannsókn Hjartaverndar (AGES Reykjavik study) sem er ein af ítarlegustu rannsóknum á öldrun og þáttum sem stuðla að sjúkdómum og heilbrigði þegar aldur færist yfir. Vilmundur hefur einnig verið aðalrannsakandi Áhættuþáttakönnunar Hjartaverndar (REFINE Reykjavik study) sem og annarra rannsókna innan Hjartaverndar.

Vilmundur hefur unnið með samstarfsfólki að rannsóknum þar sem grunnrannsóknir hafa verið leiddar yfir í raunveruleg tól til notkunar. Dæmi um það eru áhættureiknar Hjartaverndar. Annar reiknirinn reiknar líkindi á að fá kransæðasjúkdóm á næstu tíu árum. Þessi áhættureiknir gagnast einkum þeim sem eru í hárri áhættu og hafa yfirleitt einhverja áhættuþætti sem má meðhöndla. Hins vegar er nýr áhættureiknir sem greinir einstaklinga sem eru í lágri eða miðlungsáhættu samkvæmt eldri áhættureikninum en eru í raun með dulinn æðasjúkdóm sem unnt er að greina. Þessi áhættureiknir er útfærður í náinni samvinnu við heilsugæsluna og er unnið að því að innleiða hann til notkunar í forvarnarstarfi þar.

Rannsóknir Vilmundar hafa aðallega verið á sviði faraldsfræði og erfðafaraldsfræði.

Vilmundur hefur tekið þátt í að mynda tvo alþjóðlega vinnuhópa, annars vegar í faraldsfræði (Emerging Risk factor Collaboration (ERFC)) og hins vegar í erfðafaraldsfræði (Cohorts for Heart and Aging Research in Genomic Epidemiology Consortium (CHARGE)). Báðir þessir rannsóknahópar hafa gert mikilvægar uppgötvanir á tilurð og þróun hjarta- og æðasjúkdóma sem og annarra krónískra sjúkdóma. Vilmundur hefur unnið ötullega að því að styðja rannsóknir annarra vísindamanna innanlands sem utan með náinni samvinnu um rannsóknir á efniviði hóprannsókna Hjartaverndar.

Vilmundur lauk námi í læknisfræði við Háskóla Íslands 1985 og doktorsnámi (PhD) í sameindaerfðafræði við University College London 1995. Hann er höfundur og meðhöfundur að hundruðum vísindagreina sem birst hafa í virtum vísindatímaritum eins og Nature, Science, Cell, Nature genetics, JAMA, NEJM og Lancet svo nokkur séu nefnd. Vilmundur er á lista Clarivate (áður Thompson Reuter) yfir þá vísindamenn heims sem oftast hefur verið vitnað í (efstu 1%).

Mynd

Útgáfudagur

2.9.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Vilmundur Guðnason rannsakað?“ Vísindavefurinn, 2. september 2018, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=76266.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 2. september). Hvað hefur vísindamaðurinn Vilmundur Guðnason rannsakað? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=76266

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Vilmundur Guðnason rannsakað?“ Vísindavefurinn. 2. sep. 2018. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=76266>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Vilmundur Guðnason rannsakað?
Vilmundur Guðnason er prófessor í erfðafræði hjarta- og æðasjúkdóma við Læknadeild Háskóla Íslands og forstöðulæknir Hjartaverndar. Rannsóknir Vilmundar hafa aðallega verið á sviði faraldsfræði og erfðafaraldsfræði. Vilmundur hefur stýrt Öldrunarrannsókn Hjartaverndar (AGES Reykjavik study) sem er ein af ítarlegustu rannsóknum á öldrun og þáttum sem stuðla að sjúkdómum og heilbrigði þegar aldur færist yfir. Vilmundur hefur einnig verið aðalrannsakandi Áhættuþáttakönnunar Hjartaverndar (REFINE Reykjavik study) sem og annarra rannsókna innan Hjartaverndar.

Vilmundur hefur unnið með samstarfsfólki að rannsóknum þar sem grunnrannsóknir hafa verið leiddar yfir í raunveruleg tól til notkunar. Dæmi um það eru áhættureiknar Hjartaverndar. Annar reiknirinn reiknar líkindi á að fá kransæðasjúkdóm á næstu tíu árum. Þessi áhættureiknir gagnast einkum þeim sem eru í hárri áhættu og hafa yfirleitt einhverja áhættuþætti sem má meðhöndla. Hins vegar er nýr áhættureiknir sem greinir einstaklinga sem eru í lágri eða miðlungsáhættu samkvæmt eldri áhættureikninum en eru í raun með dulinn æðasjúkdóm sem unnt er að greina. Þessi áhættureiknir er útfærður í náinni samvinnu við heilsugæsluna og er unnið að því að innleiða hann til notkunar í forvarnarstarfi þar.

Rannsóknir Vilmundar hafa aðallega verið á sviði faraldsfræði og erfðafaraldsfræði.

Vilmundur hefur tekið þátt í að mynda tvo alþjóðlega vinnuhópa, annars vegar í faraldsfræði (Emerging Risk factor Collaboration (ERFC)) og hins vegar í erfðafaraldsfræði (Cohorts for Heart and Aging Research in Genomic Epidemiology Consortium (CHARGE)). Báðir þessir rannsóknahópar hafa gert mikilvægar uppgötvanir á tilurð og þróun hjarta- og æðasjúkdóma sem og annarra krónískra sjúkdóma. Vilmundur hefur unnið ötullega að því að styðja rannsóknir annarra vísindamanna innanlands sem utan með náinni samvinnu um rannsóknir á efniviði hóprannsókna Hjartaverndar.

Vilmundur lauk námi í læknisfræði við Háskóla Íslands 1985 og doktorsnámi (PhD) í sameindaerfðafræði við University College London 1995. Hann er höfundur og meðhöfundur að hundruðum vísindagreina sem birst hafa í virtum vísindatímaritum eins og Nature, Science, Cell, Nature genetics, JAMA, NEJM og Lancet svo nokkur séu nefnd. Vilmundur er á lista Clarivate (áður Thompson Reuter) yfir þá vísindamenn heims sem oftast hefur verið vitnað í (efstu 1%).

Mynd...