Hvað er að frétta af ósonlaginu núna, þynning þess og göt voru mikið í umræðunni fyrir einhverjum árum en lítið heyrist núna. Hver er staðan? Hefur það jafnað sig?Í stuttu máli hefur þróunin líklega farið að sveigja í rétta átt síðasta áratuginn eða svo. Óson er sameind úr þremur súrefnisfrumeindum og myndast í andrúmsloftinu þegar súrefnisfrumeind (O) sameinast súrefnissameind (O2) eins og lesa má um í svari Ágústs Kvarans við spurningunni Hvernig myndast ósonlagið og er talið að það muni einhvern tímann eyðast? Um 90% alls ósons í andrúmsloftinu er í heiðhvolfinu, mestmegnis í um 20 km hæð yfir jörðu. Það er hið svokallaða ósonlag. Þykkt ósonlagsins er gefin upp í dobson-einingum (Du) en 1 Du jafngildir 1/1000 úr cm þykktar af ósoni niðri við jörð við staðalaðstæður (við 0° C og 1013 hPa). Talað er um „ozone hole“ eða „gat“ í ósonlaginu ef heildaróson (total ozone) mælist lægra en 220 Du.

Stærst mældist þynningarsvæðið yfir Suðurskautslandinu árið 2006 en á tímabilinu 21.-30. september var stærð þess að meðaltali 27,4 milljón km2. Fleiri myndir sem sýna hvernig þynningarsvæðið hefur þróast undanfarna áratugi má sjá á vef The Earth Observatory

Magn ósons í háloftunum yfir Reykjavík hefur verið mælt daglega og nær óslitið síðan 1957. Ósontæki Veðurstofu Ísland.
- World of Change: Antarctic Ozone Hole - The Earth Observatory. (Sótt 4. 1. 2018).
- Mælingar á ósonlaginu yfir Íslandi | Veðurstofa Íslands 90 ára | Veðurstofa Íslands. Höfundur myndar: Árni Sigurðsson. (Sótt 4. 1. 2019).
Vísindavefurinn hefur oft verið spurður um ósonlagið. Hér er einnig svarað spurningunum:
- Er ósonlagið að þykkjast eða að þynnast?
- Hverjar eru horfur ósonlagsins til framtíðar?
- Hvar er ósonlagið? Úr hverju er það? Hvaða efni eyðir helst ósonlaginu?
- Ef við minnkum útblástur frá verksmiðjum og fleiri mengandi hlutum, hvað tæki það langan tíma fyrir ósonlagið að komast í mjög gott ástand?
- Er hægt að láta götin á ósonlaginu fyllast aftur?
- Er ósonlagið að eyðast eða hverfa?
- Er hægt að laga ósonlagið?
- Getur ósonlagið jafnað sig alveg fullkomlega aftur?
Selma Rebekka Kattoll, Rakel Hjartardóttir, Aníta Ósk Guðbjargardóttir, Hólmfríður Karen Karlsdóttir, María Gunnarsdóttir, Sölvi Steinn Jónsson, Katrín Marín, Margrét Guttormsdóttir, Rósa Jórunn, Þórdís Skúladóttir Holm, Íris Birgisdóttir og Veronika Arnardóttir.