Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað gerði William Wallace?

Bjarni Jóhann Ingvarsson og Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

Sir William Wallace er skosk þjóðhetja sem barðist gegn enskum yfirráðum í Skotlandi fyrir og um aldamótin 1300. Vitneskja um afrek William Wallace hefur mikið til varðveist í hetjuljóði eftir mann sem kallaður var Blindi Harry (um 1440-1492). Ljóðabálkurinn, sem heitir The Actes and Deidis of the Illustre and Vallyeant Campioun Schir William Wallace, var skrifaður um 170 árum eftir dauða Wallace og því er efast um að allt sé satt og rétt sem þar kemur fram. Aðrar heimildir um ævi Wallace eru mjög takmarkaðar og að mestu bundnar við örfá ár í lífi hans þegar hann barðist sem ötulast gegn yfirráðum Englendinga.

William Wallace (um 1270-1305). Rista frá 17. eða 18. öld.

Talið er að William Wallace hafi verið fæddur um eða upp úr 1270, líklega í Elderslie, Renfrewshire eða í Ellerslie, Ayrshire. Faðir hans hefur gjarnan verið sagður landeigandi að nafni Malcolm en einhverjar heimildir benda til þess að hann hafi heitið Alan. Wallace átti tvo bræður, John og Malcolm Wallace.

Flest er á huldu um æsku og uppvöxt William Wallace en þó þykir ljóst að hann hafi hlotið einhverja menntun. Einnig eru sumir sagnfræðingar á því að hann hljóti að hafa tekið þátt í hernaði áður en barátta hans gegn enskum yfirráðum í Skotlandi hófst.

Wallace var uppi á mjög róstusömum tíma í sögu Skotlands. Alexander III Skotakonungur hafði látist árið 1286 og þar sem ekki var neinn augljós arftaki krúnunnar fylgdu í kjölfarið deilur um það meðal aðalsmanna hver skildi taka við krúnunni. Í þessum innanlandsdeilum um krúnuna sá Játvarður I Englandskonungur tækifæri til þess að komast til áhrifa og ná Skotlandi undir sig og fór svo að 1296 sóru skoskir aðalsmenn honum hollustu, viljugir eða nauðbeygðir.

Skotar voru ekki ánægðir með framgang mála og yfirráð Englendinga og risu upp. Við þessar aðstæður er William Wallace fyrst getið í heimildum þegar hann drap fógetann í Lanark, William Heselrig í maí 1297, en sá var enskur.

Helsta afrek William Wallace var að leiða Skota til sigurs í orrustu við fjölmennt lið Englendinga við Stirling-brúna 11. september 1297.

Wallace tók þátt í fleiri árásum ásamt öðrum uppreisnarmönnum en frægastur er hann fyrir að leiða orrustu gegn Englendingum við Stirling-brúna 11. september 1297. Þar unnu Skotar stórsigur á miklu fjölmennara liði Englendinga. Í kjölfarið var Wallace sleginn til riddara og útnefndur ríkisstjóri Skotlands. Ári seinna, í júlí 1298, biðu Wallace og menn hans hins vegar lægri hlut gegn Englendingum í orrustu við Falkirk. Mikið mannfall varð hjá Skotum, Wallace slapp þó heill frá þessari orrustu. En orðspor hans sem stríðsmanns hafði beðið hnekki og hann afsalaði sér titli ríkisstjóra.

Vitneskja um næstu ár á eftir í ævi Willam Wallace er mjög takmörkuð, hann tók væntanlega þátt í einhverjum árásum og baráttu gegn yfirráðum Englendinga en einnig dvaldi hann erlendis til þess að reyna að afla Skotum stuðnings.

Englendingum var mikið um mun að handsama William Wallace og tókst það nálægt Glasgow í byrjun ágúst 1305 með hjálp skosks aðalsmanns. Wallace var fluttur til London með hraði þar sem hann var ákærður fyrir landráð, nokkuð sem hann á að hafa mótmælt með þeim orðum að hann hafi aldrei svarið Játvarði I hollustu og því væri ekki hægt að saka hann um svik.

Mel Gibson í hlutverki William Wallace í myndinni Braveheart.

Wallace var dæmdur sekur og refsingin framkvæmd tafarlaust. Hann var pyntaður á grimmilegan hátt og að lokum líflátinn. Þetta átti sér stað 23. ágúst 1305.

William Wallace er meðal helstu þjóðhetja Skota. Hann öðlaðist heimsfrægð árið 1995 þegar Mel Gibson gerði kvikmyndina Braveheart sem fjallar um Wallace en myndin hlaut fimm óskarsverðlaun. Myndin naut mikilla vinsælda en hefur verið gagnrýnd nokkuð fyrir hversu frjálslega er farið með efnið.

Heimildir og myndir:

Hér er einnig svarað spurningunni:
Var William Wallace úr Braveheart til?


Þetta svar er að hluta eftir nemanda í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2012.

Höfundar

nemandi í Háskóla unga fólksins

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

15.6.2012

Spyrjandi

Gunnar Gunnarsson, Ólafur Freyr, Hjörtur Björnsson, Benedikt Kristjánsson, Haukur Arnarsson

Tilvísun

Bjarni Jóhann Ingvarsson og Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hvað gerði William Wallace?“ Vísindavefurinn, 15. júní 2012, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=26565.

Bjarni Jóhann Ingvarsson og Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. (2012, 15. júní). Hvað gerði William Wallace? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=26565

Bjarni Jóhann Ingvarsson og Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hvað gerði William Wallace?“ Vísindavefurinn. 15. jún. 2012. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=26565>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað gerði William Wallace?
Sir William Wallace er skosk þjóðhetja sem barðist gegn enskum yfirráðum í Skotlandi fyrir og um aldamótin 1300. Vitneskja um afrek William Wallace hefur mikið til varðveist í hetjuljóði eftir mann sem kallaður var Blindi Harry (um 1440-1492). Ljóðabálkurinn, sem heitir The Actes and Deidis of the Illustre and Vallyeant Campioun Schir William Wallace, var skrifaður um 170 árum eftir dauða Wallace og því er efast um að allt sé satt og rétt sem þar kemur fram. Aðrar heimildir um ævi Wallace eru mjög takmarkaðar og að mestu bundnar við örfá ár í lífi hans þegar hann barðist sem ötulast gegn yfirráðum Englendinga.

William Wallace (um 1270-1305). Rista frá 17. eða 18. öld.

Talið er að William Wallace hafi verið fæddur um eða upp úr 1270, líklega í Elderslie, Renfrewshire eða í Ellerslie, Ayrshire. Faðir hans hefur gjarnan verið sagður landeigandi að nafni Malcolm en einhverjar heimildir benda til þess að hann hafi heitið Alan. Wallace átti tvo bræður, John og Malcolm Wallace.

Flest er á huldu um æsku og uppvöxt William Wallace en þó þykir ljóst að hann hafi hlotið einhverja menntun. Einnig eru sumir sagnfræðingar á því að hann hljóti að hafa tekið þátt í hernaði áður en barátta hans gegn enskum yfirráðum í Skotlandi hófst.

Wallace var uppi á mjög róstusömum tíma í sögu Skotlands. Alexander III Skotakonungur hafði látist árið 1286 og þar sem ekki var neinn augljós arftaki krúnunnar fylgdu í kjölfarið deilur um það meðal aðalsmanna hver skildi taka við krúnunni. Í þessum innanlandsdeilum um krúnuna sá Játvarður I Englandskonungur tækifæri til þess að komast til áhrifa og ná Skotlandi undir sig og fór svo að 1296 sóru skoskir aðalsmenn honum hollustu, viljugir eða nauðbeygðir.

Skotar voru ekki ánægðir með framgang mála og yfirráð Englendinga og risu upp. Við þessar aðstæður er William Wallace fyrst getið í heimildum þegar hann drap fógetann í Lanark, William Heselrig í maí 1297, en sá var enskur.

Helsta afrek William Wallace var að leiða Skota til sigurs í orrustu við fjölmennt lið Englendinga við Stirling-brúna 11. september 1297.

Wallace tók þátt í fleiri árásum ásamt öðrum uppreisnarmönnum en frægastur er hann fyrir að leiða orrustu gegn Englendingum við Stirling-brúna 11. september 1297. Þar unnu Skotar stórsigur á miklu fjölmennara liði Englendinga. Í kjölfarið var Wallace sleginn til riddara og útnefndur ríkisstjóri Skotlands. Ári seinna, í júlí 1298, biðu Wallace og menn hans hins vegar lægri hlut gegn Englendingum í orrustu við Falkirk. Mikið mannfall varð hjá Skotum, Wallace slapp þó heill frá þessari orrustu. En orðspor hans sem stríðsmanns hafði beðið hnekki og hann afsalaði sér titli ríkisstjóra.

Vitneskja um næstu ár á eftir í ævi Willam Wallace er mjög takmörkuð, hann tók væntanlega þátt í einhverjum árásum og baráttu gegn yfirráðum Englendinga en einnig dvaldi hann erlendis til þess að reyna að afla Skotum stuðnings.

Englendingum var mikið um mun að handsama William Wallace og tókst það nálægt Glasgow í byrjun ágúst 1305 með hjálp skosks aðalsmanns. Wallace var fluttur til London með hraði þar sem hann var ákærður fyrir landráð, nokkuð sem hann á að hafa mótmælt með þeim orðum að hann hafi aldrei svarið Játvarði I hollustu og því væri ekki hægt að saka hann um svik.

Mel Gibson í hlutverki William Wallace í myndinni Braveheart.

Wallace var dæmdur sekur og refsingin framkvæmd tafarlaust. Hann var pyntaður á grimmilegan hátt og að lokum líflátinn. Þetta átti sér stað 23. ágúst 1305.

William Wallace er meðal helstu þjóðhetja Skota. Hann öðlaðist heimsfrægð árið 1995 þegar Mel Gibson gerði kvikmyndina Braveheart sem fjallar um Wallace en myndin hlaut fimm óskarsverðlaun. Myndin naut mikilla vinsælda en hefur verið gagnrýnd nokkuð fyrir hversu frjálslega er farið með efnið.

Heimildir og myndir:

Hér er einnig svarað spurningunni:
Var William Wallace úr Braveheart til?


Þetta svar er að hluta eftir nemanda í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2012....