Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað felst í útlenda orðinu parkour og er til einhver íslensk þýðing á parkour-hlaupi?

Ágústa Þorbergsdóttir

Parkour er upprunnið í Frakklandi og er heitið komið af franska orðinu „parcours“ sem merkir leið. Í stuttu máli snýst parkour um að komast á milli staða eins fljótt og hægt er, nota hindranir og skemmta sér í leiðinni. Parkour má stunda hvar sem er og algengast er að leikvöllurinn sé borgarumhverfi, svo sem veggir, þök og handrið sem notuð eru til að stökkva fram af, taka kollhnís og gera önnur brögð í loftinu.

Ekkert íslenskt heiti hefur náð að festa sig í sessi fyrir parkour. Til þess að orðið parkour falli betur að íslensku þyrfti að aðlaga stafsetningu þess og rita það parkúr.

Sumir tala um parkour sem jaðaríþrótt en aðrir tala um lífsstíl eða list. Á Íslandi hafa nokkrar fimleikadeildir haldið námskeið í parkour. Miðað við aðra íþróttastarfsemi er fyrirkomulagið frjálslegra og engar leikreglur. Enda þótt parkour sé iðulega iðkað í hópum er þetta einstaklingsgrein þar sem hver keppir við sjálfan sig.

Parkour er tökuorð í íslensku eins og reyndar heiti ýmissa annarra íþróttagreina, svo sem karate, golf og badminton. Ekkert íslenskt heiti hefur náð að festa sig í sessi fyrir parkour en sjá má að heitið götufimleikar hefur stundum verið notað, svo sem í auglýsingum íþróttafélaga, og einnig eru heimildir um orðið fríhlaup en það er þó frekar þýðing á orðinu freerunning sem er afbrigði af parkour.

Til þess að orðið parkour falli betur að íslensku þyrfti að aðlaga stafsetningu þess og rita það parkúr og reyndar má finna allnokkur dæmi um þann rithátt.

Heimildir og mynd:

  • Björn Þ. Vilhjálmsson. (2006, 22. júlí). Umsvif hreyfingarinnar. Í Lesbók Morgunblaðsins, bls. 12.
  • Sigurborg Þrastardóttir. (2005, 20. mars). Strákarnir í borginni. Í Lesbók Morgunblaðsins, bls. 26.
  • Tinna Rós Steinsdóttir. (2012, 18. ágúst). Meira lífsstíll en íþrótt. Í Fréttablaðið, bls. 62.
  • Viggó I. Jónasson. (2008, 6. september). Tarzan-leikur fyrir fullorðna. Í 24 stundir, bls. 50.
  • Æfi stökkin fyrst inni. (2014, 11. janúar). Í Fréttablaðið, bls. 44.
  • Gerpla. Parkour. (Sótt 10.8.2020).
  • Ármann. Parkour / Acrobatics. (Sótt 10.8.2020).
  • ÍA. Parkour. (Sótt 10.8.2020).
  • Mynd: Pixabay. (Sótt 12.8.2020).

Upprunalega spurningin var:
Hafa orðasmiðir íslenskað "parkour" hlaup?

Höfundur

Ágústa Þorbergsdóttir

deildarstjóri á málræktarsviði hjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

Útgáfudagur

26.8.2020

Spyrjandi

Þórður Búason

Tilvísun

Ágústa Þorbergsdóttir. „Hvað felst í útlenda orðinu parkour og er til einhver íslensk þýðing á parkour-hlaupi?“ Vísindavefurinn, 26. ágúst 2020, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=79842.

Ágústa Þorbergsdóttir. (2020, 26. ágúst). Hvað felst í útlenda orðinu parkour og er til einhver íslensk þýðing á parkour-hlaupi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=79842

Ágústa Þorbergsdóttir. „Hvað felst í útlenda orðinu parkour og er til einhver íslensk þýðing á parkour-hlaupi?“ Vísindavefurinn. 26. ágú. 2020. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=79842>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað felst í útlenda orðinu parkour og er til einhver íslensk þýðing á parkour-hlaupi?
Parkour er upprunnið í Frakklandi og er heitið komið af franska orðinu „parcours“ sem merkir leið. Í stuttu máli snýst parkour um að komast á milli staða eins fljótt og hægt er, nota hindranir og skemmta sér í leiðinni. Parkour má stunda hvar sem er og algengast er að leikvöllurinn sé borgarumhverfi, svo sem veggir, þök og handrið sem notuð eru til að stökkva fram af, taka kollhnís og gera önnur brögð í loftinu.

Ekkert íslenskt heiti hefur náð að festa sig í sessi fyrir parkour. Til þess að orðið parkour falli betur að íslensku þyrfti að aðlaga stafsetningu þess og rita það parkúr.

Sumir tala um parkour sem jaðaríþrótt en aðrir tala um lífsstíl eða list. Á Íslandi hafa nokkrar fimleikadeildir haldið námskeið í parkour. Miðað við aðra íþróttastarfsemi er fyrirkomulagið frjálslegra og engar leikreglur. Enda þótt parkour sé iðulega iðkað í hópum er þetta einstaklingsgrein þar sem hver keppir við sjálfan sig.

Parkour er tökuorð í íslensku eins og reyndar heiti ýmissa annarra íþróttagreina, svo sem karate, golf og badminton. Ekkert íslenskt heiti hefur náð að festa sig í sessi fyrir parkour en sjá má að heitið götufimleikar hefur stundum verið notað, svo sem í auglýsingum íþróttafélaga, og einnig eru heimildir um orðið fríhlaup en það er þó frekar þýðing á orðinu freerunning sem er afbrigði af parkour.

Til þess að orðið parkour falli betur að íslensku þyrfti að aðlaga stafsetningu þess og rita það parkúr og reyndar má finna allnokkur dæmi um þann rithátt.

Heimildir og mynd:

  • Björn Þ. Vilhjálmsson. (2006, 22. júlí). Umsvif hreyfingarinnar. Í Lesbók Morgunblaðsins, bls. 12.
  • Sigurborg Þrastardóttir. (2005, 20. mars). Strákarnir í borginni. Í Lesbók Morgunblaðsins, bls. 26.
  • Tinna Rós Steinsdóttir. (2012, 18. ágúst). Meira lífsstíll en íþrótt. Í Fréttablaðið, bls. 62.
  • Viggó I. Jónasson. (2008, 6. september). Tarzan-leikur fyrir fullorðna. Í 24 stundir, bls. 50.
  • Æfi stökkin fyrst inni. (2014, 11. janúar). Í Fréttablaðið, bls. 44.
  • Gerpla. Parkour. (Sótt 10.8.2020).
  • Ármann. Parkour / Acrobatics. (Sótt 10.8.2020).
  • ÍA. Parkour. (Sótt 10.8.2020).
  • Mynd: Pixabay. (Sótt 12.8.2020).

Upprunalega spurningin var:
Hafa orðasmiðir íslenskað "parkour" hlaup?
...