Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 974 svör fundust

category-iconVísindi almennt

Hvers vegna varpar eldur engum skugga?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvers vegna kemur ekki skuggi af eldi en eldur getur búið til skugga af öðrum hlutum? Þegar lýst er á hlut fer ljósið að hluta til í gegnum hann, það endurkastast af honum eða er gleypt af hlutnum. Styrkur ljóssins sem kemst í gegn og endar á fletinum fyrir aftan hefur...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvers vegna dragast sum efni saman þegar þau blotna?

Upphafleg spurning var sem hér segir:Hvers vegna dragast sum efni saman þegar þau blotna, til dæmis kaðlar, snæri og ýmis vefnaður? Hvers vegna þenjast þau ekki út við að bæta við sig efni?Það er vissulega rökrétt að hugsa sem svo að efni þenjist út við að draga vatn í sig. Það er líka vel þekkt að bómullar- og næ...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvað er Grænlandsjökull mörg prósent af öllu landinu?

Grænland er 2.166.086 km2 að flatarmáli. Þar af hylur ís 1.755.637 km2 eða rúmlega 80% af landinu. Til samanburðar má geta þess að jöklar á Íslandi eru um 10% af flatarmáli landsins. Grænlandsjökull er önnur stærsta jökulbreiða heims á eftir Suðurskautsjöklinum. Jökullinn er um 2.400 km langur frá norðri til...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju rennur engin jökulá úr Snæfellsjökli?

Í riti sínu Enarrationes1 frá 1749 taldi Eggert Ólafsson Snæfellsjökul og Glámu merkilega lík fjöll. Bæði væru miklir jöklar en frá hvorugu runnu jökulár. Nú á dögum þykja þetta mjög ólík fjöll. Snæfellsjökull er jökultyppt eldkeila og meðal stæðilegustu eldfjalla landsins en Gláma er tiltölulega flöt háslétta úr ...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Af hverju er koltvíildi í líkama okkar og hvað gerir það?

Koltvíildi eða koltvíoxíð myndast við svokallaða frumuöndun í lífverum, þar á meðal mönnum. Frumuöndun felst í því að sundra lífrænum efnum eins og kolvetnum og fitu til að fá úr þeim orku sem er nauðsynleg til nýmyndunar efna fyrir vöxt og viðhald. Lokaafurðir þessa efnaferlis eru vatn og koltvíildi. Þessi efnasa...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað getið þið sagt mér um fjallagrös?

Fjallagrös (Cetraria islandica) eru fléttur, en það er samheiti yfir hóp sveppa sem myndar sambýli við þörunga. Fléttur eru gott dæmi um eitt traustasta samlífi lífvera í gjörvöllu lífríkinu. Sveppurinn sér fléttunum fyrir vatni og steinefnum og þörungurinn myndar lífræn efni með ljóstillífun. Hér á landi eru f...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Eru stöðuvötn á Títan?

Menn hafði lengi grunað að á Títan, stærsta tungli Satúrnusar, væri að finna höf eða að minnsta kosti stöðuvötn. Strax við komuna til Satúrnusar sýndu ratsjármyndir Cassini-geimfarsins og loftmyndir Huygens-lendingarfarsins, greinileg merki um að einhvers konar vökvi hefði runnið um ísilagt yfirborð Títans. Aftur...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvort reiknar maður fermetra sem metri * metri eða lengd * breidd?

Í raun mætti hugsa sér að báðar aðferðirnar sem spyrjandi bendir á séu réttar. Hins vegar mun formúlan fyrir því að reikna út flatarmál, og þá fermetrafjölda ef því er að skipta, vera \(\text{lengd}\cdot \text{breidd}\). Til að hafa þetta allt sem einfaldast skulum við ímynda okkur ferkantað hús á einni hæð. ...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvernig er eyðimerkurgróður?

Til eru ýmsar mismunandi skilgreiningar á eyðimörk en ein sem er nokkuð útbreidd miðar við að í eyðimörk falli innan við 250 mm af úrkomu á ári. Vegna þess hve lítil úrkoma fellur er mjög krefjandi fyrir plöntur sem og aðrar lífverur að þrífast í eyðimörkum. Plöntur þurfa helst að hafa tvo eiginleika til þess a...

category-iconUnga fólkið svarar

Af hverju er grjótið á Mars rautt?

Mars er fjórða reikistjarnan frá sólu og sú næstminnsta. Þegar við skoðum Mars í sjónauka virðist hún vera rauðleit. Þessi rauði litur er tilkominn vegna járnoxíðs í berginu en járnoxíð kallast öðru nafni ryð. Meira má lesa um rauða lit reikistjörnunnar í svari Stjörnufræðivefsins við spurningunni: Hvers vegna er ...

category-iconLandafræði

Hvort vatnið er stærra, Þórisvatn eða Þingvallavatn?

Eins og fram kemur í svari við spurningunni Hver eru tíu stærstu vötn landsins? er Þórisvatn 83-88 km2 að flatarmáli (eftir því hversu mikið er í lóninu) en Þingvallavatn 82 km2 ef miðað er við upplýsingar af heimasíðu Landmælinga Íslands. Hins vegar segja aðrar heimildir að Þingvallavatn sé stærra en þarna ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Verður hægt að finna upp tæki sem kælir jafn hratt og örbylgjuofn hitar?

Undir náttúrulegum kringumstæðum streymir varmi milli tveggja misheitra hluta frá þeim heitari og til þess kaldari. Varmastreymið, og þar með hraði kælingar eða hitunar, eykst með varmaleiðni hlutanna og hitastigsmun þeirra. Þess vegna er mögulegt að kæla hluti mjög hratt með því til dæmis að láta þá snerta flöt s...

category-iconEfnafræði

Hvaðan kemur saltið? Er það sama saltið og er í sjónum?

Saltið sem við notum í matinn okkar er það sama og er í sjónum. Efnafræðingar nefna venjulegt matarsalt natrínklóríð, natríumklóríð eða NaCl. Mestur hlutinn af seltu sjávar er matarsalt eða um 77 prósent. Saltið er í raun kristallar sem líkjast teningum. Þeir eru annað hvort litlausir, glærir eða gegnsæir eftir þv...

category-iconJarðvísindi

Hvaða gastegundir koma upp í eldgosi?

Lofttegundir sem mynda eldfjallagas, eru sumar hverjar leystar upp í bergkvikunni. Þær eru í meginatriðum af þrennum toga, úr möttli jarðar, úr myndbreyttu gosbergi eða setbergi, og úr yfirborðsjarðlögum, að vatnshveli jarðar meðtöldu. Aðrar myndast úr uppleystum frumefnum eða sameindum kvikunnar, meðan uppgufun e...

category-iconNæringarfræði

Er 1 lítri af léttmjólk léttari en lítri af nýmjólk og lítri af rjóma?

Hér er einnig svarað spurningunni:Hve þungur er lítri af rjóma? Mjólkurfita er eðlisléttari en vatn og þar sem rjómi og mjólkurafbrigði (nýmjólk, léttmjólk og undanrenna) eru að stærstum hluta vatn getum við sagt til um röð eðlismassa þessara vökva ef við vitum fitumagnið í vökvanum. Magn annarra efna í þessum...

Fleiri niðurstöður