Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju eru kettir með rófu?

JMH

Rófan gegnir margvíslegu hlutverki hjá köttum en dýrafræðingar telja að helsta hlutverk hennar sé að veita köttum jafnvægi.

Að öllum líkindum eru kettir komnir af frumköttum sem lifðu og veiddu í trjám frumskóganna fornu. Þar hefur rófan gegnt afar mikilvægu hlutverki í að halda jafnvægi, til dæmis þegar frumkettirnir þurftu að stökkva á milli greina. Önnur núlifandi spendýr sem halda til í trjám hafa langa og mikla rófu og það rennir stoðum undir þessa kenningu.


Rófan á köttum er gott jafnvægistæki.

Rófan er einnig afar mikilvægt líffæri í samskiptum katta við aðra meðlimi tegundar sinnar og einnig við menn á síðastliðnum árþúsundum. Oft er auðvelt að sjá hvernig ketti líður með því að skoða í hvaða stöðu rófan er og hvernig hún hreyfist.

Þegar rófan á kisu vísar beint upp þá er hún vingjarnleg, áhugasöm og glöð að sjá viðkomandi. Ef rófan er kyrr en rófuendinn sveiflast ótt og títt þá er kötturinn pirraður. Þegar rófan liggur niðri og hárin eru upprétt þá er kötturinn hræddur, svo nokkur dæmi séu tekin.

Mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

7.3.2008

Spyrjandi

Mirijam Eirksdóttir De Giovanni, f. 1995

Tilvísun

JMH. „Af hverju eru kettir með rófu?“ Vísindavefurinn, 7. mars 2008, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=7202.

JMH. (2008, 7. mars). Af hverju eru kettir með rófu? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=7202

JMH. „Af hverju eru kettir með rófu?“ Vísindavefurinn. 7. mar. 2008. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=7202>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju eru kettir með rófu?
Rófan gegnir margvíslegu hlutverki hjá köttum en dýrafræðingar telja að helsta hlutverk hennar sé að veita köttum jafnvægi.

Að öllum líkindum eru kettir komnir af frumköttum sem lifðu og veiddu í trjám frumskóganna fornu. Þar hefur rófan gegnt afar mikilvægu hlutverki í að halda jafnvægi, til dæmis þegar frumkettirnir þurftu að stökkva á milli greina. Önnur núlifandi spendýr sem halda til í trjám hafa langa og mikla rófu og það rennir stoðum undir þessa kenningu.


Rófan á köttum er gott jafnvægistæki.

Rófan er einnig afar mikilvægt líffæri í samskiptum katta við aðra meðlimi tegundar sinnar og einnig við menn á síðastliðnum árþúsundum. Oft er auðvelt að sjá hvernig ketti líður með því að skoða í hvaða stöðu rófan er og hvernig hún hreyfist.

Þegar rófan á kisu vísar beint upp þá er hún vingjarnleg, áhugasöm og glöð að sjá viðkomandi. Ef rófan er kyrr en rófuendinn sveiflast ótt og títt þá er kötturinn pirraður. Þegar rófan liggur niðri og hárin eru upprétt þá er kötturinn hræddur, svo nokkur dæmi séu tekin.

Mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....