Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2626 svör fundust
Hvernig er hægt að losa sig við aukakíló án þess að nota Herbalife?
Við söfnum á okkur aukakílóum ef jafnvægið í orkuneyslu og orkubrennslu líkamans riðlast. Ef við borðum meira en við brennum, þá fitnum við. Hvort og hversu mikið fólk fitnar er samspil bæði erfða og umhverfisþátta. Aukakíló og offita er vaxandi vandamál en það er líka mikið gert til þess að bjóða fólki upp á leið...
Í hvaða fjórum löndum búa Samar?
Samar búa í norðurhéruðum Noregs, Svíþjóðar og Finnlands og á Kólaskaga í Rússlandi. Heimkynni Sama. Samar eru flestir í Noregi, eitthvað um 40.000, um 20.000 í Svíþjóð, 6.000 í Finnlandi og 2.000 í Rússlandi. Þessar tölur eru þó nokkuð á reiki og þar með tölur um heildarfjölda Sama. Ástæðan er meðal annars sú...
Er mikið C-vítamín í papriku?
Paprika er mjög góður C-vítamíngjafi. Í hverjum 100 g af grænni papriku eru um 100 mg af C-vítamíni og 145 mg í sama magni af rauðri papriku. Ráðlagður dagskammtur af C-vítamíni fyrir fullorðna er 75 mg en 30-50 mg fyrir börn á aldrinum 2-13 ára, því meira sem börnin eru eldri. Aðrir góðir C-vítamíngjafar er...
Hvað merkja hugtökin hægri og vinstri í stjórnmálum?
Fjölmargir hafa spurt Vísindavefinn um notkun hugtakanna vinstri og hægri í umræðu um stjórnmál: Hver er ástæða þess að stjórnmálastefnur er titlaðar til hægri eða vinstri? Þegar það er talað um vinstri og hægri í pólitík, hvað er þá átt við? Hver er munurinn á hægrisinnuðum manni eða vinstrisinnuðum? Hvað er ...
Hvað búa margir Íslendingar í útlöndum?
Eftir að kreppan skall á okkur Íslendingum hefur töluvert verið rætt um að fólk flytji úr landi. Það er því ekki óeðlilegt að upp vakni spurningar um hversu margir Íslendingar séu búsettir erlendis. Spurningin kann að hljóma einföld en svarið við henni er hins vegar ekki auðfengið, allavega ekki eitt endanlegt og ...
Má flytja apa til Íslands? Ef svo er, hvar sækir maður um leyfi?
Um innflutning á dýrum gilda lög nr. 54/1990. Í 1. gr. er skilgreining á orðinu dýr en hún er svo hljóðandi:Dýr: Öll lifandi landdýr, bæði hryggdýr, hryggleysingjar og lagardýr sem lifa að hluta eða öllu leyti í fersku vatni.Svo stendur í 2. gr. þessara laga skýrum stöfum:Óheimilt er að flytja til landsins hvers k...
Af hverju er bergrisi, sem táknar eitthvað vont í norrænni goðafræði, verndari Íslands?
Með verndara Íslands er í spurningunni sennilega átt við bergrisa þann sem í Heimskringlu segir að óð út á sjóinn fyrir sunnan land til móts við sendimann Haralds konungs Gormssonar, en sá fór í hvalslíki. Risinn var reyndar einn af fjórum helstu landvættum í sögunni, en hinar voru griðungur, gammur og dreki. Auk ...
Hvað er útvarp, hver fann það upp og hvenær kom það til Íslands?
Útvarp er tæki sem tekur á móti útvarpsbylgjum sem berast um loftið. Útvarpsbylgjur eru með tíðni fyrir neðan sýnilegt ljós, frá 3 kHz til 300 GHz. Útvarpsmerkið er flutt um tvær tegundir af bylgjum, AM og FM, það er langbylgjur og stuttbylgjur. AM stendur fyrir amplitude modulation en AM-bylgjur eru með tíðnina 1...
Hvaðan kom orðið hetja, hver var fyrsta hetja Íslands og eru til kvenhetjur?
Orðið hetja ‛kappi, hraustmenni, hugrakkur maður’ þekkist þegar í fornu máli. Í Skáldskaparmálum Snorra-Eddu er kafli um það hvernig nefna skuli menn í kveðskap. Þar stendur til dæmis: „Þeir menn eru, er svá eru kallaðir: kappar, kempur, garpar, snillingar, hreystimenn, harðmenni, afarmenni, hetjur.“ Í 11. ...
Hvenær komu rjúpur til Íslands og hvað getið þið sagt mér um rjúpuna?
Rjúpan (Lagopus muta) er tegund af ætt hænsnafugla (Galliformes) og undirætt orrafugla (Tetraoninae). Rjúpnastofninn hér á landi kom upprunalega frá Grænlandi við lok ísaldar fyrir um 10.000 árum. Tengslin við Grænland hafa ekki alveg slitnað því það kemur stöku sinnum fyrir að grænlenskar rjúpur finnist hér á lan...
Á Andrés önd nafn á öllum tungumálum?
Walt Disney bjó til Andrés önd árið 1931. Andrés var bannaður í Finnlandi og er talið að það hafi verið vegna þess að hann var ekki í buxum. Meira um buxnaleysi Andrésar má lesa í svari ritstjórnar Vísindavefsins við spurningunni Hvers vegna er Andrés Önd alltaf með handklæði vafið utan um sig þegar hann kemur úr ...
Hvenær fæddist og dó Claude Monet?
Oscar-Claude Monet var franskur myndlistamaður og einn af forsprökkum impressjónismans, listastefnu sem fram kom á seinni hluta 19. aldar. Á myndum í anda impressjónisma er lögð áhersla á að sýna samspil ljóss og lita. Claude Monet fæddist 14. nóvember árið 1840 í París, Frakklandi. Fjölskylda hans flutti til ...
Hver er stærsti demantur í heimi, hve stór er hann og hvað myndi hann kosta ef hann væri falur?
Stærsti demantur sem fundist hefur kallast Cullinan og var 3106 karöt (rúmlega 600 g). Hann fannst árið 1905 í námu sem kallaðist Premier Mine í Transvaal, sem þá var bresk nýlenda en varð seinna hluti af Suður-Afríku. Demanturinn var gjöf stjórnvalda í Transvaal til Játvarðs VII Englandskonungs á 66 ára afmæli ha...
Hvað veist þú um Amasonfljótið?
Amasonfljótið í Suður-Ameríku er annað lengsta vatnsfall í heimi á eftir ánni Níl eins og lesa má um í svari við spurningunni Hver eru lengstu fljót í heimi? Það á upptök sín í Andesfjöllum innan landamæra Perú, rennur í gegnum Brasilíu og fellur til sjávar í Atlantshafið. Lengd þess frá upptökum til ósa eru um 6...
Hversu margir búa í borginni São Paulo í Brasilíu?
São Paulo í Brasilíu er stærsta borg á suðurhveli jarðar. Talið er að íbúar borgarinnar séu rétt rúmlega 11 milljónir. Þessi tala verður töluvert hærri ef stórborgarsvæðið allt er tekið með, það er borgin sjálf og aðliggjandi sveitarfélög. Reyndar er misjafnt hvernig stórborgarsvæðið er afmarkað en samkvæmt einni...