Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 3440 svör fundust
Hvað getið þið sagt mér um grísku gyðjuna Selenu?
Selena var mánagyðja Grikkja til forna og nafnið þýðir einfaldlega tungl á grísku. Samkvæmt goðsögum Grikkja átti hún tvö systkini, bróðurinn Helíos sem var sólguðinn og systurina Eos, gyðju morgunroðans. Foreldrar þeirra voru Þeia og Hýpeiron en Selena hefur þó einnig verið eignuð öðrum, til að mynda hinum ástlei...
Hvers konar ríma er Tímaríma?
Árið 1783 kom út í Hrappsey hin óvenjulega Tímaríma Jóns Sigurðssonar Dalaskálds (1685-1720) en hún var áður prentuð í Kaupmannahöfn 1772. Rímur voru almennt kveðnar til skemmtunar og ein helsta dægradvöl þjóðarinnar í aldanna rás. Tímaríma er engin undantekning frá því en hún er um leið gagnrýnin og sver sig í æt...
Ef þú setur miða með 10 nöfnum í hatt, hverjar eru líkurnar að hver og einn dragi sitt nafn?
Svarið fer eftir því hvort sá sem dregur setur miðann aftur í hattinn þegar hann er búinn að draga eða ekki. Svarið finnst samt á svipaðan hátt í báðum tilvikum. Hér á eftir er gert ráð fyrir að nöfnin séu öll ólík, en ef einhver nafnanna eru þau sömu þá má líka nálgast verkefnið á þann hátt sem lýst er hér á eft...
Af hverju er ekki hægt að búa til óson og setja upp í gufuhvolfið?
Hér er einnig svarað spurningu Jóhanns Benjamínssonar, Er ekki hægt að finna upp leið til að framleiða óson? Til eru leiðir til að framleiða óson. Einfaldasta aðferðin felst í því að leiða rafstraum í gegnum venjulegt loft sem inniheldur súrefni og köfnunarefni. Það veldur því að súrefnissameindir (O2) rofna í sú...
Hvað merkir Gr á Alt Gr-hnappinum á lyklaborðinu?
Hnappurinn Alt Gr sem er hægra megin við bilstöngina (e. space bar) á flestum PC-lyklaborðum, er notaður til að fá fram ýmis sértákn. Á lyklaborðum sem eru stillt til að skrifa íslensku er til dæmis hægt að skrifa táknið @ með því að halda niðri Alt Gr og ýta á lykilinn Q. Skammstöfunin Alt stendur fyrir 'alter...
Hver er staða ósonlagsins í dag?
Í heild er spurningin svona:Hvað er að frétta af ósonlaginu núna, þynning þess og göt voru mikið í umræðunni fyrir einhverjum árum en lítið heyrist núna. Hver er staðan? Hefur það jafnað sig? Í stuttu máli hefur þróunin líklega farið að sveigja í rétta átt síðasta áratuginn eða svo. Óson er sameind úr þremu...
Hver voru síðustu orð enska skáldsins John Keats?
Enska skáldið John Keats lést úr berklum í Rómaborg 23. febrúar 1821, aðeins 25 ára að aldri. Lokaorðin eru venjulega sögð þessi:Severn - reistu mig upp - ég er að dauða kominn - dauðinn verður mér léttur - ekki óttast - vertu duglegur og þakkaðu Guði fyrir að hann sé loksins kominn.Í sjö klukkutíma lá hann í örmu...
Geturðu sagt mér eitthvað um Kákasuslöndin?
Kákasus (e. Caucasus eða Caucasia) er 440.000 km2 svæði á milli Svartahafs í vestri og Kaspíahafs í austri og tengir saman Evrópu og Asíu. Svæðið dregur nafn sitt af hinum mikla Kákasusfjallgarði sem er um 1200 km langur og nær á milli Svartahafs og Kaspíahafs. Fjallgarðurinn skiptist í tvo meginhryggi: Sá nyrðri...
Hvað getið þið sagt mér um steinfiska, eru þeir mjög eitraðir?
Steinfiskar eru tegundir fiska af ættkvíslinni Synanceia. Innan þessarar ættkvíslar eru þekktar fimm tegundir. Steinfiskar finnast aðallega á grunnsævi við Indlandshaf og Kyrrahaf en einnig eru dæmi um steinfiska í ísöltum sjó og í ám í Suðaustur-Asíu. Steinfiskar eru mjög eitraðir og jafnvel eitraðastir allra núl...
Hvað getið þið sagt mér um Florence Nightingale?
Florence Nightingale fæddist árið 1820 og lést árið 1910. Foreldrar hennar tilheyrðu ensku yfirstéttinni og hún bjó við góð efni alla ævi. Nightingale naut góðrar menntunar á heimili sínu og á löngum ferðalögum um Evrópu og Austurlönd nær kynntist hún ólíkum þjóðum og siðum. Líkt og margir samferðamenn hennar ...
Eru jólasveinar til í alvörunni?
Hér er jafnframt svarað spurningu Davíðs Arnar (f. 1989) Er jólasveinninn til í alvöru eða er hann bara eitthvert rugl? Hvað er það að vera til "í alvörunni"? Það er auðvitað ekkert vafamál að jólasveinar eru til í hugum okkar og í sögum og frásögnum af þeim. Í einhverjum skilningi hljóta þeir því að vera ti...
Við erum nokkur sem langar til að vita hvernig eigi að stofna sértrúarsöfnuð?
Sértrúarsöfnuður nefnist á ensku sectarian eða sect sem er dregið af latneska orðinu secta sem merkir til dæmis 'lífsmáti, áætlun, leið'. Í klassískri latínu var secta til dæmis notað um þá sem aðhylltust ákveðnar stjórnmálaskoðanir eða fylgdu flokkslínum. Talið er að orðið sectarian hafi fyrst verið notað um miðj...
Hvaðan kemur málshátturinn „Barn er fyrir böli nema drengur sé og sjálfur eigi“?
Algengasta mynd þessa málsháttar er „Böl er, ef barn dreymir, nema sveinbarn sé, og sjálfur eigi.“ Elsta dæmi í söfnum Orðabókar Háskólans er í Safni af íslenzkum orðskviðum sem Guðmundur Jónsson tók saman og gaf út í Kaupmannahöfn 1830. Málshátturinn er einnig tekinn þannig upp í Íslenzku málsháttasafni Finns Jón...
Hvaða spendýr er með minnstu augun?
Flest spendýr nota sjón tiltölulega mikið í daglegu lífi og stærðarmunur á augum er yfirleitt furðulítill milli tegunda. Sumar tegundir, sem eru eingöngu á ferli á nóttunni, eru með afarstór augu og treysta mikið á sjón sína þótt dimmt sé. Dæmi um þetta eru sumir lemúrar og aðrir hálfapar. Þá eru til næturdýr með ...
Hvað getið þið sagt mér um Hraunfossa og Barnafoss?
Hraunfossar er heiti fallegra smáfossa sem renna undan Hallmundarhrauni út í Hvítá. Vatnið í fossunum er tært lindarvatn en jökulvatn er í Hvítá svo andstæður fossanna og Hvítár eru þarna miklar. Ofan við Hraunfossa eru litlir fossar eða flúðir í Hvítá, og kallast þær einu nafni Barnafoss. Þar fellur Hvítá fram af...