Það er alls ekkert víst að erfiðast sé að læra það sem okkur er kennt í skólum; kannski er sumt af hinu enn erfiðara!? Svo getum við hugleitt það að þetta er kannski eitt af því sem einkennir manninn: Að geta lært svona mikið og margt og vera alltaf að læra. Þegar við horfum á kálfinn rísa upp á lappirnar og fara að sjúga spenann eða hoppa um völlinn þá lítur það kannski út eins og hann sé að „læra” eitthvað, en í rauninni er þetta atferli allt forritað í genin í honum. Þar með er þó ekki sagt að dýr læri alls ekki neitt. Atferli barnsins á hverju skeiði bernskunnar er auðvitað líka að ýmsu leyti forritað en það er líka lært. Stundum er sagt að því læra börnin málið að það er fyrir þeim haft. Í því felst meiri speki en kann að virðast við fyrstu sýn. Þetta á nefnilega ekki aðeins við málið heldur margs konar atferli annað sem haft er fyrir börnum. Og auk þess er býsna margt og mikilvægt sem við mundum alls ekkert læra nema af því að það er haft fyrir okkur; við lærum það af því að taka eftir hvernig aðrir gera. En svo lærum við líka af mistökunum og ekki er það auðveldast. Þetta er sem sagt mikið erfiði sem tekur líka alla ævina! Mynd: Leading group office of the construction of learning city of Beijing. Sótt 30. 10. 2008.
Það er alls ekkert víst að erfiðast sé að læra það sem okkur er kennt í skólum; kannski er sumt af hinu enn erfiðara!? Svo getum við hugleitt það að þetta er kannski eitt af því sem einkennir manninn: Að geta lært svona mikið og margt og vera alltaf að læra. Þegar við horfum á kálfinn rísa upp á lappirnar og fara að sjúga spenann eða hoppa um völlinn þá lítur það kannski út eins og hann sé að „læra” eitthvað, en í rauninni er þetta atferli allt forritað í genin í honum. Þar með er þó ekki sagt að dýr læri alls ekki neitt. Atferli barnsins á hverju skeiði bernskunnar er auðvitað líka að ýmsu leyti forritað en það er líka lært. Stundum er sagt að því læra börnin málið að það er fyrir þeim haft. Í því felst meiri speki en kann að virðast við fyrstu sýn. Þetta á nefnilega ekki aðeins við málið heldur margs konar atferli annað sem haft er fyrir börnum. Og auk þess er býsna margt og mikilvægt sem við mundum alls ekkert læra nema af því að það er haft fyrir okkur; við lærum það af því að taka eftir hvernig aðrir gera. En svo lærum við líka af mistökunum og ekki er það auðveldast. Þetta er sem sagt mikið erfiði sem tekur líka alla ævina! Mynd: Leading group office of the construction of learning city of Beijing. Sótt 30. 10. 2008.