Krókódílahreiður eru úr leðju og jarðargróðri
Hreiðurgerð er þó útbreiddust meðal fugla og eru hreiðrin afar fjölbreytileg í byggingu, allt frá því vera aðeins grunnar skálar í jarðveginum til fallegra karfa sem ofnar eru með ótrúlega listrænum hætti, eins og þekkist meðal vefarafugla hitabeltisins. Fuglafræðingar hafa reynt að flokka fuglahreiður eftir gerðum og verður hér gerð grein fyrir þeirri flokkun sem gjarnan er notuð. Skraphreiður (e. scrape nest) eru einföldustu hreiðrin en þau eru aðeins grunn dæld í jörðina, oft með nokkrum steinvölum eða laufblöðum í botninum. Þessi hreiðurgerð þekkist meðal annars hjá mörgæsum, vaðfuglum, þernum (kríur), mávum og gömmum. Meira er lagt í holuhreiður (e. cavity nests) en svo kallast hreiður sem eru í holum í trjábolum, kaktusum eða öðru slíku. Svona hreiður eru þekkt meðal fjölmargra spörfugla, spæta, ugla og páfagauka. Hægt er að skipta þessum tegundum í tvo hópa. Annars vegar eru tegundir sem útbúa hreiður sín sjálfar, það er grafa sig inn í trjábolinn eða kaktusinn, og kallast þær fyrsta stigs holuhreiðurfuglar (e. primary cavity nesters). Hins vegar eru tegundir sem grafa ekki sínar eigin holur heldur leita eftir fullbúnum hreiðurholum til að verpa í. Nefnast þær annars stigs holuhreiðurfuglar (e. secondary cavity nesters), en uglur eru dæmi um slíka fugla.
Þessi skrúðfálki (Falco sparverius) hefur fundið ákjósanlega hreiðurholu. Skrúðfálkar gera sér aldrei slíkar holur heldur eru þeir svokallaðir 'secondary cavity nesters'. Að öllum líkindum hefur spæta höggvið þessa holu inn í furutréð.
-
Bollahreiður studd af einni undirstöðu (e. statant cupped nests) eru aðeins með eina undirstöðu eins og nafnið getur til kynna. Algengustu hreiðrin í þessum flokki eru hreiður sem byggð eru á trjágreinum. Fjölmargar tegundir spörfugla og kólibrífugla gera hreiður með þessum hætti.
Hreiður farþrastar (Turdus migratorius). - Bollahreiður sem fest eru á brún eða hlið (hengihreiður) (e. suspended cupped nests), meðal annars utan í tré. Þessi hreiður geta verið hörð viðkomu, meðal annars hjá kollum (Regulidae) og græningjum (Vireonidae) eða afar viðkvæm og djúp svo sem meðal glóa.
- Hreiður sem byggð eru við lóðréttan flöt (e. adherent nests) þar sem ein hlið hreiðursins er fest við flötinn. Oft eru þessi hreiður gerð úr og fest með leðju eða munnvatni. Svölur eru sennilega þekktustu tegundirnar sem gera slík hreiður.
- Jarðlæg bollahreiður (e. ground nests) eru algeng hjá spörfuglum og fuglum sem lifa á túndrusvæðum norðurhjarans. Hliðar þessara hreiðra eru oft byggðar upp á við þannig að þokkalegt skjól skapast fyrir unga og egg í hreiðurbotninum.
- Hvernig fjölga fuglar sér?
- Hvernig hafa fuglar mök?
- Hvar geyma fuglar eggin áður en þeir verpa þeim?
- Af hverju syngja fuglar?
- Hversu margar dýrategundir hafa einungis einn maka á lífsleiðinni? Hvaða dýr eru það?
- Pettingill, O.S., Jr. 1985. Ornithology in Laboratory and Field, Fifth ed. Academic Press, New York, NY.
- Gary Ritchison - Department of Biological Sciences Eastern Kentucky University
- Paul and Bernice Noll's Bird Choices
- North Leighton Gardens