Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1320 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað þarf margar gasblöðrur til að lyfta heilu húsi?

Í svari Hildar Guðmundsdóttur við spurningunni Hvað þarf margar gasblöðrur til að lyfta fullorðnum manni? má sjá að meðalgasblaðra getur lyft 15,7 grömmum. Það er þess vegna ekki flókið að reikna hversu margar gasblöðrur þurfi til að lyfta heilu húsi, ef við vitum hvað húsið er þungt! Hvað ætli þetta séu margar b...

category-iconJarðvísindi

Hvers konar gos er það sem nú er nýlega hafið í Grímsvötnum 2011?

Grímsvötn eru ein virkasta eldstöð landsins. Í svari við spurningunni: Hvaða eldfjall hefur gosið mest? kemur fram að Grímsvötn hafa líklega gosið oftar en 30 sinnum á síðustu 400 árum. MODIS-gervitunglamynd frá 22.5.2011, tekin klukkan 5 um morgun. Á myndinni sést gosmökkurinn frá eldstöðinni í Grímsvötnum. Dökk...

category-iconFélagsvísindi

Hvenær er þingrof réttlætanlegt?

Erfitt er að segja með tæmandi hætti við hvaða aðstæður sé réttlætanlegt að rjúfa þing. Fræðimenn hafa til að mynda bent á að ef fyrirséð er að vantrauststillaga á ríkisstjórnina verði samþykkt, ef ríkisstjórnin hefur ekki nægjanlegan þingmeirihluta til að koma áfram brýnum málum á þingi eða ef upp er kominn ágrei...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er að fá sér einn gráan?

Að fá sér einn gráan merkir að ‘fá sér snafs, fá sér neðan í því’. Jón G. Friðjónsson nefnir orðasambandið í bók sinni Mergur málsins (2006:270) en gefur enga skýringu. Ég tel líklegast að upphaflega hafi verið átt við brennivínsstaup, landa eða vodka, það er gráleitan eða litlausan drykk. Ég hygg að fáir eða ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvers vegna heitir hrafnshreiður laupur, hvað merkir orðið og hvaðan kemur það?

Laupur hefur fleiri en eina merkingu: ‘meis; hrafnshreiður; gamall og slitinn hlutur; óáreiðanlegur maður; viðarstafli’. Í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndals Magnússonar (1989:548–549) er upphafleg merking talin karfa (úr trjáberki) og hinar merkingarnar leiddar af henni. Í fornu máli er merkingin ‘karfa’ nær ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Er náskata æt?

Náskata (Raja fullonica) er vel æt og hún er unnin á sama hátt og aðrar skötutegundir sem eru veiddar hér við land, svo sem skata (Raja batis) og tindaskata (Raja radiata). Árið 2020 var heildarafli náskötu á Íslandsmiðum tæp 17 tonn en sama ár var heildarafli tindaskötu 827 tonn. Náskata (Raja fullonica) er...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað þýðir að bíta höfuðið af skömminni?

Merkingin er ‘kunna ekki að skammast sín, gera illt verra, gerast enn ósvífnari’. Orðasambandið þekkist frá fyrri hluta 18. aldar. Til dæmis skrifaði Jón Vídalín í postillu sinni: Ecke eru Dæme til þess / ad nockur hafe so bited Høfuded af Skømmenne. Sennilega er orðasambandið fengið að láni úr dönsku bide h...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er hver grefillinn?

Upphaflega hljóðaði spurningin svona:Hver grefillinn er grefill? Grefill er vægt blótsyrði og virðast elstu heimildir ná aftur til 17. aldar. Það er talið ummyndað tökuorð úr þýsku, samanber miðháþýsku griu(w)el, háþýsku Greuel ‘andstyggð, óhæfuverk, viðbjóðsleg vera’. Hver grefillinn er notað í sömu merkin...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaða mund er átt við þegar eitthvað gerist um þessar mundir?

Í orðasambandinu um þessar/þær mundir merkir mund ‘tími, tímaskeið’ og er bæði til í kvenkyni og hvorugkyni, það er einnig í það mund, í sama mund. Mund er einnig til í merkingunni ‘hönd’, samanber máltækið morgunstund gefur gull í mund, það er gott er að fara snemma á fætur. Samkvæmt Íslenskri orðsifjabók ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hversu gamalt er orðið gerpla í málinu og hvað þýðir það?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona í heild sinni: Hvað þýðir orðið Gerpla? Er það bara sérnafn og hversu gamalt er þetta í málinu? Gerpla er heiti á skáldsögu eftir Halldór Laxness sem gefin var út 1952. Ekki þótti merking bókarheitisins liggja í augum uppi. Í Mánudagsblaðinu 8. desember 1952 segir til d...

category-iconMálvísindi: íslensk

Kemur alltaf stór stafur á eftir upphrópunarmerki í texta?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Ef notað er orðasambandið „og sjá“ sem upphrópun, þarf væntanlega að koma upphrópunarmerki á eftir. Þarf þá að setja stóran staf í byrjun næsta orðs? Þessari spurningu er einfaldast að svara með því að birta stuttan texta úr afar gagnlegu rafrænu riti eftir Jóhannes B....

category-iconLögfræði

Hafa ljósmyndir eitthvert gildi sem sönnunargögn fyrir íslenskum dómstólum?

Mál fyrir dómstólum eru annað hvort einkamál eða opinber mál. Ákæruvaldið höfðar opinber mál til refsingar en einkamál eru höfðuð án aðildar ákæruvalds. Um margt gilda líkar reglur um meðferð einka- og opinberra mála fyrir dómstólum, en í sumum efnum er grundvallarmunur þar á. Um einkamál gilda lög nr. 91/1991, en...

category-iconLögfræði

Eiga aðstandendur látins manns rétt á að sjá sjúkraskrár hans?

Í heild sinni hljóðaði spurningin svona:Eiga aðstandendur látins manns rétt á því að fá afrit af sjúkraskrám hins látna hafi hann meðan á sjúkralegu sinni stóð veitt samþykki sitt fyrir því? Í sjúkraskrám er oft að finna viðkvæmar persónuupplýsingar og því gilda mjög strangar reglur um afhendingu þeirra. Í 14. gr...

category-iconFélagsvísindi

Hvað er vogunarsjóður?

Með hugtakinu vogunarsjóður (e. hedge fund) er yfirleitt átt við sjóð sem notar lántöku eða svokallaða skortstöðu í tilteknum eignum til að afla fjár til kaupa á öðrum eignum. Með skortstöðu er átt við að sjóðurinn fær verðbréf að láni frá öðrum og selur þau til að afla fjár. Einstakir vogunarsjóðir fylgja oft ...

category-iconLæknisfræði

Eru þeir sem oft fá berkjubólgu í áhættuhópi vegna COVID-19?

Upprunalega spurningin var: Er fólk sem er gjarnt á að fá berkjubólgu, í flokki þeirra sem eru í áhættuhóp vegna COVID-19? Það er mjög mikilvægt að huga að því hvaða einstaklingsbundnu þættir auka hættu á alvarlegum veikindum vegna COVID-19. Við erum enn að læra hratt og mikið um þennan nýja smitsjúkdóm en ...

Fleiri niðurstöður