Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 344 svör fundust
Hvernig kom bærinn Dunkerque við sögu í seinni heimstyrjöldinni?
Dunkerque (franska, Dunkirk á ensku) er hafnarbær í Norður-Frakklandi, rétt sunnan við landamærin við Belgíu. Í lok maí og byrjun júní 1940 var borgin sögusvið atburða sem reyndust afdrifaríkir fyrir framgang seinni heimsstyrjaldarinnar. Í kjölfar innrásar Þjóðverja í Pólland í byrjun september 1939 lýstu Fra...
Hvað er djúpberg og hvernig myndast það?
Berg er flokkað eftir myndunarhætti í þrennt: storkuberg, setberg og myndbreytt berg. Storkuberg myndast úr glóandi bergbráð (1200-700°C), setberg við hörðnun sets (leir, sandur, skeljasandur og svo framvegis) ofarlega í jarðskorpunni, og myndbreytt berg við umkristöllun eldra bergs yfirleitt djúpt í jörðu. Or...
Hvaða fólk er á 10, 50 og 100 kr. seðlunum?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvaða fólk er á 10, 50 og 100 kr. seðlunum og hver er saga þeirra? (Fann allt um 500, 1000, 2000, 5000 og 10000 kr. seðlana). Í byrjun árs 1981 varð gjaldmiðilsbreyting á Íslandi og nýir peningaseðlar voru gefnir út. Þetta voru 10, 50, 100 og 500 krónu seðlar. Af þeim er nú að...
Skiptir einhverju máli hvernig álpappír snýr við matargerð?
Upprunalega hljóðuðu spurningarnar svona: Skiptir máli hvernig maður snýr álpappír sem maður notar við matargerð t.d. þegar kartöflum er pakkað inn í álpappír þegar á að grilla þær? Er betra að láta glansandi hliðina snúa að matnum til að halda á honum meiri hita? Hvor hliðin á álpappírnum á að snúa að matvæl...
Hvað er vedísk stærðfræði?
Spurningin hljóðaði upphaflega svona: Hvað er vedísk stærðfræði/reikningur og er hún kennd hér á landi? Vedísk stærðfræði getur þýtt tvennt: Annars vegar var stærðfræði, sem iðkuð var á Indlandi á svonefndu vedísku tímabili frá því um 1500 til um 500 – 400 fyrir Krist, nefnd vedísk stærðfræði. Indversk stær...
Þarf að rannsaka mann betur ef grunur leikur á að maður hafi ofnæmi fyrir sýklalyfjum?
Stutta svarið er já. Málið er þó ekki svona einfalt. Í rannsókn sem gerð var á handahófsvöldu úrtaki ungs fólks 20-44 ára á Reykjavíkursvæðinu (n= 545) árið 1990 töldu 77 (14%) að þeir væru með lyfjaofnæmi. Við nánari eftirgrennslan fækkaði þó í hópnum. Það náðist ekki í alla, en 51 staðfestu lyfjaofnæmi og af...
Hver er munurinn á ofnæmi og óþoli?
Skaðleg eða óæskileg áhrif af fæðu (e. adverse food reactions) hafa verið flokkuð í þrjá flokka: Áhrif miðluð af ónæmiskerfinu, áhrif óháð ónæmiskerfinu og eitranir.[1] (mynd 1). Fæðuofnæmi eru skaðleg eða óþægileg viðbrögð við fæðu, sem endurtaka sig aftur og aftur, ef viðkomandi fæðu er neytt, en koma ekk...
Hver eru elstu handrit á Íslandi?
Elsta skjal sem til er á íslensku mun vera máldagi kirkjunnar í Reykholti í Borgarfirði sem að hluta er skrifaður árið 1185 og er í Þjóðskjalasafni. Elstu íslensku handritin í Stofnun Árna Magnússonar eru tvö blöð úr safni predikana frá miðri 12. öld (AM 237 a fol.) og handritadeild Landsbókasafns-Háskólabókasafns...
Hvað er hinn svokallaði G-blettur?
Hér er einnig svarað spurningunum:Hvar er G-bletturinn? Er sannað að G-bletturinn sé til? Gräfenberg-bletturinn eða G-bletturinn er nefndur eftir þýska kvensjúkdómalækninum Dr. Ernst Gräfenberg (1881-1957). Hann var fyrstur til að skrifa um næmt svæði á framvegg legganga sem á þátt í fullnægingu sumra kvenna ...
Geta fuglar valdið ofnæmi?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Eru fuglar ofnæmisvaldandi og hvað er það þá sem veldur ofnæminu? Stutta svarið við þessari spurningu er já. Fuglar geta valdið bráðaofnæmi, sem er algengasta ofnæmi hér á landi. Það er samskonar ofnæmi og fyrir frjókornum, dýrum með feldi, ýmsum fæðutegundum og lyfjum. Þeir se...
Úr hverju er rjómi og hvernig er hann búinn til?
Einfalda svarið er að rjómi er búinn til úr mjólk, með því að skilja mjólkurfitu frá mjólkinni. Uppistaðan í mjólk er vatnsfasi (um 87% af mjólkinni) sem inniheldur aðallega prótín, fituefni/lípíð og kolvetni á formi mjólkursykurs/laktósa. Mjólkin inniheldur einnig vítamín og steinefni. Þegar mjólkin kemur bein...
Var Haraldur hárfagri bara uppspuni Snorra Sturlusonar?
Samkvæmt Íslendingabók Ara fróða Þorgilssonar varð landnám Íslands á stjórnarárum Haralds hárfagra. Texti Ara hljóðar svo: Ísland byggðist fyrst úr Norvegi á dögum Haralds hins hárfagra, Halfdanarsonar hins svarta, í þann tíð ... er Ívar Ragnarssonur loðbrókar lét drepa Eadmund hinn helga Englakonung; en það var ...
Eru spanhellur hættulegar heilsu manna og ætti að nota blýsvuntur til að verjast geislun frá þeim?
Með aukinni notkun rafmagns og raftækja undanfarin ríflega hundrað ár hafa jafnframt aukist áhyggjur manna af hættum sem geta skapast af henni, og eru þar með taldar hættur vegna rafsegulsviðs (e. electromagnetic field). Sérstaklega hafa þessar áhyggjur vaxið undanfarin um það bil 40 ár. Þannig þekkjum við flest u...
Hver eru einkenni krabbameina í endaþarmi?
Krabbamein í endaþarmi eru um 2-3% allra illkynja æxla á Íslandi. Þau eru algengari meðal karla en kvenna. Aldursstaðlað nýgengi var 8,2 af 100.000 hjá körlum á tímabilinu 2006-2010, en 6,6 af 100.000 hjá konum. Þessi krabbamein hafa ekki verið eins algengt á Íslandi og annars staðar á Norðurlöndunum. Skýring þess...
Eru þeir sem oft fá berkjubólgu í áhættuhópi vegna COVID-19?
Upprunalega spurningin var: Er fólk sem er gjarnt á að fá berkjubólgu, í flokki þeirra sem eru í áhættuhóp vegna COVID-19? Það er mjög mikilvægt að huga að því hvaða einstaklingsbundnu þættir auka hættu á alvarlegum veikindum vegna COVID-19. Við erum enn að læra hratt og mikið um þennan nýja smitsjúkdóm en ...