Hvernig komu biskupsumdæmin til með að vera?Biskupsdæmi eru eldfornar starfs- og stjórnunareiningar í kirkjunni. Til að byrja með voru þau sjálfstæð og óháð hvert öðru. Raunar mátti líta á hvert og eitt þeirra sem sjálfstæða kirkju. Í upphafi sátu biskupar í helstu borg síns landssvæðis og þjónuðu kristnu fólki í henni og sveitunum umhverfis. Síðar tóku biskupsdæmi á tilteknum svæðum að lúta sameiginlegum erkibiskupi eða patríarka eftir því hvort um vestræna eða austræna kirkju var að ræða. Svo koma að Rómabiskup, páfinn, var viðurkenndur sem yfirbiskup og sameiningartákn allrar vesturkirkjunnar. Eftir því sem þróun kirkjustofnunarinnar og hins miðstýrða þjóðríkis vatt fram tengdust biskupdæmi í hverju ríki um sig stöðugt sterkari böndum og mynduðu saman „þjóðkirkju“ í viðkomandi ríki. — Víkjum nú að þróun biskupsembættisins og biskupdæmanna hér á landi.
- Image from page 365 of "Military and religious life in the… | Flickr. (Sótt 18.10.2022).