Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Eru spanhellur hættulegar heilsu manna og ætti að nota blýsvuntur til að verjast geislun frá þeim?

Sigurður Karlsson

Með aukinni notkun rafmagns og raftækja undanfarin ríflega hundrað ár hafa jafnframt aukist áhyggjur manna af hættum sem geta skapast af henni, og eru þar með taldar hættur vegna rafsegulsviðs (e. electromagnetic field). Sérstaklega hafa þessar áhyggjur vaxið undanfarin um það bil 40 ár. Þannig þekkjum við flest umræður um möguleg áhrif af notkun farsíma og hugsanlega hættu vegna nábýlis við raflínur og spennistöðvar.

Stöðugt rafsvið og stöðugt segulsvið eru sjálfstæð fyrirbæri hvort um sig; annað þeirra getur verið fyrir hendi án hins. En þegar rafsvið breytist með tímanum myndast segulsvið og breytilegt segulsvið myndar líka sjálfkrafa rafsvið. Þess vegna er óhjákvæmilegt að tala um rafsegulsvið þegar sviðin breytast með tíma. Breytilegt rafsegulsvið berst út í rúmið í kring svipað og aðrar bylgjur, til dæmis hljóð eða bylgjur á vatni, utan hvað rafsegulbylgjurnar þurfa ekkert "burðarefni" eins og loft eða vatn, heldur geta borist um tómarúm.



Rafsegulgeislun á tíðnibilinu 0 – 300 GHz jónar ekki efni sem hún fer um og er því kölluð ójónandi (e. non-ionizing radiation), en geislun með hærri tíðni er hins vegar jónandi (e. ionizing, til dæmis röntgengeislun og gammageislun). Ójónandi rafsegulsvið getur verið stöðugt eða sveiflulaust (statískt) og upp í 300.000.000.000 sveiflur á sekúndu. Yfirleitt er þessu tíðnibili síðan í grófum dráttum skipt í fjóra hluta, samanber eftirfarandi töflu:

TíðnisviðTíðnibilDæmi um álagsvalda
Stöðugt0 HzSegulsvið jarðar, sjónvarps- og tölvuskjáir, sneiðmyndatæki, rafsuðuvélar,
ELF (extremely low frequency)

Lág tíðni
0 – 300 HzRaflínur, raftæki, rafvélar, rafsuðuvélar
IF (intermediate frequency)
Miðlungs tíðni
300 Hz – 100 kHzSjónvarps- og tölvuskjáir, þjófaviðvörunarkerfi í verslunum, kortalesarar, málmleitartæki, sneiðmyndatæki, rafsuðuvélar
RF (radio frequency)

Útvarpsbylgjur
100 kHz – 300 GHzFarsímar, útvarps- og sjónvarpsbylgjur, örbylgjuofnar, sneiðmyndatæki

Eins og sést í töflunni þá getur rafsegulsvið á mismunandi tíðnibilum komið frá einu og sama tækinu.

Hér á landi hefur enn ekki verið sett reglugerð um rafsegulsvið á vinnustöðum, frekar en víða annars staðar. Reglugerðin er þó á teikniborðinu og drögin byggja á Evróputilskipun nr. 2004/40/EC (Directive on the minimum health and safety requirements regarding the exposure of workers to the risks arising from physical agents (electromagnetic fields)). Evróputilskipunin byggir að miklu á starfi sem unnið hefur verið hjá ICNIRP (International Commission on Non-Ionizing Radiation Protection). Það sama gerir Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO því viðmiðunargildi og leiðbeiningar hennar byggja að miklu leyti á vinnu ICNIRP. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur tekið þá ákvörðun að bíða ekki niðurstaðna vísindarannsókna um rafsegulsvið, heldur gera ráðstafanir þegar í stað. Yfirleitt er verklagið annað hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni og vísindarannsóknir þurfa nær undantekningalaust að styðja ákvarðanir á borð við þessa.

Hér er spurt um áhrif spanhellna á heilsufar manna og hvort nota þurfi blýsvuntur til að lágmarka geislunaráhrif frá þeim.

Rafsegulsvið við spanhelluborð verður til, annars vegar vegna þess að undir hverri hellu er spóla sem framkallar rafsegulsvið gagngert til að hita pott eða pönnu sem sett er á helluna. Tíðni þess er á bilinu 25 – 48 kílórið (kHz), mismunandi eftir framleiðendum. Hins vegar verður til rafsegulsvið á rafveitutíðninni 50 rið (Hz) eins og í hverju öðru raftæki; það kemur frá leiðslum og einstökum rafhlutum svo sem spennubreytum og kæliviftum.

Geislun frá spanhelluborðum fellur því annars vegar undir flokkinn ELF – sérlega lág tíðni og hins vegar flokkinn IF – miðlungs tíðni.

Til eru mælingar sem sænska geislaverndin, Strålsäkerhetsmyndigheten, hefur gert á rafsegulsviði við þrjár mismunandi gerðir spanhelluborða.

Við þær mælingar á miðlungstíðni (kílóriðasviðinu) sýndi sig að 30 cm framan við hellurnar var segulsviðið á bilinu 0,08 til 0,3 míkrótesla [µT] – háð stærð pottsins eða pönnunnar sem á hellunni var. Þetta gildi gat þó hækkað upp í 0,5-0,6 µT eftir því hvernig pottur eða panna var staðsett á hellunni. Jafnframt gat samhliða notkun fleiri hellna hækkað gildið að einhverju marki. Eftir því sem nær dró hellunum jókst segulsviðið og í 15 cm fjarlægð gat það mælst allt að 0,6-1 µT. Notkun á litlum potti gat, háð staðsetningu hans á hellunni, sýnt útslag upp á allt að 2 µT í þessari fjarlægð.

Mælingarnar sýndu því segulsvið við spanhelluborð á bilinu 0,08 – 2 µT. Hæstu gildin fengust ef potturinn var ekki staðsettur rétt á hellunni. Það þýðir að mikilvægt er að pottar og pönnur hylji hellurnar til að draga úr geisluninni.



Þessi pottur ætti að vera á minni hellu sem passar betur fyrir hann, til þess að draga úr geislun.

Mælingarnar á kílóriðasviðinu gáfu því allt að 2 µT en þar eru mörk Evrópusambandsins og ICNIRP fyrir almenning 6,25 µT. Mælingar á 50 Hz sviðinu sýndu mest um 9 µT en mörkin þar fyrir almenning eru 100 µT. Mörkin eru síðan enn hærri bæði á kílóriðasviðinu og 50 Hz sviðinu fyrir vinnustaði.

Af þessu verður ekki annað ráðið en að rafsegulsvið við spanhelluborð sé vel innan þeirra viðmiða sem sett hafa verið af Evrópusambandinu og ICNIRP vegna álags af völdum rafsegulsviðs á vinnustöðum. Það er því ekki þörf á sérstökum varnaraðgerðum á borð við blýsvuntu. Hins vegar skal á það bent að ávallt er ástæða til að gæta fyllstu varúðar og fara eftir leiðbeiningum framleiðanda, jafnvel þótt geislun sé vel undir viðmiðum.

Ástæðan til þess að spyrjendur nefna blýsvuntur sem hugsanlega vörn gegn þeirri geislun sem hér um ræðir er trúlega sú að menn kannast við slíkar blýsvuntur í umgengni við röntgengeislun á sjúkrahúsum, hjá tannlæknum og víðar. Röntgengeislun er hins vegar jónandi og blý drekkur í sig þess konar geislun. Það á hins vegar ekki við um ójónandi geislun eins og geislunina frá spanhellum þannig að blýsvuntur eru gagnslausar kringum þær. Vænlegra væri að nota góðan rafleiðara.

Höfundur þakkar eðlisfræðingunum Ara Ólafssyni og Þorsteini Vilhjálmssyni fyrir gagnlegar ábendingar og athugasemdir við þetta svar.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Tilvísanir:

Myndir:

  • Mynd af rafsegulrófi: Health Canada. Íslenskur texti settur inn af ritstjórn Vísindavefsins. Sótt 4. 12. 2008.
  • Mynd af spanhellum: Appliances blog. Sótt 25. 11. 2008.


Í heild hljóðar spurningin svona:
Hvaða áhrif hafa spanhellur á heilsufar manna? Eru þær hættulausar með öllu eða er það rétt sem maður hefur heyrt að starfsmenn stærri eldhúsa þurfi að nota blýsvuntur til að lágmarka geislunaráhrif af virkni spanhellnanna?
Hér er einnig svarað spurningunni:
Benda rannsóknir til að spansuða sé hættuleg heilsu manna?

Höfundur

deildartæknifræðingur hjá Vinnueftirlitinu

Útgáfudagur

4.12.2008

Spyrjandi

Friðrik Friðriksson
Jónína Loftsdóttir

Tilvísun

Sigurður Karlsson. „Eru spanhellur hættulegar heilsu manna og ætti að nota blýsvuntur til að verjast geislun frá þeim?“ Vísindavefurinn, 4. desember 2008, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=30189.

Sigurður Karlsson. (2008, 4. desember). Eru spanhellur hættulegar heilsu manna og ætti að nota blýsvuntur til að verjast geislun frá þeim? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=30189

Sigurður Karlsson. „Eru spanhellur hættulegar heilsu manna og ætti að nota blýsvuntur til að verjast geislun frá þeim?“ Vísindavefurinn. 4. des. 2008. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=30189>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Eru spanhellur hættulegar heilsu manna og ætti að nota blýsvuntur til að verjast geislun frá þeim?
Með aukinni notkun rafmagns og raftækja undanfarin ríflega hundrað ár hafa jafnframt aukist áhyggjur manna af hættum sem geta skapast af henni, og eru þar með taldar hættur vegna rafsegulsviðs (e. electromagnetic field). Sérstaklega hafa þessar áhyggjur vaxið undanfarin um það bil 40 ár. Þannig þekkjum við flest umræður um möguleg áhrif af notkun farsíma og hugsanlega hættu vegna nábýlis við raflínur og spennistöðvar.

Stöðugt rafsvið og stöðugt segulsvið eru sjálfstæð fyrirbæri hvort um sig; annað þeirra getur verið fyrir hendi án hins. En þegar rafsvið breytist með tímanum myndast segulsvið og breytilegt segulsvið myndar líka sjálfkrafa rafsvið. Þess vegna er óhjákvæmilegt að tala um rafsegulsvið þegar sviðin breytast með tíma. Breytilegt rafsegulsvið berst út í rúmið í kring svipað og aðrar bylgjur, til dæmis hljóð eða bylgjur á vatni, utan hvað rafsegulbylgjurnar þurfa ekkert "burðarefni" eins og loft eða vatn, heldur geta borist um tómarúm.



Rafsegulgeislun á tíðnibilinu 0 – 300 GHz jónar ekki efni sem hún fer um og er því kölluð ójónandi (e. non-ionizing radiation), en geislun með hærri tíðni er hins vegar jónandi (e. ionizing, til dæmis röntgengeislun og gammageislun). Ójónandi rafsegulsvið getur verið stöðugt eða sveiflulaust (statískt) og upp í 300.000.000.000 sveiflur á sekúndu. Yfirleitt er þessu tíðnibili síðan í grófum dráttum skipt í fjóra hluta, samanber eftirfarandi töflu:

TíðnisviðTíðnibilDæmi um álagsvalda
Stöðugt0 HzSegulsvið jarðar, sjónvarps- og tölvuskjáir, sneiðmyndatæki, rafsuðuvélar,
ELF (extremely low frequency)

Lág tíðni
0 – 300 HzRaflínur, raftæki, rafvélar, rafsuðuvélar
IF (intermediate frequency)
Miðlungs tíðni
300 Hz – 100 kHzSjónvarps- og tölvuskjáir, þjófaviðvörunarkerfi í verslunum, kortalesarar, málmleitartæki, sneiðmyndatæki, rafsuðuvélar
RF (radio frequency)

Útvarpsbylgjur
100 kHz – 300 GHzFarsímar, útvarps- og sjónvarpsbylgjur, örbylgjuofnar, sneiðmyndatæki

Eins og sést í töflunni þá getur rafsegulsvið á mismunandi tíðnibilum komið frá einu og sama tækinu.

Hér á landi hefur enn ekki verið sett reglugerð um rafsegulsvið á vinnustöðum, frekar en víða annars staðar. Reglugerðin er þó á teikniborðinu og drögin byggja á Evróputilskipun nr. 2004/40/EC (Directive on the minimum health and safety requirements regarding the exposure of workers to the risks arising from physical agents (electromagnetic fields)). Evróputilskipunin byggir að miklu á starfi sem unnið hefur verið hjá ICNIRP (International Commission on Non-Ionizing Radiation Protection). Það sama gerir Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO því viðmiðunargildi og leiðbeiningar hennar byggja að miklu leyti á vinnu ICNIRP. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur tekið þá ákvörðun að bíða ekki niðurstaðna vísindarannsókna um rafsegulsvið, heldur gera ráðstafanir þegar í stað. Yfirleitt er verklagið annað hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni og vísindarannsóknir þurfa nær undantekningalaust að styðja ákvarðanir á borð við þessa.

Hér er spurt um áhrif spanhellna á heilsufar manna og hvort nota þurfi blýsvuntur til að lágmarka geislunaráhrif frá þeim.

Rafsegulsvið við spanhelluborð verður til, annars vegar vegna þess að undir hverri hellu er spóla sem framkallar rafsegulsvið gagngert til að hita pott eða pönnu sem sett er á helluna. Tíðni þess er á bilinu 25 – 48 kílórið (kHz), mismunandi eftir framleiðendum. Hins vegar verður til rafsegulsvið á rafveitutíðninni 50 rið (Hz) eins og í hverju öðru raftæki; það kemur frá leiðslum og einstökum rafhlutum svo sem spennubreytum og kæliviftum.

Geislun frá spanhelluborðum fellur því annars vegar undir flokkinn ELF – sérlega lág tíðni og hins vegar flokkinn IF – miðlungs tíðni.

Til eru mælingar sem sænska geislaverndin, Strålsäkerhetsmyndigheten, hefur gert á rafsegulsviði við þrjár mismunandi gerðir spanhelluborða.

Við þær mælingar á miðlungstíðni (kílóriðasviðinu) sýndi sig að 30 cm framan við hellurnar var segulsviðið á bilinu 0,08 til 0,3 míkrótesla [µT] – háð stærð pottsins eða pönnunnar sem á hellunni var. Þetta gildi gat þó hækkað upp í 0,5-0,6 µT eftir því hvernig pottur eða panna var staðsett á hellunni. Jafnframt gat samhliða notkun fleiri hellna hækkað gildið að einhverju marki. Eftir því sem nær dró hellunum jókst segulsviðið og í 15 cm fjarlægð gat það mælst allt að 0,6-1 µT. Notkun á litlum potti gat, háð staðsetningu hans á hellunni, sýnt útslag upp á allt að 2 µT í þessari fjarlægð.

Mælingarnar sýndu því segulsvið við spanhelluborð á bilinu 0,08 – 2 µT. Hæstu gildin fengust ef potturinn var ekki staðsettur rétt á hellunni. Það þýðir að mikilvægt er að pottar og pönnur hylji hellurnar til að draga úr geisluninni.



Þessi pottur ætti að vera á minni hellu sem passar betur fyrir hann, til þess að draga úr geislun.

Mælingarnar á kílóriðasviðinu gáfu því allt að 2 µT en þar eru mörk Evrópusambandsins og ICNIRP fyrir almenning 6,25 µT. Mælingar á 50 Hz sviðinu sýndu mest um 9 µT en mörkin þar fyrir almenning eru 100 µT. Mörkin eru síðan enn hærri bæði á kílóriðasviðinu og 50 Hz sviðinu fyrir vinnustaði.

Af þessu verður ekki annað ráðið en að rafsegulsvið við spanhelluborð sé vel innan þeirra viðmiða sem sett hafa verið af Evrópusambandinu og ICNIRP vegna álags af völdum rafsegulsviðs á vinnustöðum. Það er því ekki þörf á sérstökum varnaraðgerðum á borð við blýsvuntu. Hins vegar skal á það bent að ávallt er ástæða til að gæta fyllstu varúðar og fara eftir leiðbeiningum framleiðanda, jafnvel þótt geislun sé vel undir viðmiðum.

Ástæðan til þess að spyrjendur nefna blýsvuntur sem hugsanlega vörn gegn þeirri geislun sem hér um ræðir er trúlega sú að menn kannast við slíkar blýsvuntur í umgengni við röntgengeislun á sjúkrahúsum, hjá tannlæknum og víðar. Röntgengeislun er hins vegar jónandi og blý drekkur í sig þess konar geislun. Það á hins vegar ekki við um ójónandi geislun eins og geislunina frá spanhellum þannig að blýsvuntur eru gagnslausar kringum þær. Vænlegra væri að nota góðan rafleiðara.

Höfundur þakkar eðlisfræðingunum Ara Ólafssyni og Þorsteini Vilhjálmssyni fyrir gagnlegar ábendingar og athugasemdir við þetta svar.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Tilvísanir:

Myndir:

  • Mynd af rafsegulrófi: Health Canada. Íslenskur texti settur inn af ritstjórn Vísindavefsins. Sótt 4. 12. 2008.
  • Mynd af spanhellum: Appliances blog. Sótt 25. 11. 2008.


Í heild hljóðar spurningin svona:
Hvaða áhrif hafa spanhellur á heilsufar manna? Eru þær hættulausar með öllu eða er það rétt sem maður hefur heyrt að starfsmenn stærri eldhúsa þurfi að nota blýsvuntur til að lágmarka geislunaráhrif af virkni spanhellnanna?
Hér er einnig svarað spurningunni:
Benda rannsóknir til að spansuða sé hættuleg heilsu manna?
...