Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 4718 svör fundust

category-iconLögfræði

Hafa aðstandendur aðgang að sjúkraskrá látins einstaklings?

Aðgangur að sjúkraskrám er takmarkaður við lögheimild. Það þýðir að enginn fær aðgang að sjúkraskrám annarra nema slíkur aðgangur sé tilgreindur í lögum. Slíkar heimildir eru tíundaðar í 4. kafla laga um sjúkraskrár nr. 55/2009. Í 15. grein laganna er kveðið á um rétt „náinna aðstandenda“ til aðgangs að sjúkra...

category-iconLögfræði

Hafa skipstjórar og flugstjórar heimild til handtöku og valdbeitingar?

Hvorki skipstjórar né flugmenn hafa heimildir til handtöku eða valdbeitingar, umfram það sem almennt gengur og gerist utan þeirra fara sem þeir stjórna. Skipstjórar og flugmenn hafa þó rúmar valdheimildir um borð í förum þessum og hafa nokkurt vald yfir þeim sem ferðast með þeim. Í sjómannalögum kemur fram að ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað felst í útlenda orðinu parkour og er til einhver íslensk þýðing á parkour-hlaupi?

Parkour er upprunnið í Frakklandi og er heitið komið af franska orðinu „parcours“ sem merkir leið. Í stuttu máli snýst parkour um að komast á milli staða eins fljótt og hægt er, nota hindranir og skemmta sér í leiðinni. Parkour má stunda hvar sem er og algengast er að leikvöllurinn sé borgarumhverfi, svo sem veggi...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvenær var bann við fóstureyðingum fyrst sett inn í lög sem giltu á Íslandi?

Sérstakar refsingar fyrir þungunarrof hafa legið fyrir á Íslandi allt frá árinu 1734 þegar norsk lög Kristjáns konungs V. urðu gildandi réttarheimild í íslenskum rétti. Þau giltu þó eingöngu um fóstur sem getin voru utan hjónabanda, um annars konar þungunarrof giltu almenn ákvæði um manndráp. Í almennum hegning...

category-iconHugvísindi

Hvaða Danakonungur ákvað að gefa Íslendingum sjálfstæði?

Eiginlega enginn, að minnsta kosti enginn einn. Eini konungurinn sem mér vitanlega tók persónulega ákvörðun um að veita Íslendingum sjálfstæðari stöðu en þeir höfðu haft fram að þeim tíma var Kristján áttundi, sem skipaði svo fyrir árið 1840, þvert ofan í tillögur embættismanna sinna, að Íslendingum yrði gefinn ko...

category-iconJarðvísindi

Hvert er stærsta eldfjall í heimi?

Ekki er alveg ljóst hvort spyrjendur hafa hæð eða rúmmál í huga þegar þeir spyrja um stærsta eldfjall í heimi en hér er gengið út frá því að frekar sé átt við hæðina. Tíu hæstu eldfjöll í heimi eru öll í Andesfjallgarðinum í Suður-Ameríku. Andesfjöllin eru dæmi um fellingafjöll sem myndast hafa þar sem hafsbot...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Veiddi íslenski refurinn geirfuglinn?

Því miður er ýmislegt á huldu um geirfuglinn (Pinguinus impennis), til dæmis vitum við lítið um afræningja hans, aðra en manninn. Ekki er ósennilegt að geirfuglinn hafi verið aðlagaður að varpi á úthafseyjum, skerjum og hólmum. Nánast útilokað er að hann hafi verpt í einhverjum mæli á svæðum þar sem landrándýr, þ...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvað gerði William Wallace?

Sir William Wallace er skosk þjóðhetja sem barðist gegn enskum yfirráðum í Skotlandi fyrir og um aldamótin 1300. Vitneskja um afrek William Wallace hefur mikið til varðveist í hetjuljóði eftir mann sem kallaður var Blindi Harry (um 1440-1492). Ljóðabálkurinn, sem heitir The Actes and Deidis of the Illustre and Val...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver uppgötvaði reikistjörnurnar í sólkerfinu okkar og hvenær var það?

Sex innstu reikistjörnurnar í sólkerfinu okkar, það er Merkúríus, Venus, Jörðin, Mars, Júpíter og Satúrnus, sjást með berum augum og hafa því þekkst alla tíð. Það er því ekki hægt að benda á neinn einn sem hafi uppgötvað tilvist þeirra. Ennfrekur er frekar erfitt að segja með vissu hver hafi áttað sig á að þessir ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað hafa margir ísbirnir komið til Íslands?

Ísbirnir (Ursus maritimus) hafa flækst hingað til lands annað slagið allt frá því að landið byggðist og sennilega mun lengur. Þúsunda ára gamlar leifar eftir hvítabjörn hafa fundist á Norðurlandi. Á síðasta jökulskeiði var Ísland á syðri mörkum jökulíssins og ísbirnir því væntanlega haft ágætis aðgengi að landinu....

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvers vegna er http:// á undan öllum vefslóðum?

HTTP stendur fyrir Hyper Text Transfer Protocol, eða samskiptastaðall til flutnings á texta. Þegar http:// stendur framan við slóð er viðtakandi slóðarinnar – netþjónninn sem tölva notandans er tengd við – látin vita að nú fari fram gagnaflutningar samkvæmt þessum staðli. Annar mögulegur staðall er FTP, File Trans...

category-iconUnga fólkið svarar

Hverjar eru reglurnar í hneftafli?

Hneftafl eða hnefatafl er spil sem víkingar spiluðu á 11. og 12. öld. Til eru margar gerðir af hneftafli og leikborðin geta verið allt frá 7x7 reitir og upp í 19x19. Markmiðið er hins vegar alltaf það sama: Kóngurinn á að reyna að komast út í horn með hjálp hvítu liðsmanna sinna og svartir eiga að reyna að umkring...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvað eru mörg gervitungl til í heiminum og hvað heitir stærsta gervitunglið?

Í október árið 2000 voru 2617 eiginleg gervitungl á braut um jörð, ýmist starfandi eða ekki, 90 könnunarflaugar á ferð lengra úti í geimnum og 6096 partar úr geimflaugum og gervitunglum á braut um jörðu. [Höfundur fann engar upplýsingar um hvert væri stærsta gervitunglið, þrátt fyrir töluverða leit. Ef lesend...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvernig beygist sögnin að skína? Ég skín, hún skín en þú...? Og af hverju?

1.p.et. ég skín 2.p.et. þú skín 3.p.et. hann/hún/það skín og svo framvegis Sögnin að skína telst til svonefnds fyrsta flokks sterkra sagna. Eftir honum beygjast til dæmis sagnir eins og bíta, skíta, rífa og margar fleiri. Í fornu máli átti sögnin skína því að fá endinguna -r í annarri og þriðju persónu e...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvað er heitt á tunglinu?

Við sjáum tunglið vel vegna þess að það endurkastar geislum sólarinnar. Enginn getur lifað á tunglinu því að þar er ekkert loft og þess vegna ekki heldur neitt súrefni. Lofthjúpur mundi líka halda hitastiginu sæmilega stöðugu en það er mjög breytilegt. Yfirborð tunglsins hitnar þegar það snýr að sólinni og þá ...

Fleiri niðurstöður