Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvar eru mestu úrkomusvæði jarðar og hvar er úrkoman minnst?

Birgir Rúnar Steinarsson Busk og Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

Heimildir eru ekki alveg á einu máli um það hvaða staður í heiminum getur státað af mestri úrkomu en nokkrir staðir koma sterklega til greina.

Bærinn Cherrapunji í héraðinu Meghalaya í Norðaustur-Indlandi er gjarnan nefndur þegar tilgreina á mesta úrkomusvæði jarðar. Skammt frá er annar bær, Mawsynram, sem einnig er nefndur til sögu. Þessir bæir standa báðir nokkuð hátt, eru í rúmlega 1000 m hæð yfir sjávarmáli í fjalllendi sem nefnist Khasifjöll.

Meðalársúrkoma í Mawsynram er 11.873 mm. Meðalársúrkoma í Cherrapunji er aðeins minni eða 11.430 mm. Hins vegar getur Cherrapunji státað af því að vera sá staður á jörðinni þar sem mælst hefur mesta úrkoma á einum mánuði en í júlí árið 1861 reyndist úrkoma þar vera 9.299 mm. Einnig hefur mesta ársúrkoma í heimi mælst þar en frá ágúst 1860 fram í júlí 1861 var úrkoman 22.987 mm samkvæmt sumum heimildum en 26.470 mm samkvæmt öðrum.

Ástæða svona mikillar úrkomu á þessu svæði er meðal annars misserisvindar eða monsúnvindar. Á sumrin blæs vindur inn yfir landið af Bengalflóa og er loftið heitt og rakt. Bæirnir Mawsynram og Cherrapunji eru staðsettir í fjallendi í braut mikilla og stöðugra vinda og þegar heitt loftið berst þar yfir, rís það, kólnar og þéttist með þeim afleiðingum að gríðarleg úrkoma fellur. Hins vegar rignir þar mjög lítið yfir vetrartímann.



Fleiri staðir koma til greina þegar finna á þann stað þar sem mest rignir, til dæmis bærinn Lloro í Kólumbíu í Suður-Ameríku en þar á ársúrkoma að hafa verið 13.300 mm. Þetta er hins vegar áætluð úrkoma og ekki opinbert úrkomumet.

Síðan má nefna fjallið Wai‛ale‛ale á eyjunni Kaua‛i í Hawaii-eyjaklasanum. Þar er meðalársúrkoma um 11.680 mm. Ólíkt stöðunum tveimur á Indlandi sem nefndir eru í upphafi þá er úrkoman ekki árstíðabundin á þessari eyju heldur dreifist hún jafnar yfir árið. Þannig má kannski segja að þetta sé votviðrasamasti staður á jörðinni þó heildarmagnið sé eitthvað örlítið minna annars staðar.

Mesta sólahringsúrkoma sem mælst hefur á jörðinni var hins vegar á eyjunni Réunion í Indlandshafi en 15.-16. mars 1952 mældist úrkoman þar 1.870 mm.

Þurrasti staður jarðar er hins vegar gjarnan talinn vera Atacama-eyðimörkin í norður Chile meðfram strönd Kyrrahafsins. Á einhverjum veðurstöðvum í eyðimörkinni hefur ekki mælst úrkoma áratugum saman. Ólíkt mörgum öðrum þekktum eyðimörkum, svo sem Sahara í Afríku, er Atacama-eyðumörkin ekki mjög heitur staður; meðalhiti yfir daginn er á bilinu 0°C-25°C.

Háþrýstisvæði á Kyrrahafi kemur í veg fyrir að úrkoma berist inn yfir Atacama-eyðimörkina úr vestri og hinn mikli Andesfjallgarður sem liggur með allri vesturströnd Suður-Ameríku kemur í veg fyrir úrkomu úr austri þar sem mest allur raki er farinn úr loftinu þegar það berst vestur yfir fjöllin.

Til samanburðar við þessa úrkomumestu og þurrustu staði heims má geta þess að mesta ársúrkoma sem mælst hefur á íslenskri veðurstöð var á Kvískerjum í Öræfum árið 2002, 4630,4 mm, en ákomumælingar á jöklum benda til mun meiri ársúrkomu þar en í byggð. Mesta mánaðarúrkoma á landinu mældist á Kollaleiru í Reyðarfirði í október 2002, 971,5 mm, en mesta sólarhringsúrkoma sem mælst hefur á Íslandi kom úr mælinum á Kvískerjum að morgni 10. janúar 2002, 293,2 mm.

Nánar er fjallað um úrkomumet á Íslandi í svari Trausta Jónssonar við spurningunni Hvar á landinu hefur komið mest úrkoma? Einnig má benda svar Haraldar Ólafssonar við spurningunni Af hverju myndast ský og af hverju falla þau ekki til jarðar? þar sem hægt er að fræðast meira um úrkomu.

Heimildir:


Þetta svar er að hluta eftir nemanda í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2008.

Höfundar

nemandi í Háskóla unga fólksins

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

18.6.2008

Spyrjandi

Lilja Ársælsdóttir

Tilvísun

Birgir Rúnar Steinarsson Busk og Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hvar eru mestu úrkomusvæði jarðar og hvar er úrkoman minnst?“ Vísindavefurinn, 18. júní 2008, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=27349.

Birgir Rúnar Steinarsson Busk og Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. (2008, 18. júní). Hvar eru mestu úrkomusvæði jarðar og hvar er úrkoman minnst? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=27349

Birgir Rúnar Steinarsson Busk og Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hvar eru mestu úrkomusvæði jarðar og hvar er úrkoman minnst?“ Vísindavefurinn. 18. jún. 2008. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=27349>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvar eru mestu úrkomusvæði jarðar og hvar er úrkoman minnst?
Heimildir eru ekki alveg á einu máli um það hvaða staður í heiminum getur státað af mestri úrkomu en nokkrir staðir koma sterklega til greina.

Bærinn Cherrapunji í héraðinu Meghalaya í Norðaustur-Indlandi er gjarnan nefndur þegar tilgreina á mesta úrkomusvæði jarðar. Skammt frá er annar bær, Mawsynram, sem einnig er nefndur til sögu. Þessir bæir standa báðir nokkuð hátt, eru í rúmlega 1000 m hæð yfir sjávarmáli í fjalllendi sem nefnist Khasifjöll.

Meðalársúrkoma í Mawsynram er 11.873 mm. Meðalársúrkoma í Cherrapunji er aðeins minni eða 11.430 mm. Hins vegar getur Cherrapunji státað af því að vera sá staður á jörðinni þar sem mælst hefur mesta úrkoma á einum mánuði en í júlí árið 1861 reyndist úrkoma þar vera 9.299 mm. Einnig hefur mesta ársúrkoma í heimi mælst þar en frá ágúst 1860 fram í júlí 1861 var úrkoman 22.987 mm samkvæmt sumum heimildum en 26.470 mm samkvæmt öðrum.

Ástæða svona mikillar úrkomu á þessu svæði er meðal annars misserisvindar eða monsúnvindar. Á sumrin blæs vindur inn yfir landið af Bengalflóa og er loftið heitt og rakt. Bæirnir Mawsynram og Cherrapunji eru staðsettir í fjallendi í braut mikilla og stöðugra vinda og þegar heitt loftið berst þar yfir, rís það, kólnar og þéttist með þeim afleiðingum að gríðarleg úrkoma fellur. Hins vegar rignir þar mjög lítið yfir vetrartímann.



Fleiri staðir koma til greina þegar finna á þann stað þar sem mest rignir, til dæmis bærinn Lloro í Kólumbíu í Suður-Ameríku en þar á ársúrkoma að hafa verið 13.300 mm. Þetta er hins vegar áætluð úrkoma og ekki opinbert úrkomumet.

Síðan má nefna fjallið Wai‛ale‛ale á eyjunni Kaua‛i í Hawaii-eyjaklasanum. Þar er meðalársúrkoma um 11.680 mm. Ólíkt stöðunum tveimur á Indlandi sem nefndir eru í upphafi þá er úrkoman ekki árstíðabundin á þessari eyju heldur dreifist hún jafnar yfir árið. Þannig má kannski segja að þetta sé votviðrasamasti staður á jörðinni þó heildarmagnið sé eitthvað örlítið minna annars staðar.

Mesta sólahringsúrkoma sem mælst hefur á jörðinni var hins vegar á eyjunni Réunion í Indlandshafi en 15.-16. mars 1952 mældist úrkoman þar 1.870 mm.

Þurrasti staður jarðar er hins vegar gjarnan talinn vera Atacama-eyðimörkin í norður Chile meðfram strönd Kyrrahafsins. Á einhverjum veðurstöðvum í eyðimörkinni hefur ekki mælst úrkoma áratugum saman. Ólíkt mörgum öðrum þekktum eyðimörkum, svo sem Sahara í Afríku, er Atacama-eyðumörkin ekki mjög heitur staður; meðalhiti yfir daginn er á bilinu 0°C-25°C.

Háþrýstisvæði á Kyrrahafi kemur í veg fyrir að úrkoma berist inn yfir Atacama-eyðimörkina úr vestri og hinn mikli Andesfjallgarður sem liggur með allri vesturströnd Suður-Ameríku kemur í veg fyrir úrkomu úr austri þar sem mest allur raki er farinn úr loftinu þegar það berst vestur yfir fjöllin.

Til samanburðar við þessa úrkomumestu og þurrustu staði heims má geta þess að mesta ársúrkoma sem mælst hefur á íslenskri veðurstöð var á Kvískerjum í Öræfum árið 2002, 4630,4 mm, en ákomumælingar á jöklum benda til mun meiri ársúrkomu þar en í byggð. Mesta mánaðarúrkoma á landinu mældist á Kollaleiru í Reyðarfirði í október 2002, 971,5 mm, en mesta sólarhringsúrkoma sem mælst hefur á Íslandi kom úr mælinum á Kvískerjum að morgni 10. janúar 2002, 293,2 mm.

Nánar er fjallað um úrkomumet á Íslandi í svari Trausta Jónssonar við spurningunni Hvar á landinu hefur komið mest úrkoma? Einnig má benda svar Haraldar Ólafssonar við spurningunni Af hverju myndast ský og af hverju falla þau ekki til jarðar? þar sem hægt er að fræðast meira um úrkomu.

Heimildir:


Þetta svar er að hluta eftir nemanda í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2008. ...