Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 869 svör fundust
Er til eyja sem heitir Nýárseyja?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Er til eyja sem heitir Nýárseyja? Af því að það er til Jóla- og Páskaeyja. Nýárseyja er til og raunar fleiri en ein. Á vefsíðunni Wikipedia eru taldar upp nokkrar Nýárseyjur (e. New Year Island). Ein þeirra er í Bass-sundi, mitt á milli Tasmaníu og Ástralíu, rétt við Konungsey...
Á hvað trúa Mongólar?
Um 39% Mongóla sem náð hafa 15 ára aldri eru trúlausir samkvæmt manntali frá árinu 2010. Búddismi er hins vegar þau trúarbrögð sem flestir aðhyllast, eða 53% landsmanna. Af öðrum trúarbrögðum kemur íslam næst en um 3% þeirra sem náð hafa 15 ára aldri teljast til múslima, 2,9% hallast að sjamanisma, 2,1% eru krist...
Hvenær voru kristfjárjarðir fyrst stofnaðar á Íslandi og eru þær enn til?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hvenær voru fyrstu kristfjárjarðir á Íslandi stofnaðar? Eru ennþá margar kristfjárjarðir á Íslandi? Í seinni tíð er oft rætt um kirkjujarðir eins og um sé að ræða ótiltekinn jarðapott í eigu þjóðkirkjunnar sem stofnunar. Þessi merking öðlaðist líklega fyrst gildi ef...
Hvernig urðu biskupsdæmi til og hver er saga þeirra?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvernig komu biskupsumdæmin til með að vera? Biskupsdæmi eru eldfornar starfs- og stjórnunareiningar í kirkjunni. Til að byrja með voru þau sjálfstæð og óháð hvert öðru. Raunar mátti líta á hvert og eitt þeirra sem sjálfstæða kirkju. Í upphafi sátu biskupar í helstu bo...
Hvað er svona merkilegt við daginn eftir hvítasunnu?
Sami spyrjandi spurði líka um þetta: Þar sem ekki er aðskilnaður ríkis og kirkju hér, get ég svo sem skilið hvers vegna hvítasunnan er frídagur (enda líka sunnudagur hvort sem er) en hvers vegna er næsti dagur á eftir líka frídagur, með tilheyrandi lokunum á opinberum stofnunum og öllum þeim óþægindum sem því ...
Hvað er til í því að nafnorðið peysa sé franskt að uppruna?
Sagan um franskan uppruna orðsins peysa er skemmtileg. Sagt er að franskir sjómenn hafi bent og kallað, þegar þeir sáu íslenska bændur: „paysan, paysan“, sem þýðir „bóndi, bóndi“. Íslendingar hafi misskilið orðið, haldið að verið væri að benda á prjónapeysurnar þeirra og farið að kalla flíkurnar peysur. Þótt sa...
Hvað er þingmannaleið?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Hvað er þingmannaleið? Það eina sem ég veit um hana er að hún er mælieining!Þingmannaleið er mælieining sem jafngildir 37,5 km. Svo borið sé saman við aðra gamla mælieiningu jafngildir þingmannaleið rúmlega 4 vikum sjávar en fjallað er um þá mælieiningu í svari við spurning...
Hvaðan er orðið "dandalast" komið í þeirri merkingu að vera með einhverjum?
Elsta dæmi Orðabókar Háskólans um sögnina að dandalast er úr orðabókarhandriti Hallgríms Schevings en það var skrifað niður um miðja 19. öld. Þar segir: "dandalast brúkað um að ríða hægt og hægt, stundum líka að gánga einsamall með útúrdúrum og seinlæti." Sennilega er þetta upphafleg merking orðsins en af yngri dæ...
Hvort varð færeyska eða íslenska til á undan?
Færeyjar eiga það sameiginlegt með Íslandi að norskir menn settust þar að á landnámsöld og síðan hafa eyjarnar verið byggðar. Upphaflega hefur sama mál verið talað bæði á Íslandi og í Færeyjum. Það var mál landnámsmannanna sem flestir komu frá vestanverðum Noregi, en einhverjir einnig frá Danmörku og Svíþjóð. Gera...
Hvað þýðir orðið séra?
Orðið séra er nú einungis notað sem titill prestvígðra manna. Eldri mynd orðsins er síra. Það þekkist þegar í fornu máli og var merkingin þá 'herra', og orðið notað um kirkjunnar menn. Páfar og kardínálar voru til dæmis ávarpaðir: "feður mínir og sírar", samanber latínu "patres mei et domini". Stundum var síra ein...
Hvað er þetta 'kas' þegar konur eru kasólettar?
Forliðurinn kas- er notaður í fáeinum orðum samkvæmt ritmálsskrá Orðabókar Háskólans. Þessi orð eru kasbomm, kasheitur, kashlaðinn og kasmekktur, auk kasóléttur. Kasbomm er notað í sömu merkingu og kasóléttur, það er um konu sem komin er langt á leið, en bomm er í óformlegu tali notað um barnshafandi konu. K...
Hvað heitir bókstafurinn "œ" á íslensku og hvernig er hljóðið borið fram?
Þessi bókstafur er oftast nefndur o-e límingur vegna þess að hann er settur saman ("límdur saman") úr bókstöfunum o og e. Hann var einstaka sinnum notaður í elstu íslensku handritunum á tólftu og fram á þrettándu öld en í íslensku nú á dögum sést hann fyrst og fremst í prentuðum útgáfum fornra texta, einkum ritum ...
Hvað er trítil- þegar einhver er trítilóður?
Upphaflega hljóðaði spurningin svona:Hvað merkir að vera trítilóður? Orðið trítill hefur fleiri en eina merkingu. Það er til dæmis nafn á leikfanginu skopparakringla (einnig trítiltoppur, trítiltopar) en einnig merkir það lítill hnykill, stráksnáði, smávaxinn maður, spónn til að matast með og trýni. Af þess...
Hvað er langafasta?
Einn hluti kirkjuársins nefnist langafasta. Annað heiti yfir þennan tíma er sjöviknafasta. Með henni er verið að minna á þann tíma sem Jesús fastaði í eyðimörkinni, það er að segja dagana 40 eftir að hann var skírður í ánni Jórdan. Öll fastan miðar að dauða Jesú, og hinn ævaforni siður, að reyna að halda sig frá n...
Hver fann upp dans?
Talið er að dans hafi fylgt manninum frá upphafi, eða að minnsta kosti jafnlengi og trúarbrögð. Margir sagnfræðingar aðhyllast raunar þá kenningu að dans hafi upphaflega verið af trúarlegum toga, þótt ekki sé vitað hvernig frummaðurinn dansaði. Elstu heimildir um dansiðkun eru taldar allt að 25.000 ára gamlar ...