Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig er eyðimerkurgróður?

Jón Már Halldórsson

Til eru ýmsar mismunandi skilgreiningar á eyðimörk en ein sem er nokkuð útbreidd miðar við að í eyðimörk falli innan við 250 mm af úrkomu á ári. Vegna þess hve lítil úrkoma fellur er mjög krefjandi fyrir plöntur sem og aðrar lífverur að þrífast í eyðimörkum.

Plöntur þurfa helst að hafa tvo eiginleika til þess að komast af í eyðimörk. Annars vegar þurfa þær að geta safnað birgðum af vatni þegar nóg er til staðar og hins vegar þurfa þær að geta komist hjá því að þorna upp þegar úrkomulaust er í langan tíma. Eyðimerkurplöntur vaxa jafnan hægt og lifa lengi.

Kaktusar hafa nálar í stað laufblaða og ljóstillífun fer fram í stofninum sem einnig geymir vökva.

Eyðimerkurplöntur hafa stórar rætur sem ná djúpt niður í jörð og gera þeim kleift að ná í vatn sem liggur á miklu dýpi. Þær hafa oft þykk og vaxkennd laufblöð sem koma í veg fyrir uppgufun vatns en líklega eru þekktustu eyðimerkurplönturnar kaktusar sem eru lausir við laufblöð. Kaktusar hafa nálar í stað laufblaða og ljóstillífun fer fram í stofninum sem einnig geymir vökva.

Nokkrar tegundir plantna teljast til drekatrjáa og sumar þeirra finnast á mjög þurrum svæðum svo sem á Kanaríeyjum við vesturströnd Afríku. Þessar tegundir hafa þykk og vaxkennd laufblöð og gildan stofn sem geymir vatn. Annar þekktur hópur eyðimerkurplantna eru pálmatré eins og döðlupálmi (Phoenix dactylifera) sem er sennilega upprunninn frá svæðum við Persaflóa. Döðlupálminn er gríðarstór planta með afar víðfeðmt rótarkerfi. Hann getur orðið allt að 25 metrar á hæð og ber laufblöð sem eru allt að 5 metrar á lengd.

Eyðimerkurplantan desert spoon (Dasylirion wheeleri) lifir í Arizona og Texas.

Myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

15.7.2011

Síðast uppfært

13.9.2021

Spyrjandi

Brynhildur Ósk Einarsdóttir

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvernig er eyðimerkurgróður?“ Vísindavefurinn, 15. júlí 2011, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=59619.

Jón Már Halldórsson. (2011, 15. júlí). Hvernig er eyðimerkurgróður? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=59619

Jón Már Halldórsson. „Hvernig er eyðimerkurgróður?“ Vísindavefurinn. 15. júl. 2011. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=59619>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig er eyðimerkurgróður?
Til eru ýmsar mismunandi skilgreiningar á eyðimörk en ein sem er nokkuð útbreidd miðar við að í eyðimörk falli innan við 250 mm af úrkomu á ári. Vegna þess hve lítil úrkoma fellur er mjög krefjandi fyrir plöntur sem og aðrar lífverur að þrífast í eyðimörkum.

Plöntur þurfa helst að hafa tvo eiginleika til þess að komast af í eyðimörk. Annars vegar þurfa þær að geta safnað birgðum af vatni þegar nóg er til staðar og hins vegar þurfa þær að geta komist hjá því að þorna upp þegar úrkomulaust er í langan tíma. Eyðimerkurplöntur vaxa jafnan hægt og lifa lengi.

Kaktusar hafa nálar í stað laufblaða og ljóstillífun fer fram í stofninum sem einnig geymir vökva.

Eyðimerkurplöntur hafa stórar rætur sem ná djúpt niður í jörð og gera þeim kleift að ná í vatn sem liggur á miklu dýpi. Þær hafa oft þykk og vaxkennd laufblöð sem koma í veg fyrir uppgufun vatns en líklega eru þekktustu eyðimerkurplönturnar kaktusar sem eru lausir við laufblöð. Kaktusar hafa nálar í stað laufblaða og ljóstillífun fer fram í stofninum sem einnig geymir vökva.

Nokkrar tegundir plantna teljast til drekatrjáa og sumar þeirra finnast á mjög þurrum svæðum svo sem á Kanaríeyjum við vesturströnd Afríku. Þessar tegundir hafa þykk og vaxkennd laufblöð og gildan stofn sem geymir vatn. Annar þekktur hópur eyðimerkurplantna eru pálmatré eins og döðlupálmi (Phoenix dactylifera) sem er sennilega upprunninn frá svæðum við Persaflóa. Döðlupálminn er gríðarstór planta með afar víðfeðmt rótarkerfi. Hann getur orðið allt að 25 metrar á hæð og ber laufblöð sem eru allt að 5 metrar á lengd.

Eyðimerkurplantan desert spoon (Dasylirion wheeleri) lifir í Arizona og Texas.

Myndir:

...