Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju titrar rófan á köttum stundum?

JMH

Rófan á köttum titrar við ýmsar aðstæður eða tilefni. Til dæmis titrar hún stundum af sælu þegar kettir ganga til eiganda síns eða einhvers sem þeim þykir vænt um eða á meðan verið er að klappa þeim. Um leið fylgir oftast mal og augun eru hálfopin. Stundum titrar hún einnig af spenningi við að hitta eigandann.

Rófan á fressum titrar létt og þeir sperra afturlappirnar þegar þeir eru að úða lyktarefnum með kirtlum sem eru við endaþarmsopið. Þá eru fressarnir að merkja sér stað.

Staða og hreyfing rófu kattarins getur gefið ýmislegt til kynna um líðan hans.

Stundum þegar rófan titrar og kötturinn virðist vera afslappaður en samt pirraður þá getur verið að eitthvað fari í taugarnar á honum, en slíkt atferli er þó ekki algengt.

Titrandi rófa getur líka verið merki um leiða, vanlíðan eða einhvers konar geðshræringu, til dæmis eftir slæm slagsmál.

Rófan á köttum titrar örugglega við fleiri tækifæri en hvað það merkir fer allt eftir aðstæðum eins og hér hefur komið fram.

Á ensku kallast þetta atferli þegar rófan titrar 'rattling tail' og minna orðin óneitanlega á sambærilegan hristing og hjá skröltormum.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Mynd: Pixabay. (Sótt 21.6.2018).

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

23.7.2008

Síðast uppfært

21.6.2018

Spyrjandi

Björg Birgisdóttir

Tilvísun

JMH. „Af hverju titrar rófan á köttum stundum?“ Vísindavefurinn, 23. júlí 2008, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=47637.

JMH. (2008, 23. júlí). Af hverju titrar rófan á köttum stundum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=47637

JMH. „Af hverju titrar rófan á köttum stundum?“ Vísindavefurinn. 23. júl. 2008. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=47637>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju titrar rófan á köttum stundum?
Rófan á köttum titrar við ýmsar aðstæður eða tilefni. Til dæmis titrar hún stundum af sælu þegar kettir ganga til eiganda síns eða einhvers sem þeim þykir vænt um eða á meðan verið er að klappa þeim. Um leið fylgir oftast mal og augun eru hálfopin. Stundum titrar hún einnig af spenningi við að hitta eigandann.

Rófan á fressum titrar létt og þeir sperra afturlappirnar þegar þeir eru að úða lyktarefnum með kirtlum sem eru við endaþarmsopið. Þá eru fressarnir að merkja sér stað.

Staða og hreyfing rófu kattarins getur gefið ýmislegt til kynna um líðan hans.

Stundum þegar rófan titrar og kötturinn virðist vera afslappaður en samt pirraður þá getur verið að eitthvað fari í taugarnar á honum, en slíkt atferli er þó ekki algengt.

Titrandi rófa getur líka verið merki um leiða, vanlíðan eða einhvers konar geðshræringu, til dæmis eftir slæm slagsmál.

Rófan á köttum titrar örugglega við fleiri tækifæri en hvað það merkir fer allt eftir aðstæðum eins og hér hefur komið fram.

Á ensku kallast þetta atferli þegar rófan titrar 'rattling tail' og minna orðin óneitanlega á sambærilegan hristing og hjá skröltormum.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Mynd: Pixabay. (Sótt 21.6.2018). ...