Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1181 svör fundust

category-iconUnga fólkið svarar

Hvað veist þú um Amasonfljótið?

Amasonfljótið í Suður-Ameríku er annað lengsta vatnsfall í heimi á eftir ánni Níl eins og lesa má um í svari við spurningunni Hver eru lengstu fljót í heimi? Það á upptök sín í Andesfjöllum innan landamæra Perú, rennur í gegnum Brasilíu og fellur til sjávar í Atlantshafið. Lengd þess frá upptökum til ósa eru um 6...

category-iconVísindavefur

Hver fann upp fyrsta reiðhjólið?

Ekki er vitað um neitt farartæki sem líkist reiðhjólum fyrir árið 1700. Hjólið sem slíkt er þó ævaforn uppfinning en fornleifafræðingar telja að það hafi verið fundið upp einhvers staðar í Asíu fyrir nærri 10.000 árum. Hægt er að lesa meira um það í svari við spurningunni Súmerar fundu upp hjólið en hvenær var það...

category-iconEfnafræði

Af hverju eru göt í osti?

Götin sem sjást í mörgum gerðum osta verða til þegar gerlar sem nýttir eru við ostagerðina gefa frá sér lofttegundir, einkum koltvíildi (CO2). Þá myndast loftbólur inni í ostinum sem verða svo að götum þegar osturinn er skorinn í sundur. Svissneskir Emmenthaler-ostar eru þekktir fyrir götin sín. Þegar ostur e...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvað er langt frá jörðinni til Neptúnusar?

Neptúnus er áttunda og ysta reikistjarnan frá sól. Reikistjarnan er í um það bil 4,4 milljarða km fjarlægð frá jörð en það eru 4.400.000.000 km. Þar sem brautir reikistjarnanna umhverfis sól eru sporbaugslaga en ekki hringlaga er fjarlægð reikistjarnanna frá sól, og þá einnig fjarlægð á milli reikistjarnanna sjálf...

category-iconVeðurfræði

Hvað er vindur eða vindorka og hvernig verður vindurinn til?

Orka frá sólinni hitar andrúmsloftið ójafnt upp. Kalt loft inniheldur fleiri loftsameindir en heitt loft og er þar af leiðandi þyngra. Kalt loft fellur því í andrúmsloftinu og myndar háþrýstisvæði á meðan heita loftið rís og myndar lágþrýstisvæði. Loftið reynir að ná jafnvægi, þannig að loftsameindir hreyfast frá ...

category-iconHugvísindi

Er orðið babbl komið af orðinu babel og tengist það þá sögunni um Babelsturninn?

Samkvæmt 1. Mósebók töluðu mennirnir einu sinni allir sömu tungu og notuðu sömu orð. Þeir vildu reisa borg og turn sem átti að ná til himins og sögðu: "Þar með verðum við frægir en tvístrumst ekki um alla jörðina." (1. Mósebók 11:4) Guð refsaði mönnunum fyrir hroka sinn og ruglaði tungumál þeirra þannig að þeir sk...

category-iconJarðvísindi

Hvað er mór og hvernig myndast hann?

Mór er jarðlag úr jurtaleifum sem myndast hefur í votlendi og hægt er að nota sem eldsneyti. Í bók Þorleifs Einarssonar Myndun og mótun lands (1991, bls. 195) er stuttlega fjallað um mó. Þar segir: Á hverju hausti falla jurtir og visna. Á þurrlendi rotna plöntuleifarnar og blandast smám saman jarðveginum, en í mý...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaða merkingu hefur frasinn „að öðru jöfnu“ í samningum?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Túlkun í orðasamhengi: "vilji leigutaki selja eignir sínar á lóðinni, á leigusali forkaupsrétt að öðru jöfnu" Spurningin er: hvað þýðir í þessu tilfelli og eflaust öðrum: "að öðru jöfnu"? Orðasambandið „að öðru jöfnu“ er þýðing á latnesku orðunum 'ceteris paribus'. Orð...

category-iconLífvísindi: almennt

Geta vísindamenn búið til veirur?

Já, vísindamenn geta „búið til“ veirur en þá þarf að hafa í huga hvað felst í orðalaginu „að búa til.“ Vísindamenn fara ekki inn á tilraunastofu með sín tæki, tól og efni og koma síðan út með áður óþekktar veiruagnir, heldur geta þeir breytt þekktum veirum með erfðatæknilegum aðferðum og meðal annars nýtt þær til ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju eru flæmingjar bleikir?

Einhvers staðar segir 'þú ert það sem þú étur'. Þetta má vel heimfæra á flamingóa, eða flæmingja eins og þeir eru líka kallaðir á íslensku, því bleiki eða ljósrauði liturinn sem einkennir þá er tilkominn vegna fæðunnar sem þeir innbyrða. Í reynd eru flæmingjar ljósgráleitir þegar þeir koma úr eggi og fá ekki þenna...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvert er elsta íslenska pappírshandritið?

Elsta íslenska pappírshandritið er bréfa- og minnisbók Gissurar sem í kjölfar siðbreytingar varð biskup í Skálholti. Íslendingar fóru að nota pappír heldur síðar en aðrar þjóðir. Danir og Svíar eiga pappírshandrit frá 15. öld en á Íslandi er nokkurn veginn allt á skinni frá þeim tíma. Á síðari hluta 16. aldar þoka...

category-iconHeimspeki

Er í alvöru til eitthvað sem heitir eðli, hjá mannfólki og sem munur á milli kynjanna?

Fólk greinir mjög á um hvort til sé manneðli og ef svo er hvað það sé. Sömuleiðis er mikill ágreiningur um hvort eðlismunur sé á milli kynjanna og ef svo er í hverju hann felist. Ástæðan fyrir þessum ágreiningi er sú að spurningin um manneðlið (og svo kyneðlið) er oftast ekki aðeins spurning um það hvort það séu e...

category-iconHugvísindi

Hver var Jón Ögmundsson?

Jón Ögmundsson er einn frægasti kirkjumaður Íslandssögunnar. Hann varð fyrsti biskup Hólabiskupsdæmis árið 1106 og beitti sér mjög fyrir eflingu kristinnar trúar í landinu. Jón þótti stjórnsamur en hann vann öflugt starf á ýmsum sviðum og vegna meinlætis síns og hugulsemi við þá sem minna máttu sín, þótti mörgum h...

category-iconFélagsvísindi

Hvert er vald varaforseta Bandaríkjanna, innan bandaríska stjórnsýslukerfisins?

Formlegt vald embættis varaforseta innan bandarísku stjórnskipunarinnar er takmarkað. Varaforsetinn er forseti öldungadeildar bandaríska þingsins en án atkvæðisréttar nema þegar atkvæði standa jöfn, en þá hefur hann úrslitaatkvæði. Sem forseti öldungadeildarinnar hefur hann umtalsvert dagskrárvald og getur þannig...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað eru til margar tegundir af fuglahreiðrum?

Hreiðurgerð þekkist ekki bara meðal fugla heldur hjá öllum hópum hryggdýra. Tilgangur hennar er að útbúa skjól fyrir egg eða unga á viðkvæmasta tímabili ævinnar og skapa þeim ákveðið öryggi til að vaxa og dafna þar til þeir verða nokkurn veginn sjálfbjarga. Sem dæmi um hreiðurgerð annarra hópa en fugla má nefn...

Fleiri niðurstöður