Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1048 svör fundust

category-iconFélagsvísindi

Hvað er grávirði fyrirtækja?

Grávirði fyrirtækis sem ekki er skráð á hlutabréfamarkaði er samanlagt virði allra hlutabréfa í fyrirtækinu miðað við það gengi sem almennt tíðkast í viðskiptum. Sem dæmi má taka fyrirtæki sem hefur gefið út bréf að nafnvirði 100 milljónir króna en er ekki skráð á hlutabréfamarkaði. Ef bréfin ganga kaupum og sö...

category-iconTrúarbrögð

Er líf eftir dauðann?

Ef þessari spurningu væri beint til raunvísindamanns mundi hann segja að hvorki hefði tekist að sanna né afsanna fullyrðingu um að líf væri eftir dauðann. Afdráttarlaus fullyrðing á annan hvorn veginn væri þess vegna utan við þekkingu vísindanna, að minnsta kosti að svo stöddu. Margir raunvísindamenn mundu síðan l...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Er erfitt að læra?

Já. Við þurfum ekki annað en að fylgjast með börnum til að sjá þetta. Það er erfitt að læra að skríða og ganga, að skilja og tala, að stjórna líkamsstarfseminni, að framkvæma sífellt flóknari hreyfingar, að lesa og skrifa, reikna og smíða, að skilja lífið kringum sig, að kunna á náttúruöflin, að kunna á mannleg...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Hvernig lítur stjörnumerkið Fiskarnir út?

Fiskamerkið er líklega tákn um þá mynd sem Heros og Afródíta tóku á sig til að reyna að forðast óvelkomna eftirtekt frá skrímslinu Týfún. Allar stjörnur merkisins eru mjög daufar og merkið því ógreinilegt. Sé hins vegar farið út fyrir borgarljósin er auðvelt að finna útlínur merkisins, sem eru fyrir neðan Andrómed...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvers vegna keyrir eldra fólk oft hægt?

Eins og fram kemur í svari Pálma V. Jónssonar við spurningunni Hefur hár aldur og hægari líkamsstarfsemi áhrif á það hvernig við skynjum hraða tímans? hægja ýmsar aldurstengdar breytingar á hreyfingum og viðbrögðum fólks. Hjá eldra fólki er vöðvasamdráttur hægari en hjá þeim sem yngri eru. Þetta stafar meðal an...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig gefa froskar frá sér eitur?

Fjölmargar tegundir froska eru eitraðar. Eitrið sem froskdýr hafa þróað með sér, gegnir nokkuð öðru hlutverki en hjá öðrum dýrum, svo sem snákum og köngulóm. Snákar nota eitur til að veiða bráð og eru því með eiturkirtla í kjaftinum auk þess að hafa kröftugar skögultennur til að koma eitrinu frá sér. Eiturkirtlar ...

category-iconJarðvísindi

Er jarðvarmi endalaus orkulind?

Þetta er nokkuð snúin spurning eins og góðar spurningar eiga að vera. Ef jarðvarminn stafaði eingöngu af því að jörðin var heit í upphafi lægi svarið nokkuð beint við: Sá varmi var endanlegur og væri nú að mestu horfinn. En undirrót jarðvarmans sem streymir frá jörðinni er ekki eingöngu upprunalegur hiti í iðru...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Sváfu risaeðlur liggjandi eða standandi?

Það er margt á huldu varðandi atferli risaeðlna, eins og annarra löngu útdauðra dýra, þar sem vísindamenn hafa einungis steingerðar leifar þeirra til að styðjast við. Almennt er þó álitið að risaeðlur hafi sofið, eins og nánast öll hryggdýr gera nú til dags. Þrátt fyrir að mjög lítið sé vitað um atferli risaeðlna ...

category-iconLögfræði

Getur dyravörður í bíói bannað manni að koma með gos og nammi með sér í bíó?

Kaup á bíómiða er hluti af samningi sem kaupandi og seljandi miðans gera. Kaupandinn er í þessu tilviki kvikmyndahúsagesturinn og seljandi er kvikmyndahúsið. Samningurinn getur kveðið á um að athafnafrelsi kaupandans sæti ákveðnum takmörkunum. Þannig getur eigandi skemmtistaðar til dæmis sett reglur um klæðabur...

category-iconLögfræði

Má taka upp samtöl við lögregluna, til dæmis ef maður er stoppaður?

Vöktun með leynd, hvort sem um er að ræða mynd- eða hljóðupptöku, er ekki heimil. Þetta þýðir að þeir sem sæta vöktun, til dæmis á vinnustað, verða að vita af því. Á þessu geta þó verið undantekningar. Í sumum tilfellum er lögreglu heimilt að taka upp samtöl án vitneskju þeirra sem eru á upptökunni. Skilyrði ...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Af hverju er ekki loft og líf í geimnum?

Þetta er góð spurning og umhugsunarverð. Við lifum hér á yfirborði jarðar, göngum þar um og höfum nóg af lofti kringum okkur; fuglarnir geta meira að segja notað sér loftið til að halda sér uppi á flugi. En þetta er ekki svona við nærri allar reikistjörnur i sólkerfinu eða í alheiminum. Í fyrsta lagi eru stóru...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Af hverju hefur fólk mismunandi háralit?

Háralitur hagar sér í rauninni alveg eins og ýmsir aðrir eiginleikar sem ganga í erfðir, til dæmis augnlitur, blóðflokkur, augnsvipur, munnsvipur, lögun nefs, líkamsstærð, vaxtarlag og svo framvegis. Hægt er að líta svo á að spurningin sé í rauninni ein og hin sama í öllum dæmunum: Af hverju erum við ekki öll eins...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig hagar njálgur sér í mönnum?

Njálgur (Enterobius vermicularis) er lítill innyflaormur og er algengasta sníkjudýrið hjá börnum og fullorðnum í löndum þar sem veðurfar er svipað og hjá okkur. Í sumum nálægum löndum er talið að allt að 20% barna séu smituð. Hægt er að lesa meira um smittíðni hér á landi í svari Karls Skírnissonar við spurningunn...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju titrar rófan á köttum stundum?

Rófan á köttum titrar við ýmsar aðstæður eða tilefni. Til dæmis titrar hún stundum af sælu þegar kettir ganga til eiganda síns eða einhvers sem þeim þykir vænt um eða á meðan verið er að klappa þeim. Um leið fylgir oftast mal og augun eru hálfopin. Stundum titrar hún einnig af spenningi við að hitta eigandann. ...

category-iconFöstudagssvar

Af hverju velja lögfræðingar sér oftar en aðrar starfsstéttir brúna skó í stað svartra við dökk jakkaföt?

Starfsmenn Vísindavefsins ákváðu að taka sér smá pásu frá pappírskasti (e. paper toss) og öðrum hefðbundnum skrifstofuleikjum, svo sem skrifborðsstólakappakstri (eitthvað verða menn jú að gera þegar ritstjórinn er í útlöndum) til að ræða um þessa spurningu. Eftir mikið japl, jaml og fuður voru starfsmennirnir ...

Fleiri niðurstöður