Sólin Sólin Rís 09:12 • sest 17:09 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 09:36 • Sest 16:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:14 • Síðdegis: 18:22 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:03 • Síðdegis: 12:24 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:12 • sest 17:09 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 09:36 • Sest 16:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:14 • Síðdegis: 18:22 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:03 • Síðdegis: 12:24 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Eiga aðstandendur látins manns rétt á að sjá sjúkraskrár hans?

Ragnar Guðmundsson

Í heild sinni hljóðaði spurningin svona:
Eiga aðstandendur látins manns rétt á því að fá afrit af sjúkraskrám hins látna hafi hann meðan á sjúkralegu sinni stóð veitt samþykki sitt fyrir því?

Í sjúkraskrám er oft að finna viðkvæmar persónuupplýsingar og því gilda mjög strangar reglur um afhendingu þeirra. Í 14. gr. laga nr. 74/1997, um réttindi sjúklinga, segir:
Skylt er lækni og öðrum sem færa sjúkraskrá að sýna hana sjúklingi eða umboðsmanni hans, í heild eða að hluta, og afhenda þeim afrit skrárinnar sé þess óskað. Sama gildir gagnvart opinberum aðilum sem lögum samkvæmt athuga kæru sjúklings eða umboðsmanns vegna meðferðar. Heimilt er að taka gjald fyrir afrit af sjúkraská samkvæmt ákvæðum 12. gr. upplýsingalaga.
Telja verður að þessi upptalning sé tæmandi. Þannig er heimilt og raunar skylt að afhenda sjúklingum eigin sjúkraskrá, umboðsmanni hans og hinu opinbera í sérstökum tilvikum. Umrætt umboð þarf að vera skriflegt og vottað af tveimur vottum. Ef fyrir liggur skriflegt umboð er því heimilt og skylt að afhenda þeim, sem umboðið hefði undir höndum, afrit sjúkraskýrslunnar. Ekki verður af þessu séð að það skipti máli við slíkar aðstæður hvort sjúklingurinn sé lífs eða liðinn.

Vandamál geta hins vegar skapast þegar vandamenn látinna manna vilja aðgang að sjúkraskrám hins látna en hafa ekki til þess skriflegt umboð. Eru slík mál á margan hátt flókin, en sjúkraskrár geta til dæmis skipt máli varðandi sönnun á andlegu hæfi manns á þeim tíma er hann gerði erfðaskrá. Þetta kom til skoðunar í úrskurði héraðsdóms sem féll í Reykjavík 5. október 2004 og kom síðan til kasta Hæstaréttar í máli nr. 434/2004.

Í máli þessu véfengdu nokkrir erfingar erfðaskrá mannsins X. Var því haldið fram að andlegt hæfi X hefði verið með þeim hætti að hann hefði verið ófær um að meta afleiðingar erfðagerningsins. Kröfðust stefnendur þess meðal annars að landlæknir afhenti öll heilsufarsgögn X, þar á meðal sjúkraskrár.

Um þetta sagði í úrskurði héraðsdóms:
Um þær upplýsingar sem sóknaraðilar leita eftir í þessu máli gilda sérstakar reglur í lögum um réttindi sjúklinga laga nr. 74/1997 og læknalögum nr. 53/1988...

Í 14. gr. laga nr. 74/1997 er fjallað um aðgang að sjúkraskrá. Samkvæmt því skal veita sjúklingi eða umboðsmanni hans aðgang að skránni. Aðilar máls þessa eru ekki umboðsmenn X heitins þannig að heimildar til aðgangs að gögnum geta þau ekki leitað í þessu ákvæði. Þá á hvorki undanþáguákvæði 13. gr. né lokamálsliður 12. gr. laganna við. Ákvæði 15. gr. læknalaga verður að skýra á sama veg að því er efni þessa máls varðar. Loks verður heimildar til að veita sóknaraðilum aðgang að sjúkraskýrslum um X heitinn ekki leitað í upplýsingalögum nr. 50/1996.

Sóknaraðili hefur fjárhagslega hagsmuni af því hvernig lyktar ágreiningi um arftöku úr dánarbúinu. Þessir fjárhagslegu hagsmunir hans leiða þó ekki til þess að honum verði veittur aðgangur að upplýsingum úr sjúkraskrám, enda stendur ekki heimild í settum lögum til þess. Verður að hafna kröfum hans.

Þessi úrskurður var síðan kærður til Hæstaréttar sem felldi hann úr gildi vegna formgalla. Þar sem Hæstiréttur tók ekki efnislega afstöðu í málinu er fordæmisgildi úrskurðarins takmarkað og ber því að taka honum með fyrirvara að því leyti.

Eins og sjá má er því um raunverulegt álitamál að ræða þegar kemur að heimild ættingja látins manns til að fá afrit af sjúkraskrá hins látna. Þó er ljóst að mikið þyrfti að liggja við svo að sjúkraskrá yrði afhent án umboðs, jafnvel eftir andlát. Hafi aðstandendur hins vegar gilt umboð ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu að þeir fái sjúkraskýrslurnar afhentar.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Höfundur

nemi í lögfræði við HÍ

Útgáfudagur

19.9.2006

Spyrjandi

Árni Kristmundsson

Tilvísun

Ragnar Guðmundsson. „Eiga aðstandendur látins manns rétt á að sjá sjúkraskrár hans?“ Vísindavefurinn, 19. september 2006, sótt 1. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6197.

Ragnar Guðmundsson. (2006, 19. september). Eiga aðstandendur látins manns rétt á að sjá sjúkraskrár hans? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6197

Ragnar Guðmundsson. „Eiga aðstandendur látins manns rétt á að sjá sjúkraskrár hans?“ Vísindavefurinn. 19. sep. 2006. Vefsíða. 1. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6197>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Eiga aðstandendur látins manns rétt á að sjá sjúkraskrár hans?
Í heild sinni hljóðaði spurningin svona:

Eiga aðstandendur látins manns rétt á því að fá afrit af sjúkraskrám hins látna hafi hann meðan á sjúkralegu sinni stóð veitt samþykki sitt fyrir því?

Í sjúkraskrám er oft að finna viðkvæmar persónuupplýsingar og því gilda mjög strangar reglur um afhendingu þeirra. Í 14. gr. laga nr. 74/1997, um réttindi sjúklinga, segir:
Skylt er lækni og öðrum sem færa sjúkraskrá að sýna hana sjúklingi eða umboðsmanni hans, í heild eða að hluta, og afhenda þeim afrit skrárinnar sé þess óskað. Sama gildir gagnvart opinberum aðilum sem lögum samkvæmt athuga kæru sjúklings eða umboðsmanns vegna meðferðar. Heimilt er að taka gjald fyrir afrit af sjúkraská samkvæmt ákvæðum 12. gr. upplýsingalaga.
Telja verður að þessi upptalning sé tæmandi. Þannig er heimilt og raunar skylt að afhenda sjúklingum eigin sjúkraskrá, umboðsmanni hans og hinu opinbera í sérstökum tilvikum. Umrætt umboð þarf að vera skriflegt og vottað af tveimur vottum. Ef fyrir liggur skriflegt umboð er því heimilt og skylt að afhenda þeim, sem umboðið hefði undir höndum, afrit sjúkraskýrslunnar. Ekki verður af þessu séð að það skipti máli við slíkar aðstæður hvort sjúklingurinn sé lífs eða liðinn.

Vandamál geta hins vegar skapast þegar vandamenn látinna manna vilja aðgang að sjúkraskrám hins látna en hafa ekki til þess skriflegt umboð. Eru slík mál á margan hátt flókin, en sjúkraskrár geta til dæmis skipt máli varðandi sönnun á andlegu hæfi manns á þeim tíma er hann gerði erfðaskrá. Þetta kom til skoðunar í úrskurði héraðsdóms sem féll í Reykjavík 5. október 2004 og kom síðan til kasta Hæstaréttar í máli nr. 434/2004.

Í máli þessu véfengdu nokkrir erfingar erfðaskrá mannsins X. Var því haldið fram að andlegt hæfi X hefði verið með þeim hætti að hann hefði verið ófær um að meta afleiðingar erfðagerningsins. Kröfðust stefnendur þess meðal annars að landlæknir afhenti öll heilsufarsgögn X, þar á meðal sjúkraskrár.

Um þetta sagði í úrskurði héraðsdóms:
Um þær upplýsingar sem sóknaraðilar leita eftir í þessu máli gilda sérstakar reglur í lögum um réttindi sjúklinga laga nr. 74/1997 og læknalögum nr. 53/1988...

Í 14. gr. laga nr. 74/1997 er fjallað um aðgang að sjúkraskrá. Samkvæmt því skal veita sjúklingi eða umboðsmanni hans aðgang að skránni. Aðilar máls þessa eru ekki umboðsmenn X heitins þannig að heimildar til aðgangs að gögnum geta þau ekki leitað í þessu ákvæði. Þá á hvorki undanþáguákvæði 13. gr. né lokamálsliður 12. gr. laganna við. Ákvæði 15. gr. læknalaga verður að skýra á sama veg að því er efni þessa máls varðar. Loks verður heimildar til að veita sóknaraðilum aðgang að sjúkraskýrslum um X heitinn ekki leitað í upplýsingalögum nr. 50/1996.

Sóknaraðili hefur fjárhagslega hagsmuni af því hvernig lyktar ágreiningi um arftöku úr dánarbúinu. Þessir fjárhagslegu hagsmunir hans leiða þó ekki til þess að honum verði veittur aðgangur að upplýsingum úr sjúkraskrám, enda stendur ekki heimild í settum lögum til þess. Verður að hafna kröfum hans.

Þessi úrskurður var síðan kærður til Hæstaréttar sem felldi hann úr gildi vegna formgalla. Þar sem Hæstiréttur tók ekki efnislega afstöðu í málinu er fordæmisgildi úrskurðarins takmarkað og ber því að taka honum með fyrirvara að því leyti.

Eins og sjá má er því um raunverulegt álitamál að ræða þegar kemur að heimild ættingja látins manns til að fá afrit af sjúkraskrá hins látna. Þó er ljóst að mikið þyrfti að liggja við svo að sjúkraskrá yrði afhent án umboðs, jafnvel eftir andlát. Hafi aðstandendur hins vegar gilt umboð ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu að þeir fái sjúkraskýrslurnar afhentar.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:...