Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1736 svör fundust
Hefur veðurfar áhrif á úthald þitt? Er til dæmis munur á úthaldi í rigningu og sólskini?
Áður en þessari spurningu er svarað er nauðsynlegt að gera sér nánari grein fyrir hvað átt er við með orðinu 'úthald'. Er til dæmis átt við hvað ég get hlaupið langt eða hvað ég get hlaupið lengi? Hugsum okkur að átt sé við hlaupalengd. Þá má fullyrða að ég nota til dæmis meiri orku ef ég hleyp sömu vegalengd á...
Hvað kalla ég bróður mágkonu minnar?
Ef mágkonan er systir mannsins þíns er einn bróðir hennar maðurinn þinn. Þú getur kallað hann hvað sem ykkur semst um. Eigi hún fleiri bræður kallarðu þá mága þína. Ef mágkonan er kona bróður þíns er okkur ekki kunnugt um sérstakt heiti um þær mægðir. Ef maki þinn á systur þá eru eiginmenn þeirra svilar þín...
Hvar finn ég teikningu af vatnshrút?
Vatnshrútur er vatnsdæla sem gengur fyrir fallkrafti vatns og getur náð verulegri lyftihæð. Hins vegar skilar aðeins lítill hluti vatnsins eða um 1/4 sér upp í þá hæð, mestur hlutinn fer framhjá dælunni og sér um að knýja hana.Vatnið er leitt úr vatnsbóli (a) um leiðslu í fremri klefann (b). Leiðslan verður að ver...
Hvernig get ég útskýrt "Heilagan anda"?
Það er erfitt að útskýra Heilagan anda og skilning kristninnar á honum. Það er ef til vill helst hægt að útskýra hann þannig að hann sé kraftur frá Guði eða kraftur Guðs sem hjálpar okkur til að hugsa, tala og starfa eins og Guð vill að við gerum. Jesús lofaði að senda lærisveinum sínum slíkan kraft til þess að þe...
Af hverju spyr ég þessarar spurningar?
Ýmis svör koma til greina en öll eru þau stutt. Við látum hér fylgja nokkra möguleika:Af því að þig langar að leggja fram spurningu en þér dettur ekkert annað betra í hug. Af því að þig langar til að leggja fram spurningu sem ómögulegt virðist að svara. Af því að himinninn er blár. Af því að þú heldur að okkur ...
Hvernig breyti ég tommum í millímetra?
Ein tomma er nákvæmlega 2,54 cm eða 25,4 mm. Til að breyta tommum í millímetra þarf sem sagt að margfalda með þeirri tölu. Tólf tommur jafngilda einu feti sem aftur er jafnt 30,48 cm. Svona upplýsingar er auðvelt að nálgast, bæði á veraldarvef og í handbókum ýmiss konar. Heimild: Benson, Harris, 1996. Uni...
Hvernig bý ég til sporöskjulaga hlut?
Í stærðfræði er sporaskja oftast kölluð sporbaugur. Áður hefur verið fjallað um sporbaug á Vísindavefnum í svari sama höfundar við spurningunni Hverjir eru helstu stærðfræðilegu eiginleikar sporbaugs? Hér verður sagt frá því hvernig hægt er að nota eiginleikana sem fjallað er um í fyrrgreindu svari til að gera spo...
Hvernig get ég peppað einhvern upp?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Hvað þýðir að vera "peppaður" eða "peppuð"? Hvaðan er orðið komið og hvað er það gamalt? Sögnin að peppa er venjulega notuð með atviksorðinu upp, það er peppa einhvern upp, í merkingunni að 'lífga upp á, hressa við’. Af henni er dregið lýsingarorðið peppaður 'sá sem ...
Hvernig get ég breytt nafninu mínu?
Samkvæmt 17. grein laga um mannanöfn nr. 45/1996 er heimild fyrir því að fá nafni sínu breytt í Þjóðskrá einu sinni nema sérstaklega standi á. Hvernig ferlið er og hvort nafnbreytingin er gjaldskyld eða ekki fer eftir því hvort aðeins er um að ræða breytingu á ritun nafns eða hvort um eiginlega nafnbreytingu er að...
„Hvenær kemst ég í þennan skóla?“
Háskólalestin heimsótti Bolungarvík 10. og 11. maí 2019 og seinni daginn var haldin vísindaveisla í félagsheimili staðarins. Þar gátu gestir og gangandi meðal annars leitað að fornleifum, gert ýmsar tilraunir, leikið sér með ljós og rafmagn og leyst fjölmargar þrautir. Óhætt er að segja að hinn 11 ára Oliwier M. U...
Hvernig reikna ég út mitt kolefnisspor?
Kolefnisspor er sú heildarlosun gróðurhúsalofttegunda sem einstaklingur, viðburður, fyrirtæki eða framleiðsla tiltekinnar vöru veldur á einu ári. Kolefnisspor er yfirleitt gefið upp í tonnum koltvísýringsgilda (tonn CO2-ígilda). Þegar um einstaklinga er að ræða er þetta meðal annars vegna ferðalaga, matarvenja, or...
Get ég stofnað kirkju á Íslandi?
Öll spurningin hljóðaði svona:Þarf að uppfylla skilyrði um lágmark, eða hvað þarf til að stofna kirkju á Íslandi? Ætli það þurfi einhvern lágmarksfjölda safnaðarmeðlima? Ég finn ekkert um það, með fyrirfram þökk fyrir svarið. Stutta svarið er einfaldlega að öllum er frjálst að stofna kirkju eða trúarsamfélag og...
Ég missti mæli með kvikasilfri í gólfið og hann brotnaði, hvað á ég að gera?
Kvikasilfur er baneitrað og þess vegna forðast menn að nota það nema nauðsyn beri til. Kvikasilfursgufur eru hættulegar og ef menn brjóta mæli með kvikasilfri er mikilvægt að hreinsa allt kvikasilfrið upp sem fyrst. Við hreinsunina er ráðlegt að hafa góða loftræstingu, opna til dæmis glugga og dyr. Börn ættu ekki ...
Ef ég er bitin af villtu dýri á Íslandi gæti ég þá smitast af hundaæði?
Hundaæði er bráð heilabólga sem öll spendýr geta smitast af. Sjúkdómurinn orsakast af hundaæðiveiru (e. rabies virus) og smitast venjulega með biti sjúks dýrs en veiran getur einnig komist í gegnum slímhúðir í munni og augum ef til dæmis munnvatn úr sjúku dýri berst þangað. Veiran kemst í taugar á smitstað og bers...
Hvernig get ég fundið út fjölda nifteinda í kjarna frumeindar ef ég þekki fjölda róteinda?
Í svari við spurningunni Hver er munurinn á frumefni og frumeind? kemur þetta fram:Frumeindir samanstanda af kjarna, sem er í miðju frumeindarinnar, og neikvætt hlöðnum rafeindum (e. electrons), sem sveima í kringum kjarnann. Kjarninn er svo samsettur úr jákvætt hlöðnum róteindum (e. protons) og óhlöðnum nifteindu...