Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Menn hafði lengi grunað að á Títan, stærsta tungli Satúrnusar, væri að finna höf eða að minnsta kosti stöðuvötn. Strax við komuna til Satúrnusar sýndu ratsjármyndir Cassini-geimfarsins og loftmyndir Huygens-lendingarfarsins, greinileg merki um að einhvers konar vökvi hefði runnið um ísilagt yfirborð Títans. Aftur á móti sáu menn engin ótvíræð ummerki um fljótandi vökva. Það breyttist 22. júlí 2006 þegar ratsjártækið um borð í Cassini-geimfarinu svipti hulunni af stöðuvötnum á norðurpólsvæði Títans.
Mývatn í góðum félagsskap á Títan, Oneida vatn er stærsta vatnið í New York ríki og Waikare vatn er á Nýja-Sjálandi.
Á Títan er nístingskalt, svo ekki sé fastar að orði kveðið. Meðalhitastigið á yfirborðinu er -179°C. Því er ljóst að stöðuvötnin eru harla ólík þeim sem finnast á jörðinni. Í ljós hefur komið að stöðuvötnin á Títan eru úr metani, en það er í gasham við hitastig sem ríkir á jörðinni en í vökvaham í nístingskulda Títans. Fljótandi metani rignir úr lofthjúpnum og það safnast í lægðir á yfirborðinu og myndar þar stöðuvötn. Á Títan enda nöfn stöðuvatnanna á latneska orðinu "Lacus" sem þýðir stöðuvatn.
Eitt stöðuvatnanna á norðurpólssvæði Títans er nefnt eftir fjórða stærsta vatni Íslands, Mývatni. Mývatn á Títan er reyndar heldur stærra en hið íslenska, eða 55 km í þvermál. Nafnanefnd Alþjóðasamband stjarnfræðinga samþykkti nafnið 27. september 2007.
Hægt er að lesa meira um Títan í svari við spurningunni Fyrst Títan hefur lofthjúp, getur þá ekki verið að þar sé líf að finna?Heimild og mynd: